Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 13
45—
sem vitanlega þótti þaö óvirSing fyrir sig að ganga Jesú, „timbr-
manns-syninum “ frá Galílea, á hönd. Jesús sýnir honum fyrst
fram á, hvaö hann vanti; hann verði að endrfœðast; fyr sjái
hann ekki guðs ríki og geti eigi fengið þar inngöngu. Nikodemus
þurfti að biðja með Davíð : „ Skapa í mér hreint hjarta, ó, guð, og
endrnýja í mér stöðugan anda “ (Sálm. 51, 10). Á sálarlífi hans
þurfti að verða gjörsamleg breyting. Hann var heiðvirðr, vandaðr
maðr, en virðist ekki hafa haft neina tilfinning fyrir synd sinni.
„ Sælir eru andlega volaðir, því þeirra er himnaríki," segir Jesús
(Matt. 5, 3).—Aðallexían er annars ekki það, sem Jesús segir
hér viðvíkjandi endríœðingunni, heldr það, sem stendr í 14,-
18. v., um sjálfan hann, sendan í heiminn, „til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldr hafi eilíft líf“. Sá, sem á hann trúir,
sá, sem í synda-neyð sinni hefir flúið til Krists kross, og heyrt
þar við sig sagt: „ Yertu hughraustr, sonr, þér eru þínar syndir
fyrirgefnarhann spyr ekki lengr : „ Hvernig má þetta verða? “
Hver kristinn maðr af vorri þjóð ætti að kunna það, sem Hallgrímr
Pétrsson segir í 47. passíusálminum út af 14. v. í þessari lexiu vorri,
ekki einungis versið: “Hver sem eirorminn leit,” heldr ein 4 vers
á undan og önnur 4 á eftir.
Hin inndœla frásaga um Jesú við brunninn hjá Sykar og
samtal hans við samversku konuna er 5. lexían. Jesús er vegmóðr
og þyrstr, því hin brennandi sól var í hádegis-stað (um 6. stund;—
Gyðingar töldu stundir dagsins frá miðjum morgni), og hann var
kominn fótgangandi sunnan úr Júdea, Hann sezt niðr við
brunninn, en lærisveinar hans skreppa inn í bœinn til að kaupa
mat. þá kemr samversk kona að brunninum eftir vatni. Jesús
snýr sér að henni og segir : „ Gef mér að drekka “. Svo er samtalið
byrjað. Hann minnir hana á, að hann hafi œðra vatn en það, sem
var í brunninum. Jesús talar um himneskt vatn, svölun fyrir
sálina, en hún heldr huga sínum föstum við jarðneskt vatn. Loks
segir hún þó, eins og ósjálfrátt hrifin af ágæti þess vatns, er hann
kvaðst hafa á boðstólum: „ Gef mér þetta vatn! “ þá sagði Jesús :
„ Kallaðu á mann þinn“. það minnti hana allt í einu á það, hvílíkr
syndari hún var, og nú er hoegra að vera lærisveinn Jesú en áðr.
Hún sér, að hér er rnaðr með guðlegum spádómsanda og spyr nú,
hvort það sé í Jerúsalem, eins og Gyðingar fylgdu fram, að drottin
eigi að tilbiðja, eða á fjallinu Garizim, þar rótt hjá, eins og Sam-
verjar kenndu (og þar sem musteri var jafnvel reist á dögum