Fréttablaðið - 06.12.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 06.12.2010, Síða 14
14 6. desember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Í umræðum fyrir borgarstjórnarkosning-ar sl. vor var það almennt viðhorf að vel hefði verið haldið á fjármálum Reykjavík- urborgar kjörtímabilið 2006-10 og að staða borgarsjóðs væri góð. Umræður snerust því öðru fremur um hvernig tryggja ætti áframhaldandi góða fjárhagsstöðu. Nú er lögleyft hámarksútsvar 13,28% af launa- tekjum en á síðasta kjörtímabili var sú stefna mörkuð undir forystu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn að miða ekki við það hámark heldur 13,03%. Í því sambandi voru frambjóðendur oft spurðir um það í fjölmiðlum og á kosn- ingafundum sl. vor hvort nauðsynlegt yrði að hækka útsvar og aðrar álögur á Reyk- víkinga á nýju kjörtímabili. Athyglisvert er að sjá hvernig oddvit- ar stjórnmálaflokkanna svöruðu þessum spurningum í kosningabaráttunni. •Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá þeirri stefnu að útsvarsprósentan skyldi ekki hækkuð. Flokkurinn fékk fimm borg- arfulltrúa kjörna. •Vinstri græn hvikuðu ekki frá þeirri stefnu sinni að útsvarsprósentan skyldi ætíð vera í hámarki. Framboðið kom einum borgarfulltrúa að. •Samfylkingin svaraði út og suður og þar með var ljóst að flokkurinn stæði við fyrri stefnu um að útsvarsprósentan skyldi hækkuð. Flokkurinn fékk þrjá borg- arfulltrúa. •Besti flokkurinn lofaði því að hækka ekki útsvarsprósentuna og oddviti hans, Jón Gnarr, bætti um betur og var eina borgarstjóraefnið, sem sagði vafninga- laust að hann vildi beinlínis lækka hana. Flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna og var ótvíræður sigurvegari kosning- anna. Vilji kjósenda var skýr: Þeir flokk- ar, sem vildu hækka útsvarið, fengu 26% fylgi og fjóra borgarfulltrúa kjörna. Þeir flokkar, sem vildu ekki hækka útsvarið fengu 68% fylgi og ellefu fulltrúa kjörna. Það tók borgarfulltrúa Samfylkingar- innar aðeins nokkra mánuði að heilaþvo óreynt borgarstjórnarlið Besta flokksins og sannfæra það um að bráðnauðsynlegt væri að færa meira fé frá fólkinu til Kerf- isins. Meirihluti þessara flokka hefur nú samþykkt hækkun útsvarsprósentunnar og þannig brotið vilja mikils meirihluta Reykvíkinga á bak aftur. Vinstri meiri- hlutinn í Reykjavík lítur greinilega á skattgreiðendur sem auðlind, er nýta eigi til hins ýtrasta. Borgarbúar vilja ekki hærri skatta Borgarmál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins S kýrslur bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks komst yfir og íslenzkir fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga, eru um margt áhugaverðar þótt þar séu ekki upp- ljóstranir sem skekja samfélagið. Skýrslurnar veita fyrst og fremst innsýn í hvernig utanríkisþjónusta stórveldis vinnur og á köflum er fróðlegt að skoða hvernig mat starfsmenn sendiráðsins leggja á menn og málefni á Íslandi. Vinnubrögðin eru ekki frábrugðin því sem gerist annars staðar; íslenzkir sendimenn erlendis senda heim svipaðar skýrslur um stjórnmálaástand og sam- ræður sínar við áhrifamenn í löndum þar sem þeir starfa. Hins vegar eru þessi skrif ekki ætluð fyrir almenningssjónir fyrr en eftir einhverja áratugi. Þess vegna er birting gagnanna nú vandræðaleg fyrir bandarísk stjórnvöld. Þeir sem ræða við erlenda sendimenn hljóta líka að hugsa sinn gang, nú þegar orðið er algengara en áður að slík gögn leki út. Rifja má upp þegar norsk- ir fjölmiðlar birtu upplýsingar úr frásögn norska sendiherrans á Íslandi af fundi með forseta Íslands með erlendum sendimönnum skömmu eftir hrun, þar sem hann dembdi sér yfir Breta og ýjaði að því að réttast væri að bjóða Rússum herstöð á Íslandi. Líklega er gott að hafa