Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 11
—43
1
og guS hefir grafskriftina til búna, þessa: „Ljósiö skín í myrkr-
inu, og myrkrið meStók þaö ekki“.
I 2. lexíunni er sýnt, hvernig frelsari vor fær hina fyrstu
áhangendr sína. Jóhannes skírari er í rauninni hinn fyrsti.
Tveir af lærisveinum hans eru hjá honum staddir, þá er Jes-
ús gengr þar fram hjá. þá bendir skírarinn þeim á Jesú og
segir: „ Sjá það guðs lamb! “ þá fóru þeir á eftir Jesú, náðu
samfundi hans, dvöldu hjá honum þann dag. Annar þeirra
var Andrés; hinn er ekki nefndr, en það dylst ekki, að þaS er
Jóhannes, Sebedeus-son, höfundr guSspjallsins. Hann nefnir
sig aldrei á nafn í guSspjallinu. Svo gengr Andrés til Símon-
ar bróður síns með tíðindin : „Við höfum fundið Messías“, og
fylgir honum til Jesú. Símon trúir og fær nafnið Pétr. Næsta
dag hittir Jesús Filippus, og gjörir hann að lærisveini sínum;
en Filippus hittir Natanael og segir honum, að hann haíi fund-
iS Messías í Jesú frá Nazaret. Natanael er efasamr, og spyr,
hvort nokkuð gott geti komið þaðan. „Kom þú og sjá 1“ sagði
Filippus. Natanael kom og sá.—Ahangendr Jesú eru í nærri
því einni svipan orðnir sex. Hér er áþreifanlega sýnt, hvernig
kristnin á öllum tímum á aS breiðast út. Sá, sem með lífi og
sál gjörist kristinn, eSa gengr frelsaranum á hönd, hann hlýtr að
ganga út til annarra, að minnsta kosti sinna nánustu venzla-
manna, með þau tíðindi, hvað hann hafi fundið, hvern hann
hafi fundiS; hann myndi boða þau tíðindi, þó að hann ekki opn-
aSi um þaS munninn ; líf hans segir til. þér er eigi unnt krist-
inn að vera, með lífi oec sál—og öðru vísi kristinn er ekki til
neins að vera— , svo að þú eigi gjörir fieiri eSa færri sannkristna
með þér. Og þér er eigi unnt að vera ókristinn í hjarta og
lífi, svo aS þú eigi gjörir fleiri eða færri kristindómslausa með
þér, leiðir aðra í eymd og ógæfu meS þér.—Prófa lcristindóm
þinn, maðr, meS því aS skyggnast eftir, hvort þú munir leiða
nokkurn til Krists eSa ekki. VakiS yfir iífi yðar, kristnir menn,
til þess aS þegar þeir, sem fyrir utan standa, eru efasamir meS
tilliti til þess, sem boðað er í hinni kristnu prédikan, að þá
sé unnt að segja : „Kom og sjá! “
3. lexían er kraftaverkiS, sem gjörSist í brúðkaupinu í Kana.
þaS var fyrsta kraftaverk frelsara vors. 11. v. er ekki sem
heppilegast orðaS í hinni almennu íslenzku biblíu-útlegging vorri.