Fréttablaðið - 06.12.2010, Side 2
2 6. desember 2010 MÁNUDAGUR
LÖGREGLA Maður, sem var með hlað-
inn riffil og fíkniefni, var handtek-
inn á skemmtistað í Reykjavík um
helgina.
Á þriðja tímanum aðfaranótt
sunnudags barst lögreglunni
í Reykjavík tilkynning um að
sést hefði til manns með byssu á
skemmtistað í miðborginni. Maður-
inn var á bak og burt þegar lögregla
kom á vettvang. Vitni gátu þó gefið
greinargóða lýsingu á manninum
og hóf lögregla þegar leit að honum.
Um klukkustund síðar handtók lög-
regla manninn inni á skemmtistað
og í ljós kom að hann var með hlað-
inn riffil meðferðis sem og nokk-
urt magn skotfæra. Einnig fundust
á manninum fíkniefni sem ætla má
að hann hafi ætlað að selja.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
hafði hann ekki hleypt af skoti og
gekk greiðlega að handtaka mann-
inn. Hann veitti ekki mótspyrnu og
beitti ekki skotvopninu við handtök-
una. Maðurinn var færður í fanga-
geymslur um nóttina og var yfir-
heyrður í gær.
- rat
Lögregla handtók vopnaðan mann á skemmtistað í Reykjavík:
Með hlaðinn riffil og eiturlyf
LÖGREGLAN VIÐ STÖRF Aðfaranótt sunnudags handtók lögreglan vopnaðan mann
inni á skemmtistað í Reykjavik.
Jóel, er nýja platan bara eitt-
hvert jarm?
„Nei, ég ber jarm mitt í hljóði.“
Saxófónleikarinn Jóel Pálsson tileinkar
íslensku sauðkindinni tvö lög á nýrri
sólóplötu sinni, Horn. Jóel rekur jafnframt
fyrirtækið Farmers market sem vinnur
með íslenska ull í fatnað.
SAMFÉLAGSMÁL Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti
í gær verðlaun í ratleik Forvarna-
dagsins 2010 við athöfn á Bessa-
stöðum. Verðlaunahafarnir í ár
koma frá Árskóla á Sauðárkróki,
Flúðaskóla á Flúðum og Valla-
skóla á Selfossi.
Bandalag íslenskra skáta,
Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands og Ungmennafélag
Íslands standa að Forvarnadeg-
inum en markmið dagsins er að
efla forvarnastarf í skólum og
hvetja unglinga til að draga sem
lengst að neyta áfengis og ann-
arra fíkniefna. - rat
Forvarnadagurinn 2010:
Verðlaun á
Bessastöðum
EFNAHAGSMÁL Hagsmunasam-
tök heimilanna eru ekki aðili
að viljayfirlýsingu stjórnvalda
um aðgerðir vegna skuldavanda
heimilanna sem tilkynnt var um
3. desember síðastliðinn. Þetta
kemur fram í ályktun sem stjórn
samtakanna hefur sent frá sér.
Í ályktuninni ítreka samtökin
einnig kröfur sínar um almenna
leiðréttingu lána og fordæma þá
stefnu stjórnvalda að ætla sér
ekki að grípa til frekari aðgerða.
Það beri í besta falli vott um
alvarlegt vanmat á stöðunni, í
versta falli hafi ríkisstjórnin
gefist upp og verði þá að víkja.
- rat
Fordæma stefnu stjórnvalda:
Stjórnin víki
í versta falli
LÖGREGLA Árekstur varð á gatna-
mótum Miðhúsabrautar og Mýr-
arvegar á Akureyri í gærmorgun
vegna hálku. Engin meiðsl urðu á
fólki en báðir bílarnir eru ónýtir.
Þá varð annað óhapp sem rekja
má til hálkunnar í gær á Akur-
eyri en ökumaður missti stjórn
á bíl sínum á Hlíðarbraut með
þeim afleiðingum að hann lenti
á ljósastaur. Ökumaður slapp
með skrekkinn en bæði bíllinn og
ljósastaurinn skemmdust mikið.
