Sólskin - 01.07.1933, Síða 64

Sólskin - 01.07.1933, Síða 64
Einn var sá guð, sem allir Egyptar trúðu á og kunnu nokkuð frá að segja. Það var hinn góði guð Ósíris, sem alla átti að dæma, er þeir kæmu í ríki hinna framliðnu, og þess vegna reyndu allir að koma sér vel við hann. Frá hinum elstu tímum geymist saga um þennan guð, og er það hin eina egypska goðsögn, sem menn þekkja. Sagan er í stuttu máli svona: Einu sinni ríkti Ósíris í friði og sælu yfir mönnunum. En þá kom bróðir hans Set og myrti hann. Kona Ósíris, er hét Isis, ól upp son þeirra, Hórus, í leyni. Þegar Hórus var full- tíða, hefndi hann föður síns og sigraði Set. Þá héldu guðirnir þing, og dæmdu allar ákærur gegn Hórus og Ósíris, sem Set hafði búið til rangar. Allt fékk því hin bestu málalok. Hórus tók við ríki eft- ir föður sinn, og Ósíris var vakinn upp til nýs lífs og virðingar. Hann varð konungur í ríki hinna dánu, og hlaut hið mesta vald yfir mönnunum: að ráða um þeirra eilífu forlög. En hann varð líka þeirra eilífa huggun. Menn höfðu alltaf vonast eftir sælla lífi eftir dauðann. Nú höfðu þeir vissu um, að þetta gæti orðið. Ósíris hafði risið upp frá dauðum, og hlotið betra líf. Þá þorðu mennirnir að vona, að hið sama biði þeirra. En Ósíris var líka siðameistari mannanna. Hann hafði risið upp vegna þess, að réttarþing guðanna hafði dæmt hann saklausan og réttlátan. Þess vegna urðu mennimir að vera réttlátir, ef þeir ætluðu sér að komast í ríki hans. Egyptar trúðu því, að líkaminn væri bústaður sálarinnar eftir dauðann. Það var því nauðsynlegt 62

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.