Sólskin - 01.07.1933, Page 45

Sólskin - 01.07.1933, Page 45
Landið er mjög þurrt, og íbúamir þekkja vel hvern blett, þar sem vatn er að fá. í sumarhitun- um flytur fólkið sig upp í fjöllin, þar sem leysing- amatnið frá fönnunum vökvar grasið, en þegar haustar, flytur fólkið aftur niður á slétturnar. Kírgísamir versla. Ár hvert fara kaupmanna- iestir (karavanar) um land þeirra. Hirðingjarnir selja hesta og sauðkindur, ullardúka og skinn, en kaupa kom, dýran fatnað, tréílát og te. Kjöt er aðalfæða þeirra. Nautakjöt er í litlum metum, en sauðakjöt og þó einkum hrossakjöt er uppáhaldsmatur þeirra. Hrossakjöt er alltaf fram- reitt í veislum. Brauð þekkist þar ekki, en þeir búa til einskonar graut úr hirsi eða öðm korni, sem þeir fá hjá karavönunum. Mjólkin er daglegur drykkur, bæði ný og súr. Þeir búa til einskonar skyr, og hafa alltaf gnægð af osti og smjöri. Kírgísamir kappkosta að hafa margt heimilis- fólk. Auðæfi þeirra fara eftir því, hve margar skepnur þeir eiga. En sá, sem á stórar hjarðir sauða og nauta, þarf líka margt fclk til að gæta þeirra. Sá, sem á aðeins einn son, eða hefir einn vinnumann, getur aldrei orðið ríkur; en hver sem á lylft barna, hefir miklar líkur til að verða auðug- ur. — Kírgísar hafa kápu ysta klæða. Hún er úr skinni, ull eða aðkeyptum vefnaði. Hún er síð og víð og kallast kaftan. Á fótunum hafa þeir há stígvél úr mjúku leðri, og sauðskinnshúfu á höfði. Auð- menn eru í flauelskápu. Belti þeirra og reiðtygi eru skreytt gulli, silfri og dýrum steinum. Klæðnað- 43

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.