Sameiningin - 01.05.1886, Blaðsíða 14
—46—
Alexanders mikla, en rifið niðr 200 árum síðar á dögum Makka-
bea). Nei, það er á hvorugum staSnum. ASalatriðiS var ekki,
hvar drottinn var tilbeðinn, heldr hvernig hann var tilbeðinn—„ í
anda og sannleika“. ])etta hlaut að snerta hjarta konunnar; hún
hlaut nú aö sjá með hið synduga líf sitt í huga sér, hvílík hennar
guSsþjónusta hafði veriS. En nú er hún líka undir það biiin að
heyra þann boðskap af vörum Jesú, að hann sé enginn annar
en hinn fyrirheitni Messías.—Maðr, hvar leitar þú að svöl-
un fyrir sál þína? Stendr þú við brunn kristindómsins
eða einhvern annan brunn? þú gengr ekki að brunni krist-
indómsins með þessari bœn: „Gef mér þetta vatn!“ fyr en
þú hefir fundiS til syndar þinnar og andlegu eymdar. Margr
er ákafr í því að fá úrlausn á hinum og öSrum kirkjuleg-
um spurningum, sem ágreiningr er um meðal manna, en lætr
aöal-sáluhjálparspurning syndugra manna óhrœrða, þessa: „Hvað
á eg aS gjöra, svo eg verSi hólpinn?“ (Sjá Pgb. 16, 30).
FramhaldiS af því, sem gjörðist við Jokobs brunn, er 6.
lexían. þá er konan hefir heyrt tíðindin miklu, að sá, sem
hún hafði talað við þar viS brunninn, sé hinn eftirvænti frels-
ari, flýtir hún sér til fólks í bœnum með þaS, sem fyrir
hana hafði komið, og nú fara nýir og nýir tilheyrendr að
safnast aS Jesú við brunninn. En á meðan eru lærisveinarnir
komnir með matinn, sem þeir höfðu keypt. þeir bjóða Jesú
mat; en hann sagöist hafa aðra fœðu, sem þeir vissu ekki
af. Hans matr var aS breiða út guðs ríki. þá verðr hon-
um litiS til bœjarbúa, sem koma streymandi til hans út af hoS-
skap konunnar. Enn var 4 mánuði að bíöa, þangað til þess
árs uppskera myndi byrja. En fólkið, sem kom, sýndi, að
eftir hinni andlegu uppskeru þurfti þar ekki lengi að bíöa.
það var hvöt fyrir lærisveinana að taka hér tafarlaust til starfa.
—Hvar sem vér lítum, þá er alls staðar verið að sá—einhverju
ritsæði í einhvern akr, ritsæði til blessunar eða bölvunar, út-
sæði til sáluhjálpar eSa glötunar, útsæði til lífs eSa dauöa.
Allir eru aS sá, ekki aS eins sá, sem hefir það sérstaka starf
á hendi í söfnuðinum, að prédika opinberlega guðs orS, prestr-
inn, heldr og allir aðrir öldungis eins. „Annar sáir, en ann-
ar upp sker“. Reyndar segir guSs orð: „það, sem maðrinn sáir,
það mun hann upp slcera“—á dómsdegi. En hér upp sker venju-
lega annar en sá, sem sáir. Foreldrar sá 1 hjörtu barna sinna,