Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Síða 19

Sameiningin - 01.08.1887, Síða 19
—83— þá var tekiS i'yrir hiS 7. ínál á dagskrá: bindindismáliS. Séra Jón Bjarnason flutti þaS inn á fund, og gjörSi þá- uppástungu : „Kirkjuþingið lýsir því yfir, að það sé samkykkt ályktun- um þeim um bindindismál, sem gjörðar voru í einu hljóði á ársfundinum í fyrra.“ Nafnakalls var óskað í þessu máli og sögðu þessir „já“: séra Jón Bjarnason, Jakob Líndal, Ólafr Ólafsson, Hallgrímr Gísla- son, þorlákr Jónsson, Pálmi ILjálmarsson, Guðmundr Jónsson, Jón Jónsson, Sigurðr Jóhannesson, Yilhelm Pálsson, M. Pálsson, Stefán Gunnarsson, FriSjón Friðriksson, Jón Ólafsson, Magnús Jónasson. En þeir E. H. Bergmann, Jakob Eyfjörð, Friðbjórn Björnsson, þorsteinn Jóhannesson, Friðrik Jóhannesson, Matúsa- lein Ólason, Haraldr Pétrsson, Árni Friðriksson og Jónas Stef- ánss’on greiddu ekki atkvæði. þorgrímr Jónsson var ekki við staddr ; hafði hann sam- kvæmt leyfi forseta gengiS af fundi nokkru áðr en atkvæða- greiðslan fór fram. Kl. 1 var fundi frestað til kl. 4 e. m. Fundr kom saman á til teknum tíma. Allir við staddir. Málið um ávarp til utanþjóðkirkjumanna á íslandi var tekiS til umrœðu. Vilhelm Pálsson íiutti það inn á fund, og eftir að hafa skýrt máliS gjörSi hann eftir fylgjandi uppástungu, er hann œskti eftir að þingið samþykkti sem hið áminnzta ávarp: „þar eS kirkjuþingiS álítr, aS aðskilnaSr ríkis og kirkju á Islandi myndi verða til eflingar kristilegu trúarlífi þar, og þar eð það enn fremr álítr, aS slíkr aðskilnaðr myndi ekki skerða hagsmuni hinnar íslenzku þjóðar yfir höfuð, þá lætr það hér meS í Ijósi ánregju sína yfir þeim tilraunum, sem utanþjóð- kirkjumenn í ReyðarfirSi á Austrlandi hafa gjört í þá stefnu, samgleðst þeim af því, sem þeim þegar hefir orðiS ágengt og óskar þeim og kirkjumálum þeirra blessunarríkrar framtíðar.” BoriS undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. þá kom næst til utiirœðu álit nefndarinnar í helgidaga- haldsmálinu. Framsögumaðr nefndarinnar Ólafr Ólafsson las það upp þannig:

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.