Sameiningin - 01.08.1887, Side 17
—81—
Nefndin, er út nefnd var í kirkjuagamálinu, lagSi fram
álit sitt. Framsögumaðr Friðjón Friðriksson las það upp á þessa
leið:
„Tillaga vor er sú, að söfnuðirnir í kirkjufélaginu taki inn
í safnaðarlög sín svo látandi fyrirmæli um kirkjuaga :
Brjóti einhver lög safnaðarins eða óvirði söfnuðinn með
breytni sinni, skal safnaðarráðið áminna hann á bróðurlegan
hátt, samkvæmt guðs orði; láti hinn kærði ekki skipast við
ítrekaðar áminningar, skal málið lagt fyrir almennan safnaðar-
fund; ef hann þá ekki lætr sér segjast við áminningar þess fund-
ar, só hann rækr úr söfnuðinum, ef fimm sjöttu hlutar atlcvæðis-
bærra safnaðarlima á fundinum finna hann sekan oo- jrreiða at-
kvæði með útrekstri hans. Kannist hann við brotið og bœti
ráð sitt, þá má þó aftr taka hann í söfnuðinn“.
Fr. Friðriksson. þ. G. Jónsson. S. J. Jóhannnesson.
Eftir ýmsar umroeður með og móti þessu máli stakk M.
Pálsson upp á því, að í staðinn fyrir nefndarálitinu komi:
„TV‘- Borið undir atkvæði og fellt með meira hluta atkvæða.
Eftir nokkrar umrœður kom tillaga fram og var samþykkt
um að umrœðum væri hætt í málinu. Yar frumvarpið þá
borið undir atkvæði og fellt. En samt sem áðr lá kirkjuaga-
málið enn fyrir fundinum.
E. H. Bergmann gjörði þá uppástungu, að málinu væri
frestað til næsta dags, og var það samþykkt.
þá var tekið fyrir aukalagamálið.
Samkvæmt fyrirspurn forseta ákvarðaði fundrinn með
atkvæðagreiðslu, að grundvallarlaganefndin, sem kosiu var
á síðasta kirkjufélagsfundi hefði enn þá ekki að öllu leyti af
lokið ætlunarverki því, sem henni var á hendr falið, og álit-
ist hún því enn þá standandi nefnd í þeim málum, sern hún ekki
hefði enn leyst af hendi, og var aukalagamálinu því vísað til
þeirrar nefndar.
E. H. Bergmann stakk upp á: „Fundrinn þakki nefnd-
inni fyrir störf þau, er hún hefir svo ágætlega leyst af hendi,
með því að standa á fœtr.“ Samþykkt í einu hljóði.
M. Pálsson stakk upp á því að 3 manna nefnd væri kos-
in til að íhuga, hverjar breytingar á grundvallarlögunum væri
nú þegar löggildar. Samþykkt. Forseti út nefndi þessa menn
í nefnd: Vilhelm Pálsson, Jakob Líndal og Ólaf Ólafsson.