Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 3
—35— við, að ekki nálega hvert íslenzkt mannsbarn telr sig rétt eins og að sjálfsögðu til þeirra ev. lút. safnaða síns eigin fólks, sem til eru víðsvegar urn hinar íslenzku nýlendur eða aðal-byggistöðvar Is- lendinga í þessu landi ? Hví er sú breyting á orðin síðan Ameríka varð aðsetr Islendinga, að þar lætr all-mikill hluti þeirra telja sig meðal heiðingja, þar sem á íslandi nálega allir undantekningar- laust láta telja sig ekki einungis kristninni til heyrandi, heldr sérstaklega hinni ev. lút. kristni ? Á það þarf varla að minnast, að undanteknincfarlaust hafa allir landar vorir, sem flutzt hafa til Vestrheims, verið skírðir til kristinnar trúar, og seinna, þá er þeir voru komnir til vits og ára, og höfðu fengið uppfrœðing í kristnum frœðum, með eigin munni staðfest skírnarsáttmála sinn, hátíðlega svarizt inn í hina kristnu kirkju sína. Og víst hefir enginn skilið þá inngöngu sína í kirkjuna svo, að það gilti að eins ríkiskirkjuna, sem Danakonungr ræðr yfir á íslandi, svo að hann v®ri laus allra mála, laus við fermingarheit sitt, jafnskjótt og út fyrir ríkissvæðið danska væri komið, jafnskjótt og maðr hætti að vera íslenzkr borgari, danskr þegn. Ollum hefir að vonum skilizt, að sá, sem þeir við ferminguna sóru hollustueið, var kon- ungr konunganna, hann,. sem sagði: „Mér er gefið allt vald hæði á himni og jörðu“ (Matt. 28, 18), og að því hefði ferm- ingarheitið sama gildi, hvar í heimi sem maðr kynni að eiga heima. Varla neinn mun heldr frá Islandi flytja hingað vestr með þeirri hugsan, að segja skilið við kristindóminn, þá er hér kœmi. þvert á móti munu menn yfir höfuð að tala við burtför sína heiman að eins víst ætla sér að vera í tölu kristinna manna eins og þeir voru það heima. þessa skoðan sína sýna menn og í verkinu eftir að þeir eru búnir að hafa vistaskifti; því að nauða-fáir eru þeir íslendingar í þessu landi, þótt ekki heyri þeir til neinum söfnuði, að ekki leiti þeir prests, ef nokkurn er að fá, til að skíra og ferma börn sín. Hjónavígslu þarf varla að nefna í þessu samhandi, að minnsta kosti ekki nema að hálfu leyti, nefnilega að eins með tilliti til þeirra, er heima eiga í Bandaríkjum, því að í Canada er engum lögheimilt að gefa í hjónaband nema prestum, svo að þar hljóta allir, sem í hjóna- band vilja ganga, að fá prest til að framkvæma vígsluna, hvort sem þeir sinna kirkju og kristindómi eða ekki. En ef vér lít- um til Bandaríkja, þar sem borgaralegt hjónaband er í fullu gildi, þá mun það þó fremr lieyra til undantekningar en al- mennrar venju, að hjónabönd sé á þann hátt stofnuð meðal Is-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.