Sameiningin - 01.08.1887, Qupperneq 4
að sjá svo um að ungmennin festist einmitt í sunnud. skólanum
ineð fermingunni. það þarf að skoða fermingarspursmálið vand-
Icga í öllum vorum söfnuðum, og þessi kirkjufélagsfundr vor
ætti meðal annars að gefa almenningi safnaðanna sterka hvöt til
að halda því á lofti.—Fjársamskot í sunnud.skólunum þeim
sjálfum til styrktar liafa hvergi komizt á þar sem þau voru
ekki í fyrra, og það er afsakanlegt fremr en flest annað, sök-
um peningaleysis hjá almenningi út til sveita á þessum síðustu
tímuin.
Að því er prestmál kirkjufélagsins snertir, þá eru enn.
í félaginu að eins þessir tveir prestar, sem voru í fyrra. En gjörð
hefir þó á ári þessu verið tilraun til þess að bœta úr presta-
skorti vorum. Fyrir tillögur uiínar sendu söfnuðurnir í Ar-
gyle-nýlendunni hér vestr í fylkinu einum inikilsmetnum
presti á íslandi, prófasti séra Magnúsi Andréssyni á Gilsbakkka,
köllunarbréf um nýársleytið. Hafði hann getið þess í bréfi til mín,
að hann væri eigi ófús á að koma hingað yfir um og starfa
fyrir kirkju vora hér. Og því hvatti eg þessa söfnuði til að
biðja hanu um að gjörast prestr sinn, og lofuðu þeir honum
ákveðnum launurn. En því miðr voru ástœður hans svo, þá er
hann við kornu köllunarbréfsins fór að virða þær vandlega
fyrir sér, að hann sá sér eigi fœrt að rífa sig upp að heiman.
—Að því er prestmál safnaðanna í Nýja íslandi snertir, sem
ársfundrinn í fyrra út af áskoran til hans frá þeirn söfnuðum
fói formanni á hendr, þá reit eg í fyrra suniar forstöðumanni
prestaskólans í Reykjavík, séra Helga Hálfdanarsyni, og bað
hann í mínu nafni og kirkjufélags vors að reyna tií að út-
vega oss lieima á Islandi hœfan mann, helzt ungan og einhleyp-
an, til þess að koma vestr og takast á hendr prestskap fyrir
Ný-Islendinga gegn ákveðnum árslaunum, sem söfnuðir þeirra
höfðu skuldbundið sig til að veita presti þeim, er þeim kynni
að verða ráðinn. Síðar fól eg öðrum manni heima, séra Jens
Pálssyni að Utskálum, þetta sama á hendr í sambandi við séra
Helga. Og fékk eg frá þeim báðum loforð um að þeir skyldi
í þessu efni gjöra það, sem þeim væri unnt, en þess var þó um
leið getið, að naumast myndi á þessu ári nokkurt prestsefni að
fá Ný-Islendingum til handa, og líklega ekki fyr en á næsta
sumri, þá er þeir, sem þá eiga að ljúka sér af á prestaskólanum,