Sameiningin - 01.08.1887, Page 22
—86—
Jóhannesson stakk upp á því, aö barnauppeldismálinu væri
frestað til næsta kirkjuþings. Stutt af Magnúsi Jónassyni, bor-
ið undir atkvæði og samþykkt.
þá kom fram nefnd sú, er sett var til að yfir líta reikn-
ino'a „Sameiningarinnar". Framsögumaðr hennar, Sigurðr Jó-
hannesson, lagði fram álit nefndarinnar, ásamt ytirskoðuðum
reikningum „Sam.“ á þessa leið:
„Yér, sem kjörnir vorum í nefnd til að endrskoða reikn-
inga „Sameiningarinnar“, höfurn rannsakað reikninga þá, sem
fyrir oss voru lagðir, og þar eð vér fundum ekkert athugavert við
þá, vottum vér hér með, að vér álítum, að þeir sé rétt fœrðir."
S. J. Jóhannesson. Jón Jónsson. St. Gunnarsson.
Saman dregið yfirlit yfir útgjöld og tekjur 1. árgangs af
kirkjublaðinu „Sameiningin“ ÍÍ4. Júní 1887.
ÚTGJÖLD:
Borgað fyrir prentun á 1. árgangi, 12 númerum, $ 35 00
fyrir hvert (upplag 1000 eintök) $ 420 00
Buröargjald á blaöið og bréf 15 37
Smávegis-kostnaðr 4 95
Skaði á útgáfu á ,,sýnishorni“ af blaðirm 9 77
Afföll á ávísunum 79
------- $ 450 88
Mismunr á útgjöldum og tekjum 271 97
TEKJUR :
$ 722 S5
Borgun upp í 1. árgang ,,Sameiningarinnar“,
komin í hendr útgáfunefnd blaðsins 593 95
Skuldir kaupanda við blaðið fyrir 1. árgang 128 90
------ $ 722 85
Eftir að nefndarálit þetta hafði verið rœtt var það samkvæmt
tillögu M. Pálssonar samþylckt óbreytt.
E. H. Bergmann gjörði svo látandi uppástungu, studda af
Friðjóni Friðrikssyni :
„Með því kirkjuþingið viðrkennir alla þá alúð, sem rit-
stjori „Sameiningarinnar" hefir lagt við starf sitt bæði við rit-
stjórn ogútgáfu blaðsins frá því blaöið fyrstkom út til þessa dags,
og með því hagr blaðsins stendr all-vel,þá finnr kirkjuþingið sér
skylt að votta honum virðingarfyllst þakklæti sitt fyrir erviði
hans og áhyggjur í þarfir blaðsins, á þann hátt að íehirðir greiði
honum $100 úr sjóði þess.“ Borið undir atkvæði og samþykkt
í einu liljóði.