Sameiningin - 01.12.1886, Qupperneq 2
—146—
sónulega fram og bjóði mönnum sínar himnesku gjafir. Hún
er til orSin ekki i'it af neinu drottiniegu boSi, hefir engan guS-
legan uppruna, nema aS því leyti sein segja má um allt, sem
gjört er til kristilegrar uppbyggingar í kirkju drottins og sem
líka reynist þar vera til uppbyggingar ; allt slíkt eru kristnir
trúarávextir, og þannig í vissum skilningi af guSlegri rót runn-
iS. Kaþólska kirkjan trúir á ferminguna sem sakrament, og
börn eru þar venjulega fermd á 7. aldrsári, og þar af leiSanda
getr þar ekki veriS um neinn eiginlegan fermingar-undirbún-
ing eins og í vorri lcirkju aS rœSa. Lúter og hinir aSrir trú-
bœtendr á 16. öldinni sýndu og sönnuSu, aS kaþólska kenning-
in um ferniinguna væri andstœS heilagri ritning, og slík ferm-
ing var auSvitaS af numin í kitersku kirkjunni. þar á móti
kom Bugenhagen, einn hinna ágætu samverkamanna Lúters,
ferming í lúterskum skilningi á í sínu eigin landi Pommern
þegar átrúbótartímabilinu. Almennt komst hún þó ekki áí hinni
lútersku kirkju fyr en síSar, ekki fyr en Spener og hans læri-
sveinar, hinir svo kölluSu Píetistar, meS svo miklu afli tóku
aS vinna aS því aS fœra kristindóminn út í lífiS. þaS var
seint á 17. öld og snemma á hinni 18., aS hin andlega stefna
Píetistanna var ráSandi í hinni lútersku kirkju, og þá náSi
líka fermingin þar fullkominni fótfestu. AriS 1736, í stjórnar-
tíS Kristjáns konungs hins 6., var fermingin inn leidd í Dan-
mörk, og voru þá rétt tvö hundruS ár liSin frá því er trúar-
bótin lúterska hafSi þar komizt á. 5 árum seinna, eSa áriS
1741, var ferming lögskipuS á Islandi. Upp frá því hefir þessi
mikilvægi helgisiSr veriS talinn sjálfsagSr meSal þjóSar vorrar
eins og yfir höfuS aS tala víSsvegar í hinni lútersku kirkju.
Fermingin hefir, eins og upphafiega var til ætlazt, orSiS
til ómetanlega mikillar blessunar fyrir kirkju vora. Hún hefir
orSiS til þess fyrir þjóS vora, aS kristindómsuppfrœSsla hefir
veitt veriS hverju mannsbarni, aS enginn hefir getaS vaxiS svo
upp, aS honum hafi ekki hlotnazt nokkur þekking á sannind-
um trxiar vorrar. MeS fermingunni hefir almenningr kirkjunn-
ar, foreldrar og börn, og þá eigi sízt sjálfir kennimennirnir, haft
stöSugt aShald í þá átt aS vanrœkja ekki kennslu og nám
kristinna frœSa. HefSi elcki fermingin veriS og þaS próf í
kristnum lærdómi, sem þar meS fylgir, þá er enginn vafi á því,
aS all-mikill hluti þjóSar vorrar hefSi enga, alls enga uppfroeS-
ing fengiS, hvorki kristindómslega né neina aSra. Ferming-