Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 9
—41— sem fyrir þaö hve ljós hún er og heygjanleg varð svo fram úr skarandi vel löguð til ])ess, að á henni væri fagnaðarboðskapr kristindómsins borinn fram fyrir þjóðir hins forna heims, Hinn sterki stjórnar-armr Rómaveldis var út réttr yfir allar þekktar þjóðir og hélt þeim saman í einni heild. TungumáliÖ var til húið, vegrinn var til, fólkið var til. því að cinmitt þá var almenn eftirvænting út breidd um heiminn, að um þetta leyti myndi í austrlöndum frelsari fram koma. Frá því er Malaldas var uppi og flutti sinn spádóm hafði saga Gyðinga-þjóöar snúizt undarlcga. þá var þjóð þessi einn hluti Persaveldis. En annar mikill sigrvegari kom síðan fram á sjónarsviðið. Alexander mikli brauzt frá Masedoníu (Make- doníu) og Grikklandi inn í Asíu og kollvarpaði veldi Persa (árið 330 f. Kr.). þannig komust Gyðingar undir hið skammlífa ríki Alexanders, og er það deildist við dauða hans (323), varð Gyðingaland háð Egyptalandi, sem nú varð aftr sérstakt ríki. Pjöldi Gyðinga var fluttr til Egyptalands, og þar var gamla testa- mentinu snúið á griska tungu. Sú útlegging var nefnd septúa- ginta, (sem þýðir sjötíu, því sagan sagði, að svo margir menn hefði að henni unnið, og önnur saga, að þetta verk hefði verið unnið á 72 dögum). Með þessari þýðing gamla testament- isins myndaðist griskt biblíumál, sem var svo einstaklega vel lagað fyrir boðskap þann, er síöar var fluttr um öll lönd á hinni einkennilegu grisku mállýzku nýja testamentisins. Næsta útlent ríki, sem Gyðingar urðu háðir, var Sýrland (í byrjan 2. aldar fyrir Kr.).. Á tímabilinu meðan Gyðingar stóðu undir Sýrlands- konungum var það að þeir urðu fyrir hinum grimmu ofsóknum af Antíokus Epífanes, sem hertók Jerúsalem, lét 40 þúsundir manna þar taka af lífi, og gjörði ítarlega gangskör að því að fá gjöreytt öllum handritum af lögmálsbókinni (gamla testa- menntinu), sem fundizt gátu, enda lét lífláta hvern þann Gyð- ing, sem slík handrit fundust hjá. Musterið í Jerúsalem gjörði hann að heiðnu hofi, þar sem Seifr yfirguð Grikkja skyldi tign- aðr, og var líkneski hans reist á brennifórnar-altarinu. Loks risu Makkabear upp (167 f. Kr.) og hrifu þjóð sína undan liinu sýrlenzka ánaúðaroki. Lögmáli Mósesar var fylgt með meiri trúmennsku en á nokkru undan gengnu tímabili í sögu Gyðinga. En Makkabear neyddust til að leita aðstoðar hjá Rómverjum og urðu þeim við það háðir (63 f. Kr.). Loks duttu Makkabe-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.