Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 15
—47— og börnin upp skera. MaSr, sáSu hinu góða sæði kristindómsins til þess aörir upp skeri ekki bölvun af þínu sáSverki. Biddu með skáldinu: „Lát engan gjalda eftir mig illsku nó synda minna“. NiSrlag 4. kapíiulans er sagan um lækning sonar konungsmannsins, og JiaÖ er 7. lexían. Jesús var aftr kominn til Kana. Göfugr maðr í Jjónustu ,,kónungsins“, þ. e. : Heródesar Antipasar, í Kapernaum, nálægt 12 mílur (enskar) frá Kana, fréttir um komu Jesú til Galílea og fer sjálfr óðar á fund hans, biðr hann koma og lækna son sinn, sem Iá dauðvona. Jesús ávítar manninn fyrir trúar- skort. Maðrinn biðr enn Jví ákafar. Og Jesús Iætr sjúkdóm hins dauðvona sveins hætta.— pegar börn liggja að fram komin í einhverjum líkamlegum sjúkdómi, þá, eins og betr fer, leggr margr faðir og mörg móðir á stað til Jesú, biðj- nndi hann um að láta Jeim batna. En hitt gleymist heldr að leita frelsarans út af andlegum meinum barnanna. þegar öll önnur úrræði eru Jrotin viðvíkjandi J)VÍ að bjarga börnum sínum, þá er ]jó eitt ávallt til, sem jjú getr beitt: J>ú getr heðið. J>að voru bœnir og tár Moniku, móðttr Ágústíns kirkjuföður, sem komu Jjví til leiðar, að hinn týndi sonr varð aftr gefinn hinu ástríka móðurhjarta. Og það dœmi stendr ekki eitt. Meðan maðr má biðja fyrir jjví, sem manni er kærast af öllu,— biðja jjann, sem elskar mest af öllum, og sem allt vald er gefið áhirnni ogjörðu,— á meðan eru þó sannarlega ekki allar bjargir bannaðar. Meðan maðr getr beðið frelsara sinn,— á meðan getr maðr Jjó meira en lítið. [Ath. |>ar sem í 44. v. segir, að Jesús hafi vitnað, að spámaðr væri ekki metinn í sínu fóðurlandi, og jjetta er sett í samband við fór hans til Galílea, Jjá hlýtr hér að vera litið til Júdea sem fóðurlands hans, þar sem fœðingarstaðr hans var, þó að annars sé Galilea, þar sem hann ólst upp, venjulega kallað föðurland hans. Frásagan um lækning mannsins við Betesda-Iaug er 8,- lexian. Lexian byrjar oiginlega elcki fyr en með 5. v. (5. kap.). |>ar á undan er kafli, allt 4. v.ið og 4 síð- ustu orðin í 3. v.inu (á ísl.), sem ekki stendr í elztu og beztu handritum nýja testa- mentisins á grisku og sem því eflaust hefir verið bœtt inn í guðspjallið eins og það kom frá frumhöfundi þess. pað er því eigi svo á að líta, að Jóhannes guðspjallamaðr hafi trúað því, að engill hafi á vissum tímum stigið niðr í laugina, hrœrt upp vatnið, °g að svo hafi hver sjúklingr, sem næst á eftir fór ofan í laugina, orðið alheill, hvað sem að honum hafi gengið. En maðrinn aumi, sem Jesús hitti ]>ar við Iaugina, hann hafði auðsjáanlega þessa almennu þjóðtrú. Maðrinn hafði sjúkr verið í 3S ár. pað er þungt að ganga með ólæknanda sjúkdóm svo að árum skiftir, en þegar heilsuleysis-tíminn stendr meira en heilan almennan mannsaldr, þá tekr það átján yfir. pegar einhver er búinn að bera sjúkdóm sinn svona voðalega lengi, þá er eins og það komist upp í vana fyrir öðrum að horfa upp á þessa stöðugu eymd, °g það er eins og tilfinning þeirra sljóvgist af vananum fyrir böli þvilíks kross- hera. En einn er sá, sem allt af hefir jafn-næma tilfinning fyrir annarlegri eymd og neyð. pað erjesús. Komi því allir til hans með gömul mein sín eigi s(gr en pau> sem nýlega eru á fallin. Og menn komi til hans eigi að e>ns með líkamleg rnein sín, heldr og með mein sálarinnar. pað er nóg af forn- um sálarmeinum hjá öllum til að leita til frelsarans út af. Og þau læknar drott- inn, ef þú að eins vilt, þó að hann oft sjái hentugast, að líkamleg mein eklci iteknist í þessu lífi. En þú, sem nær heilsubót eptir lengra eða skemmra heilsu- leysi, mundu eftir því, sem Jesús sagði við manninn, er hann læknaði við Bet- esda-laug: ”Syndga þú ekki framar, svo að þér vilji ekki annað verra til“.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.