Á Sandsvegi við Húsavík missti
ökumaður stjórn á jeppa vegna
hálku. Bíllinn valt en engin slys
urðu á fólki. - rat
Umferðaróhöpp vegna hálku:
Ók bifreið á
ljósastaur en
slapp ómeiddur
STJÓRNMÁL Samfylkingin bað
íslensku þjóðina afsökunar á mis-
tökum flokksins í aðdraganda
hrunsins á flokksstjórnarfundi á
laugardag. Flokkurinn segist við-
urkenna ábyrgð sína og heita því
að „hlusta með opnum hug á gagn-
rýni og takast á við umbætur á
skipulagi, starfsháttum og stefnu
flokksins“ til að koma í veg fyrir
að mistökin endurtaki sig. Álykt-
un þess efnis var samþykkt á fund-
inum.
Meginefni fundarins var umfjöll-
un um niðurstöður umbótanefndar
flokksins, sem var skipuð í apríl.
Skýrslu nefndarinnar var skipt
niður í sex hluta og eru tillögur að
úrbótum við hvern hluta.
Komst nefndin að þeirri nið-
urstöðu að flokkurinn hafi verið
veikari aðili samstarfsins við
Sjálfstæðisflokkinn. Andvaraleysi
og síðar afneitun hafi því einkennt
afstöðu flokksins í aðdraganda
hrunsins.
Nefndin segir að innra
starf Samfylkingarinn-
ar sé veikt og standi ekki
undir væntingum flokks-
manna. Flokkurinn hafi
ekki tekist á við ágrein-
ingsmál með markviss-
um og öguðum hætti. Þá
séu aðildarfélög flokksins
ekki nógu öflugar eining-
ar og ekki nýttar sem skyldi.
Lítið sé leitað til þeirra.
F lokkurinn gætti
ekki nægilega að
vali á framboðs-
lista þannig að
frambjóðend-
ur vinni ekki
gegn hver
öðrum og hagsmunum flokks-
ins, að mati nefndarinnar. Þá hafi
Samfylkingin gert alvarleg mis-
tök með því að leyfa þá þróun að
kostnaðarsöm kosningabarátta
væri nauðsynleg. Flokkurinn og
frambjóðendur hafi þegið
styrki sem séu í
mótsögn við reglu stjórnmála-
flokka um að forðast hagsmuna-
tengsl sem geti rýrt trúverðug-
leika þeirra.
Þá segir í niðurstöðum umbóta-
nefndarinnar að flokknum hafi
ekki tekist að losa um hefðir sem
stjórni ráðherravali, en það byggi
á kjördæmasjónarmiðum.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segist Samfylkingin
viðurkenna ábyrgð sína og heit-
ir því að hlusta með opnum hug á
gagnrýni og takast á við umbætur
til að koma í veg fyrir að mistökin
endurtaki sig.
Samfylkingin ætlar að efna til
funda um allt land á næstu vikum
þar sem fjallað verður um niður-
stöður og tillögur nefndar-
innar. Stefnt er að því að
tillögur um áþreifanleg-
ar aðgerðir verði lagðar
fram fyrir næsta lands-
fund flokksins, að því
er segir í ályktuninni.
thorunn@frettabladid.is
Samfylking biður
þjóðina afsökunar
Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í aðdraganda hrunsins og biðst afsökun-
ar. Umbótanefnd gagnrýnir andvaraleysi og afneitun í samstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn. Voru gerendur en ekki fórnarlömb, segir formaðurinn.
Ekki fórnarlömb óheillaþróunar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
telur að nefndinni „hafi tekist vel til og skili allt í senn uppbyggjandi og
gagnrýninni niðurstöðu“. Margar athyglisverðar og framsýnar tillögur til
úrbóta á vinnubrögðum og flokksstarfi komi fram í skýrslunni.
Hún segir Samfylkinguna ekki hafa verið fórnarlamb óheillaþróunar fyrir
hrun. „Við vorum gerendur sem þátttakendur í ríkisstjórn og meirihluta-
samstarfi á Alþingi og þegar litið er í baksýnisspegilinn blasir við að við
hefðum getað gert mun betur,” sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt mikil-
vægt að þjóðin væri beðin afsökunar á mistökum flokksins, enda hafi þau
reynst afdrifarík. Afsökunarbeiðnin ætti ekki að koma frá henni eða öðrum
einstaka forystumönnum heldur flokknum í heild.
