Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 7
—39— sömu trúar og í sama byggðarlagi og sjálfir þeir, vildurn vér •að lyktum minna á þessi orS lians, sem er konungr kristninnar : „Hver sem ekki er með mér, hann er á móti mér ; og hver sem ekki saman safnar með mér, hann sundr dreifir" (Lúk. 11, 23). —>------->-•—.......—• »>» ^z-uudvatíaziö<^ fyrir hið ev. lút. kirkjufélag Islendinga í Vestrheimi með nú gildandi breytingum ársfundarins 1885. 11. Kirkjufélagið heitir: Hið evangeliska lúterska kirkjufélag Islendinga í Yestrheimi. § 2. Tilgangr kirkjufélagsins er, að styðja að eining og sam- vinnu kristinna safnaða af hinni íslenzku þjóð í heimsálfu þess- ari, og yfir höfuð efla kristilegt trúarlíf hvervetna, þar sem það nær til. § 3. Kirkjufélagið trúir því, að heilög ritning,—það er: hinar kononisku bœkr gamla og nýja testamentisins,—sé guðs op- inberaða orð, og hin eina sanna og áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenning og lífi. § 4. Kirkjufélagið kallar sig lúterskt, af því að það skilr grund- vallarlærdóma guðs orðs samkvæmt því, sem kennt er í hinum minni frœðum Lúters, og skoðar þau því sem sína trúarjátn- ing, en líka sérstaklega af því að það skoðar lærdóminn um réttlæting af trúnni á Jesúm Krist (Róm. 3. og 4. kap.), sem Lút- er og samverkanienn hans lögðu aðaláherzluna á í baráttu sinni fyrir viðreisn kirkjunnar, sem grundvallaratriði kristindómsins, Játningarrit lútersku kirkjunnar hefir félagið í heiðri sem milcilsverða vitnisburði um það, hvernig lærifeðr þeirrar kirkju- deildar, sem hin íslenzka þjóð hefir staðið í um 300 ár, hafa skilið og kennt lærdóma heilagrar ritningar og varizt villu- kenningum. En það setr þó ekkert af þessum ritum jafn- bliða heilagri ritning, sem öll kristindómskenning verðr eftir að dœmast. § 5. Með tilliti til kirkjusiða hefir hver einstakr söfnuðr kirkju- félagsins fullkomið frelsi til að setja sér þær reglur, er honum þykja bezt við eiga; skulu söfnuðirnir í því efni hafa tillit til þess, er helzt má verða til kristilegrar uppbyggingar. § 6. Félagið heldr fund í Júnímánuði ár hvert; skal þar skýrt frá ástandi féiagsins, almenn félagsmál rœdd, kosnir embætt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.