Sameiningin - 01.08.1887, Qupperneq 5
—69
væri út skrifaðir. En í vor kom tilboð frá presti einum á ís-
landi, séra Magnúsi Skaftasen, til Ný-íslendinga um að koma
til þeirra í sumar og takast prestskap á hendr fyrir þá, og lét
bróðir hans, sem á heima hér í landi, mig vita um þetta og
beiddist jafnframt álits míns því viðvíkjandi. Eg gaf það svar,
að ef séra Magnús hefði hug á að koma í þessu skyni vestr,
þá skyldi hann snúa sér til áðr nefndra manna á íslandi, sem
urnboð hefði frá mér til þess að ráða Ný-Islendingum prest, og
myndi þeir þá ráða hann, ef þeir hefði eigi ráðið annan mann áðr,
svo framarlega sem þeir teldi þennan prest hafa þá eigirdeg-
leika, sem eg frá upphali liafði tekið fram við þá að sá þyrfti
að hafa, er þetta starf væri á hendr falið, og slíkri ráðning yrði
þá eigi haggað af kirkjufélaginu. Seinna fékk eg bréf frá
séra Magnúsi Skaftasen sjálfum urn það að hann lrugsaði til
vestrfarar, og Ný-íslendingar létu mig líka vita, að þeir vildi
sæta tilboði lians. Ef þeir séra Helgi hafa eigi verið búnir að
útvega neinn prest áðr en séra Magnús sneri sér til þeirra, sem
eg vona að hann lrafi gjört samlcvæmt fyrirmælum mínum, og
þeir hafa haft þá skoðan á lionum, að hann væri slíkr maðr
sem hér þyrfti á að lialda, þá býst eg við að lrann komi í sum-
ar, og má þá álítast ráðinn af mér í kirkjufélagsins nafni sem
jrrestr í Nýja Islandi.
Hr. Steingrímr Níels þorlálcsson, sem um nokkur ár liefir
stundað guðfrœði við liásltólann í Kristjaníu í Norvegi og áðr
tekið stúdentspróf við Luth.er (Jollege í Decorah suðrí Bandaríkj-
um, er á þessu surnri væntanlegr vestr um haf til að takast prest-
skap á hendr fyrir íslenzku nýlenduna umhverfis Minneota í
Minnesota, samkvæmt lcöllun, er fóllc þar sendi honum rétt
fyrir ársfund í fyrra. Séra Friðrilc Bergmann hefir með ferð
sinni þangað suðr fyrir skömmu komið því til leiðar, að hr.
Steingrími verðr unnt að komast vestr, og á hann mikla þölclc
skilið fyrir allt það, sem hann hefir lagt í sölurnar
fyrir þetta mál. þegar þessi nýlenda hefir fengið íslenzlcan
prest, er vonanda að söfnuðirnir þar fáist loksins til að ganga
í kirkjuféJagskap vorn.
Slcýrsla um fjárhag kirkjublaðs vors „Sameiningar-
innar“ verðr lögð fyrir fundinn. Af 1. árgangi blaðsins var
prentað 1000 expl. Með byrjun 2. árgangs var byrjað að gefaþað