Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 16
—48—
Stcinninn frá Kana. í Elatea á Grikklandi hefir frakkneskr fornfrœðingr nokk'
ur fyrir skömmu grafið upp úr jörðu, ]>ar sem kristin kirkja hefir áðr staðið, hellustein
einn aflangan og ferhyrndan úr marmara með grisku letri á jjessa efnis : ,,J>etta er
steinninn frá Kana í Galílea, |>ar sem drottinn vor Jesús ICristr breytti vatninu í
vín“. J>ess er til getið, að upp við þennan steinkodda hafi drottinn hallað sér,
J>á er hann var að borðhaldi við brúðkaupið í Kana, og hafi letrið verið á hann
sett, J>á er hann ásamt ýmsum öðrum helgum fornmenjum, snertandi hið fyrsta
kraftaverk frelsarans, var fluttr j>aðan í burtu. Auk letrs J>ess, sem Jegar er
nefnt, er og J>etta á hann ritað einnig á griskri tungu: „Minnstu, drottinn, fóður
míns og móður minnar. Antoníos“. Undir lok 6. aldar var uppi maðr sá, er
hét Antonin de Plaisance, sem fór pílagrímsferð úr Evrópu til Gyðingalands, og
ritaði á latínu um þessa fór sína. J>að rit er enn til og stendr ]>ar J>etta i: ,,Vér
komum til Kana, J>ar sem drottinn var við brúðkaupiö, og hölluðum vér oss upp að
sama hœgindinu, og reit eg óverðugr ]>ar á nöfn foreldra minna“. J>ykir J>á sýnt,
hver sá ,,Antoníos“ hafi verið, er á steininum stendr. Ætlan frœðimanna er, að
steinn J>essi hafi fyrst verið fluttr frá Kana til Konstantínopel eins og svo margar
helgar fornmenjar frá austrlöndum, og J>aðan aftr, J>á er sú borg féll í hendr Tyrkja, til
J>ess staðar, J>ar sem hann hefir nú fundizt, og að J>ar hafi hin kristna kirkja veriö yfir
hann reist, er rústirnar fundust af.
Séra forvaklr Böðvarsson í Saurbœ á Hvalij. str. hefir fengið lausn frá
prestsembætti. I hans stað séra Jón Benediktsson í Görðum gjörðr prestr í
Saurbæ. Séra Brynjólfr Jónsson á Hofi í Álftafirðigjörðr prestr að Ólafsvöllum.
Séra Páll Jónsson i Viðvík og séra Halldór Jónsson í Tröllatungu fengið lausn. Séra
Finnbogi Rútr Magnússon gjörðr prestr í Húsavík, |>íng.
Lögin um réttindi utanj>jóðkirkjumanna nú staðfest af konungi.
Ný kirkja á að koma upp á Eyrarbakka. Stokkseyrarkirkju J>ó haldið eins
fyrir ]>vi.
I ofveðrinu 7. Jan., sem œddi yfir allt austrland og gjörði stór-tjón, fauk
Kálfafellsstaðarkirkja.
Hver einstakr söfnuðr kirkjufélags vors er hér með áminntr um að út-
vega nákvæma og alveg áreiðanlega skýrslu um tölu skírðra og fermdra með.
lima hans eins og hún er mí og senda hana með fulltrúa eða fulltrúum sínum
á ársfund. Fulltrúar sumir geta misst sæti á árs'undi, ef þetta er vanrœkt.
Winnipeg, 30 Apr. 1886.
Jón Bjarnason, Jorrn. h. cv. lút. k. kjufél. Isl. í Vh.
í kirkjufélagssjóð borgaö til mín eftir 8. Marz: frá Fríkirkjusöfnuöi $. 6. 75,
frá Nyrðra Víðines-söfnuði $1. 60, frá Winnipeg-söfnuöi $ 15. 00.
Winnipeg, 11. Maí 1886.
Árni Friöriksson, kirkjufél.-féhirðir.
“SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheim;
$1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.J,
Friðjón Friðriksson og Páll S. Bardal (féhirðir).
Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.