Sameiningin - 01.08.1887, Síða 20
-84—
„Herra t'orseti!
Nefnd sú, er þér ioluð á hendr aS íhuga máiið um helgi-
dagahald, ræðr kirkjuþinginu virðingarfyllst til að aðhyllast eftir
fyigjandi tillögur :
I. Með helgidagahald verða söfnuðirnir að haga sér eftir
fyrirmælum hinna borgaralegu laga.
II. Auk hinna lögboðnu helgidaga ráðum vér kirkjuþing-
inu ti) að álíta eftir fylgjandi daga sem helgi- eða messudaga:
I. jóladag, 2. dag í hinum 8 stórhátíðum, skírdag, föstudaginn
langa og uppstigningardag, þó svo, að hverjum söfnuði sé heirn-
ilt að gjöra þær ákvarðanir, sem honum þykir bezt við eiga.
III. þó skoðar elcki kirkjuþingið daga þá, sem nefndir eru
í II., nema 1. jóladag, hvíldardaga á sama hátt og hina lög-
boðnu helgidaga, nema meðan guðsþjónustugjörð fer fram í söfn-
uðinum. Annars skal hverjum manni heimilt að verja dögum
þessum samkvæmt sannfœring sinni, svo framarlega að hann
ekki hneyksli sína samkristnu brœðr."
Fr. J. Bergmann. Ólafr Ólafsson. Fr. Friðriksson.
Séra Jón Bjarnason stakk upp á að nema burt: „eða messu-“,
þar sem það kemr fyrir í frumvarpiuu, en bœta inn í það: „og
þriðja" áeftir „annan“ (íhinum þremr stórhátíðum), hvort tveggja
í II.
Guðmundr Jónsson stakk upp á, að í staðinn fyrir „messu-
daga“ komi: „bœnadaga“. Borið upp og fellt.
Fyrra atriði í breytingaruppást. séra Jóns Bjarnasonar var
borið undir atkvæði og fellt.
Nafnakails var óskað af 2þingmönnum við seinnalið breyt-
ingaruppástungu séra Jóns Bjarnasonar um að bœta inn í II.
gr. frumvarpsins á sínum stað orðunum:’„og þriðja“.
„Já“ sögðu : séra Jón Bjarnason, Friðbjörn Björnsson, Vilhelm
Pálsson, þorsteinn Jóhannesson, Sigurðr J. Jóhannesson.
„Nei“ sögðu: Jakob Líndal, Ólafr Ólafsson, E. H. Bergmann,
Jakob Ej'fjörð, Hallgrítnr Gíslason, þorlákr Jónsson, Friðrik Jó-
hannesson, Magnús Pálsson, Matúsalem Ólason, PálmiHjálmarsson,
Haraldr Pétrsson, JónJónsson, Arni Friðriksson, Stefán Gunn-
arsson, Friðjón Friðriksson, Jón Ólafsson, Jónas Stefánsson,
Magnús Jónasson, þorgrímr Jónsson, Guðmundr Jónsson.
Fundi slitið kl. 6 e m.