Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 5
—37— sá kann aö vera á íslandi, þá heíir enginn rétt til aö telja hann fyrir utan kirkjuna, svo framarlega sem hann hefir eigi sjálfr persónulega sagt sig úr lögum meö þeim, er í kirkjunni standa. Hversu kristilega sem sá eða sá kann að hugsa, tala og hreyta hér í landi, þá hefir enginn leyfi til að telja hann í kirkjunni, meðan hann hefir eklti látið setja nafn sitt á fé- lagaskrá neins kristins safnaðar í því byggðarlagi, þar sem hann á heima. Á íslandi veitir landstjórnin í raun og veru, ems og enn stendr, þeim viss hlynnindi, sem ríkiskirkjunni til heyra, sem þeir, er fyrir utan standa, ekki hafa. Hún leggr þeim til kirkjur, presta og skóla til menntunar þeim, er prest- ar eiga að verða. Hér í landi hefir hver söfnuðr sína eigin hyrði að bera, og hver sá, sem í söfnuð gengr, leggr sig þá auðvitað undir hina sameiginlegu félagsbyrði safnaðarins, sem hann var laus við, svo lengi sem hann stóð utan safnaðar. það er vitaskuld, að í frjálsum söfnuði hvíla engin skyldu- gjöld á einstaklingnum; tillög einstaklinga eiga að vera frjáls og geta ekki verið öðru vísi en frjáls. Og enginn kristilega hugsandi söfnuðr ætlast til, að sá safnaðarlimr, sem ekki getr lagt fé til safnaðar-þarfa, gjöri það; þvert á móti býst söfnuðrinn við að veita öllum þurfandi, ósjálfbjarga limum sínum alla þá hjálp, einnig í líkamlegu tilliti, sem þeir þurfa og hann getr í té látið. En hins vegar veit þó hver sá, sem í frjálsan söfnuð gengr það fyrir, að hann hefir úr því skyldu á höndum til þess eftir mætti að bera sameiginleg óumflýj- anleg útgjöld safnaðarins eins og hverja aðra byrði hans. Er þá ekki augsýnilegt, að fyrir fólk vort hér, fátcekt eins og það yfir höfuð er og hlýtr að vera, er talsverð freisting til þess að halda sér fyrir utan kirkjuna, ganga ekki í neinn krist- inn söfnuð ? Og aftr er að sínu leyti á Islandi tilsvarandi hags- muna-hvöt fyrir menn til þess að ganga ekki út úr kirkjunni, talsverð freisting þar fyrir þá, sem vera kynni kristindóminum andstœðir, til þess að halda sér að nafninu í kirkjunni. Hvort er þá ekki betra að hafa ríkiskirkju eins og á ís- landi ? Og er ekki ríkiskirkju-fyrirkomulagið réttara frá kristi- legu sjónarmiði heldr en það fyrirkomulag á kirkjunni, sem er í þessu landi ?—Ef það er aðalatriðið, að almenningr sleppi við alla ábyrgð á því, hvernig allt fer í kirkjunni, að hinir einstöku limir kirkjunnar sé lausir við þá baráttu, og fyrirhöfn, sem frjáls sjálfstjórnandi kirkja hefir í för með sér fyrir hvern þann, er í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.