í huga það sem Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, sagði í Ríkisútvarpinu um helgina, að í samtölum við erlenda sendimenn eigi menn ekki að segja meira en þeir treysta sér til að standa við opinberlega. Í gögnunum eru hins vegar líka upplýsingar, sem íslenzk stjórn- völd hljóta að þurfa að bregðast við. Þar ber hæst grunsemdir banda- rískra sendimanna um að Kínverjar stundi iðnnjósnir hér á landi, sem Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn. Í skýrslum þeirra er meðal annars fullyrt að iðnnjósnirnar beinist að fyrirtækjum á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna. Þetta kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Það er á margra vitorði að Kínverjar stunda umfangsmiklar iðnnjósnir í vestrænum ríkjum og heilu iðngreinarnar í Kína byggjast á stuldi á viðskiptaleyndar- málum. Íslenzk fyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu á sumum sviðum, til dæmis Íslenzk erfðagreining. Það þarf því heldur ekki að koma á óvart að Kínverjar sýni slíku fyrirtæki áhuga, þótt auðvitað sé ekkert sannað um að þeir hafi njósnað um það. Sú spurning vaknar eðlilega hvað íslenzk stjórnvöld ætli að gera í málinu og hvernig þau hyggist vernda hagsmuni íslenzkra fyrir- tækja. Krafa Íslenzkrar erfðagreiningar um athugun lögreglu er sjálfsögð og eðlileg. En hvernig er lögreglan í stakk búin að fylgjast með útlendingum sem kunna að vilja stela leyndarmálum íslenzkra fyrirtækja? Hvaða heimildir hefur hún til eftirlits með þeim? Svör þeirra tveggja ráðherra sem hafa tjáð sig um málið, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurar Skarphéðinssonar, benda til að þeir taki það ekki mjög alvarlega. Kannski er það til merkis um að það sé rétt mat hjá bandarískum sendimönnum að Íslendingar séu fremur áhugalausir um að taka ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Grunsemdir um iðnnjósnir á að taka alvarlega. Hver verða viðbrögðin? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Áttu pening? Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, finnst lítið koma til fréttaflutnings af fyrirspurn þeirri um farareyri fyrir utanríkismálanefnd Alþingi fyrir ferð vestur um haf sem hann sendi bandaríska sendiráð- inu í nóvember í fyrra og lekasíðan Wikileaks hefur undir höndum. Bjarni segir á Facebook-síðu sinni markmið ferðarinnar tvíþætt, að koma á fram- færi miklum vonbrigðum og gagnrýni vegna áhrifa Breta og Hollendinga á Alþjóðagjaldeyrssjóðinn í tengslum við endurskoðun efnahags áætlunar sjóðs- ins og Íslands og að efla samskipti Bandaríkjanna og Íslands eftir brotthvarf varnarliðs- ins. Skjótum sendiboðann Bjarna finnst óskiljanlegt hvernig gera megi fréttamat um beiðni um farareyri utanríkismálanefndar, sem hafi takmarkaðar fjárheimildir til utanferða. „Getur verið að samskipti Íslands og Bandaríkjanna séu komin á þetta stig, eða hefur málið ef til vill bara með viðkomandi starfsmann sendiráðsins að gera?“ spyr hann. Ég líka! Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur verið í sambandi við bandaríska sendiráðið. Hannes segir frá því í pistli sínum á Pressunni að hann hafi snætt hádegisverð með Carol van Voorst sendiherra og kvöldverð í tvígang með Neil Klopfenstein, stjórnmálafulltrúa sendiráðsins. Bandarískt hvítvín hafi verið reitt fram með hádegisverði Voorst eitt skiptið, en hann því miður ekki getað drukkið nema eitt glas því hann hafi þurft að sinna brýnum erindum síðdegis. „Fróðlegt væri að lesa skýrslu um samtalið, ef skrifuð hefur verið,“ skrifar Hannes um hádegisverðinn og bætir við að sömuleiðis væri fróðlegt að lesa um kvöldverðina með Klopfen- stein. Hvorugt hefur hann séð á prenti. jonab@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.