Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 1
anmnmgin. Mánað'arrit til stuðnings kirhju og lcristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev. lút. Jcirlcjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 1. árg. WINNIPEG, MAÍ 1886. Nr. 3. fesendr vorir muna, e£ til vill, eftir þessum orðum í byrj- unarblaði „Sam.“, því er ixt kom í Desember : “þá eru og enn heilir hópar af fólki þjciðar vorrar hér í landi, sem ekki einungis standa fyrir utan hið nýmyndaða kirkjufélag vort, heldr og fyrir utan alla kristna söfnuði". þetta er satt. það er satt, að þeir íslendingar í Ameríku, sem ekki eru taldir og ekki telja sig heyrandi til neins kristins safnaðar, eru til- tölulega margir, svo margir án efa, að sumum mun þykja furðu gegna. þegar svo langt er komið, sem endilega ætti að verða eftir næsta ársfund kirkjufélags vors, að menn hafa greinileg- ar skýrslur um fólkstölu í hverjum einstökum söfnuði félags- ins, þá má með all-mikilli nákvæmni vita, hve margt íslenzkt fólk hér víðsvegar urn landið er enn utan allra kristinna safn- aða, því að hitt er hœgt að vita nú þegar, svo að mjög litlu rnuni, hve margar íslenzkar sálir eru alls í Bandaríkjum og Canada. Utan kirkjufélags vors eru nefnilega engir íslenzkir söfnuðir í þessu landi til nema söfnuðirnir í Islendinga-byggð í Lyon County og Lincoln County í Minnesota, sem vér vitum ekki betr en haíi ætlað sér að ganga í félagið og sem vór að minnsta kosti vonum að verði reglulega í það gengnir fyr- ir ársfund. Og þeir, sem í söfnuði annarra þjóðflokka hafa geng- ið, eru svo fáir, að þess gætir nálega alls ekki. Nú, þó að vér þannig ekki getum enn gefið tölu á þeim löndum vorum hér í landi, sem engum söfnuði til heyra, þá vitum vér með vissu, að þeir eru all-margir. Yíða er einn og einn Islendingr á stangli innan um annarra þjóða fólk, svo sem eðlilegt er; og hafi þess-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.