Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 4
—36— lendinga, einnig þar, sem eigi er neinn íslenzkan prest aS fá. Flestir munu og betr kunna við aS guSs-orS sé um hönd haft viS útför framliSinna vina eSa vandamanna, hér eins 02 heima, að rninnsta kosti ef íslenzkr prestr er viS höndina, er til þess verSi fenginn, án tillits til þess, hvort þeir sjálfir eSa hinn látni venzlamaSr eru inn ritaSir í nokkurn söfnuS. þá er allt kemr til alls, virSist þannig yfir höfuS aS tala það af fólki voru hór, sem í engum söfnuSi stendr, enn í huga sínum engu síSr að hallast aS kirkju og kristindómi heldr en þaS gjörði, eða aS minnsta kosti almennt er gjört, heima á Islandi. Allr þorri þeirra Islendinga, sem utan safnaSar standa, er eftir öllum lík- um aS dœma ekkert frábeittari kristindómi hér heldr eu þeir voru heima, þó aS þeir eins og nú stendr só komnir út úr tölu kristinna manna. En hví þá ekki vera í tölu kristinna manna ? Hví hikar nokkur sá, sem í trúarlegu tilliti ekki hefir tekiS sinnaskifti síð- an Island hvarf honum aS sýn, við aS vera hór í kristnum söfnuSi meS öSrum löndum sínum, sem að öllu leyti eru sömu trú- ar og vonar ? Hví lætr nokkur Islendingr, sem taldi sig og tal- inn var kristinn á Islandi og sem í huga sínum ekki stendr nú fjarri kristindóminum en þá, telja sig hér meS heiSnum mönn- um ? Hví er hópr íslendinga hér fyrir utan sína eigin kirkju og alla kirkju, en á Islandi svo gott sem enginn ? þaS er ekki rnjög örSugt, aS leysa þennan hnfit, greiða úr þeirri mótsögn, sem landar vorir hér virðast í þessu atriði að vera komnir í viS sjálfa sig. Á íslandi er ríkiskirkja ; hér í landi er kirkjan, eins og hvert annaS frjálst félag manna, landstjórninni meS öllu óháð og óviSkomandi. Á íslandi er kirkjunni, hinni sýnilegu, eins og hverri annarri stofnan almenningi til gagns, haldiS uppi af landstjórninni. Hér í landi er kirkja og kristin- dórnr, allt þaS, er trú manna snertir, algjörlega laust viS hina borgaralegu stjórn, Á íslandi eru allir kirkjunni til heyrandi, svo lengi sem þeir ekki sjálfir hafa opinberlega sagt sig úr henni, gengiS út úr henni. Hér eru allir utan viS kirkjuna, hljóta aS vera taldir fyrir utan hana, svo lengi sem þeir hafa ekki sjálfir opinberlega gengið inn í hana, sjálfir gjörzt limir einhvers kristins safnaðar, einhvers þess félags hér í landi, sem hefir sett sér þaS rnark og miS, aS láta kristindóminn vera hjá sér ríkjanda og eftir mætti að út breiða hann meðal annarra manna. Hversu ókristilega hugsandi, talandi og breytandi sem sá eSa i

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.