Dagur B. Eggertsson varaformaður tók í sama streng í ræðu sinni og sagði
ekki hægt að einskorða ábyrgðina við fáeina einstaklinga sem hafi verið í
eldlínunni í hruninu.
DAGUR B.
EGGERTSSON
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
EGYPTALAND Þýsk kona lést eftir að
hákarl beit hana þar sem hún var
að kafa í Rauða hafinu við strend-
ur Egyptalands. Þetta kemur fram
á fréttavef BBC en fyrr í vikunni
höfðu hákarlar sært fjóra á sömu
slóðum. Tveir hákarlar voru þá
veiddir á svæðinu og lýstu yfirvöld
strendurnar öruggar.
Strandsvæðinu, Sharm el-
Sheikh, hefur nú aftur verið
lokað og leita sjávarlíffræðingar
skýringa á endurteknum árásum
hákarla á einni vinsælustu ferða-
mannaströnd Egyptalands.
- rat
Hákarl banar ferðamanni:
Hákarl banar
ferðamanni
STJÓRNMÁL Stjórnvöld eru í meg-
inatriðum tilbúin með svar til
Eftirlitsstofnunar EFTA vegna
Icesave-málsins. Frestur til að
skila svarinu rennur út á morgun.
Stjórnvöld hafa ekki óskað eftir
frekari frestun.
Drög að nýju samkomulagi um
Icesave hafa verið kynnt þing-
flokkum stjórnarandstöðunn-
ar, að því er fram kom í fréttum
Stöðvar 2 um helgina. Samkvæmt
þeim kynnti Lárus Blöndal, full-
trúi stjórnarandstöðunnar í samn-
inganefnd Íslands, framvindu
málsins fyrir
flokkunum.
Enn standa
nokkur atriði
út af borðinu í
samningavið-
ræðunum og
er unnið að því
að fækka þeim
þessa dagana.
Samkvæmt
heimildum Stöðvar 2 eru með-
altalsvextir 2,78 prósent í nýju
drögunum. Í upphaflegu samn-
ingunum voru þeir 5,5 prósent.
Drögin hafa verið kynnt fyrir
Samtökum atvinnulífsins og
forystumönnum Landsvirkjun-
ar meðal annarra. Forystumenn
úr atvinnulífinu hafi því verið
fengnir til liðs við fjármálaráðu-
neytið til að þrýsta á þingmenn
stjórnarandstöðunnar að styðja
samningsdrögin. Málið fer ekki
fyrir Alþingi fyrr en vissa er um
að mikill meirihluti þingmanna
styðji það. Þingmenn stjórnar-
andstöðunnar vilja hins vegar sjá
lokaniðurstöðu áður en ákvörðun
er tekin um stuðning. - þeb
Nýtt samkomulag og svar til Eftirlitsstofnunar EFTA tilbúið í meginatriðum:
Ný Icesave-drög verið kynnt
LÁRUS L. BLÖNDAL
DÓMSMÁL Húsgagnafyrirtæki
hefur verið sýknað af rúmlega
hálfrar milljóna króna skaða-
bótakröfu konu sem datt af kolli,
svonefndum „gíraffa“, sem hún
hafði keypt hjá fyrirtækinu.
Konan steig upp á kollinn til að
ná tilteknum húsbúnaði ofar-
lega í eldhússkáp. Hún sagði eina
löppina hafa bognað við þetta
þannig að hún hafi fallið í gólfið.
Við það úlnliðsbrotnaði hún og
þurfti að vera í gifsspelku í sex
vikur.
Aðð fengnu áliti verkfræðings
á álagsþoli „gíraffans“ taldi dóm-
urinn ósannað að kollurinn hafi
verið með galla sem leiða ætti til
bótaskyldu fyrirtækisins. - jss
Tapaði skaðabótamáli:
„Gíraffinn“ var
ekki gallaður
Ógnaði fólki með hnífi
Lögreglan handtók mann í Hafnarfirði
um helgina sem hafði ógnað fólki
með hnífi. Maðurinn var færður í
fangageymslur og yfirheyrður en ekki
fengust frekari upplýsingar um málið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Gríms-
son afhenti í gær verðlaun fyrir ratleik.
SPURNING DAGSINS
®