Sólskin - 01.07.1933, Side 58

Sólskin - 01.07.1933, Side 58
áttum, svo að það varð mjög þéttbýlt, er aldir liðu, og borgirnar mannmargar. Gengjum við inn í egypska borg á þessum tím- um, yrðum við fyrir miklum vonbrigðum, jafnvel í sjálfri höfuðborginni Þebu. Við búumst við fal- legum steinhúsum og skrautlegum höllum, en sjá- um aðeins dökkgrá og óásjáleg íbúðarhús, sem er hrúgað upp úr þurrkuðum tígulsteinum, sem búnir eru til úr leir, er áin Níl flytur með sér. Inni í húa- unum er fremur fátæklegt. Herbergin eru fá, veggirnir berir, og aðeins hin allra nauðsynlegustu húsgögn. Flest húsin eru ein hæð, en sum eru tvær. Komi steypiregn, getur allt húsið leyst í sundur og hrunið saman. En á einni viku er hægt að reisa annað hús í staðinn, sem er alveg eins og það gamla var. Allir kunna að þurrka tígulsteina úr leirnum. Faraó sjálfur og mestu höfðingjar lands- ins hafa ekki búið í glæsilegri húsum. Ekkert þess- ara húsa hefir varðveist gegnum aldimar, svo að við vitum aðeins af myndum, hvernig þau hafa litið út. Hús auðugu og voldugu mannanna voru gjörð úr sama efni, en nokkru stærri, og haldið er að grind hafi verið í nokkrum þeirra, eða sum jafn- vel úr eintómu tré. Musterin og bústaðir hinna framliðnu, voru þau einu hús, sem staðið gátu lítið breytt í þús- undir ára. Það var um að gera að halda guðunum hjá sér, og varðveita hina dánu. Þess vegna gerðu Egyptar grafhýsi og pýramída eins trausta og vandaða og mögulegt var. Musterin og pýramíd- amir voru byggðir úr granít og purpurasteini 56

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.