Sólskin - 01.07.1933, Page 44

Sólskin - 01.07.1933, Page 44
<endunum í miðju tjaldinu, en hinir endamir eru festir við veggina. Grindin er þakin með dúkum. Þeir eru festir saman og bundnir við grindina með reipum. Dúkar og bönd eru úr ull og hári. Tjöldin eru yfirleitt vistleg að innan og mjög skrautleg hjá ríku fólki. Þar er allt þakið með röggvarfeld- nm (sauðskinnum) og þykkum, dýrindis teppum. Diskar og matarföt eru úr tré og leðri. Kvenfólkið reisir tjöldin og tekur þau niður, en karlmennimir igæta að skepnunum. Þegar fólkið flytur, eru hestamir hafðir fremst- ir. Hirðingjunum þykir vænst um þá af öllum skepnunum. Það er hestunum að þakka, að hirð- ingjamir geta haldið fénaðinum saman. Annars myndu þeir týna kindunum út á hinar geysi-víð- lendu grassléttur. Hestamir fá loðnasta grasið. Nautgripimir koma á eftir og kindumar aftastar. Þær ná í nóg gras með litlu munnunum sínum, þar eem hestar og nautgripir geta ekkert bitið. Kírgísamir eiga ákaflega margar skepnur, svo að haginn versnar fljótt, þar sem þeir setjast að. Gróðurinn skrælnar líka stundum í sumarhitanum. Þó landrými sé mikið, verður oft lítill hagi á stór- nm svæðum. Hver ætt hefir afar-mikið land, sem hún má nota eftir vild, en út fyrir það má enginn fara. Ef einhver rekur fé sitt á haga nágranna sinna, slær í bardaga. Kírgísamir eru grimmir her- menn, þegar því er að skipta. Hver ætt þarf mikið landrými fyrir allan fénað sinn og flytur sig 10—15 kílómetra á fárra vikna fresti. Allt af er farið frá einu vatnsbóli til annars. 42

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.