Sólskin - 01.07.1933, Page 59

Sólskin - 01.07.1933, Page 59
(Porfyr), svo að þessar byggingar standa enn í dag, og við dáumst að skrauti þeirra og stærð.. Musterin standa, en guðimir, sem þau voru reist handa, eru fyrir löngu gleymdir. Reglusemi og starfsemi ríkti á heimilunum í borgunum. Konur sáu um heimilisstörfin. Konan hjá Egyptum var frjálsari og meira virt en meðal flestra fomþjóða. Hún réði yfir heimilinu og vinnufólkinu. Vann eða lét vinna hvert verk innan- húss og í görðunum. Húsbóndinn vann oftast úti í borginni. Það mátti segja, að hann hefði aðeins fæði og húsnæði hjá konu sinni. Húsmóðirin fór á fætur í dögun og kveikti eld á arninum úr glæðum, sem hún hafði falið í ösk- unni um nóttina. Hún skammtar því næst morgun- matinn. Karlmennirnir ganga til starfa í vinnu- stofunum. Drengir og stúlkur fara með búpening- inn á beit. Þegar húsmóðirin hefir komið öllu fólk- inu af stað, fer hún að baða sig. Hún gengur til árinnar eða vatnsins, sem er næst. Þar hittir hún vinkonur sínar. Þær ræða fjörugt um ýmsar nýj- ungar, meðan þær baða líkami sína. Er þær hafa lokið því, halda þær heim með fulla krukku af vatni á höfðinu. Undir eins og þær koma heim, fara þær að baka brauð. Konan tekur nokkra hnefa af komi og lætur á aflangan og íhvolfan stein. Svo tekur hún annan stein og malar komið með hon- um, um leið og hún dýfir honum oft í vatn. Við þetta hamast hún að vinna í heilan hlukkutíma. En árangurinn er lítill. Mélið er gróft og í því er ryk og óhreinindi. Nú setur hún dálítið af súrdeigi £ 57

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.