Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1886, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.12.1886, Qupperneq 11
—155— svo aS allir hafi þá jólatré, andlegt lífsins tré, himneskum ljós- um prýtt og dýrSlegum gjöfum búið, og geti svo fagnað og lof- sungiS eins og guSs börn. Menn búi sig undir jólin eins og menn sé aS búa sig undir dauSann og eilífðina. Sjá, hann kemr skjótt Tíminn líðr og áriS er bráSum á enda, almanaksáriS og—ár mannsæfinnar. þiggSu náSarboS kristindómsins, syndugr maSr, meðan náSartíminn er ekki á enda, svo þú getir hugsaS til eilífS- arinnar eins og börnin, góSu börnin, hugsa til jólanna. „Fyrst kallar guS, og bregðist þú því boSi, þá biðr guS, og þó að hvorugt stoSi, þá þrýstir guS, og þaS er síSsta orSiS, ef því er neitaS, hræSstu sálarmorSiS". (M. J.) Hinar almennu (international) sunnudagsskólalexíur hins komanda árs, 1887, eru fyrir fyrra helminginn af árinu í 2 fyrstu bókum Mósesar, en fyrir síSara árshelminginn í Matteusar guSspjalli framanverSu. Fyrir fyrsta ársfjórðunginn eru lexíu- kaflarnir þessir : Sunnud. 2. Jan. : 1. Mós. 1, 26-2, 3 ; sd. 9. Jan.: 1. Mós. 3, 1-6 og 17-19; sd. 16. Jan.: 1. Mós. 4, 3-16; sd. 23. Jan.: 1. Mós. 6, 9-22 ; sd. 30. Jan.: 1. Mós. 12, 1-9 ; sd. 6. Febr.: 1. Mós. 13, 1-13; sd. 13. Febr.: 1. Mós. 15, 5-18; sd. 20. Febr.: 1. Mós. 18, 23-33 ; sd. 27. Febr.: 1. Mós. 19, 15-26 ; sd. 6. Marz: 1. Mós. 22, 1-14; sd. 13. Marz: 1. Mós. 28, 10-22; sd. 20. *Marz: 1. Mós. 32, 9-12 og 24-30.; sd. 27. Marz: Yfirlit. -<««----►—— ——*-----------»»> Franz Delitzsch í Leipz'ig á þýzkalandi, fœddr 1813, há- lærðr og heimsfrægr guSfrœSingr lútersku kirkjunnar, hefir fyr- ir fyrir nokkrum árum snúið nýja testamentinu á hebreska tungu, í því skyni auSvitað, að opna GySingum þeim, er enn tala eSa skilja hebresku, aðgang aS evangelíi kristindómsins á feðratungu þeirra. Og er þaS einkum í löndunum í SuSaustr- Evrópu: suSrfylkjum Rússlands, Austrríki, Rúrneníu, Servíu, Búlgaríu, aS hebreska, ýmist hrein og óbreytt frá því í fornöld, eSa blönduS öðrum tungum, heldr sér sem aSalmál GySinga. þessi hebreska þýðing nýja testamentisins hefir fengið ákaflega mikla útbreiSslu meSal GySinga í þeim löndum, svo mikla, aS síSan 1877 hefir mestr hlutinn af 40 þúsund exemplörum, er út hafa veriS gefin á því tímabili, gengiS þar út. Og samfara

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.