Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 6
—38—
henni stendr, þá er óneitanlega betra, notalegra, næöissamara aö
vera í rólegri ríkiskirkju heldr en í slíkri haráttu-kirkju eins
og hér. En róin í rílciskirkjunni er venjulega ekki annað
en dauðaró; að minnsta kosti er vitanlegt, að kirkjan á Is-
landi nú er mjög með því rnarki brennd. Og því miðr höfum
vér litla von um að líf geti þar til fulls fœrzt í hin dauðu bein
svo lengi sem kirkjan þar er ríkiskirkja. Meðan varla neitt
bólaði á almennu mannfrelsi á Islandi; pólitisku frelsi, atvinnu-
frelsi o. s. frv., gat kirkjan í ríkiskirkjumynd að mörgu leyti
þrifizt þar, en síðan þetta breyttist, hlýtr kirkjan og að verða
frjáls, ef vel á að fara. það er betra að hafa baráttu, ef líf er
bai'áttunni samfara, heldr en ró, sem eklci er annað en dauði. Og
með tilliti til þess, hvort réttara sé frá kristilegu sjónarmiði rík-
iskirkju-fyrirkomulagið eða hitt, þá þarf ekki annað en minn-
ast þessara orða frelsarans : „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“,
og svo þess, að kirkjan var upphafiega stofnuð sem frjálst félag,
andlegt, sjálfstjórnanda trúarfélag þeirra, er aðhylltust Jesúm
Krist sem lífgjafa sinn og lausnara. Og það er ekkert í
heilagri ritning, er á það bendi, að nokkurn tírna hafi ver-
ið ætlazt til, að kirkjan skyldi fyr eða síðar verða valdstjórn-
inni háð. Konstantín keisari Rómaveldis gjörði hana að ríkis-
kirkju, eftir að hún hafði í þrjár aldir lifað og blómgazt
sem frjálst félag, í þeim tilgangi að efla framgang hennar
og létta henni baráttuna. En „góð meining enga gjörir stoð;
gilda skal meira drottins boð “. Afleiðingin varð, að upp úr
því fór kirkjan fyrir alvöru að skemmast, eftir það fór hún
að verða af þessum heimi.
Nú, hér í landi hlýtr kirkjan að vera frjáls, ef hún á
annað borð á að vera til, hjá oss íslendingum eins og fólki af öll-
um öðrum þjóðum, sem hér á heima. En frjáls kirkja getr ekki
staðizt nema því að eins að framkvæmdarsamt líf í kristilega átt
hreifí sér hjá almenningi safnaðanna. Ef söfnuðir í frjálsri
kirkju að eins lafa uppi hálfdauðir, ef ekki ber meira á kristilegu
lífi og kristilegum framkvæmdum í söfnuðunum en utan þeirra,
ef ekkert er gjört af almenningi safnaðanna til þess að gefa
þeim, er fyrir utan standa, hvöt til að vera með í hinum kirkju-
lega félagsskap, þá hafa þeir, sem í söfnuðinum standa, engan
rétt til að kvarta um að svo margir haldi sér utan safnaðarins.
En þá af löndum vorum hér í landi, sem kristnir eru í hjarta,
en sem eru þó enn fyrir utan kristinn söfnuð landsmanna sinna