Sameiningin - 01.08.1887, Síða 25
—89—
„Yér, sem kjörnir vorum í nefnd til að endrskoða reikninga
kirkjufélagsins, höfum rannsakað reikninga þá, sem fyrir oss
voru lagðir, og þar eð vér fundum ekkert athugavert við þá,
vottum vér hér með, að vér álítum, að þeir sé rétt fœrðir."
S. J. Jóhanneson. Jón Jónsson. St. Gunnarsson.
Eftir reikningi féhirðis voru í sjóði $59.56.
Samþykkt óbreytt ásamt reikningum félagsins.
ML. Pálsson stakk upp á, að kirkjufélagið kaupi hók handa
féhirði, til að rita í reikninga félagsins. Samþykkt.
E. H. Bergmann gjörði þá uppástungu: „Kirkjufélags-
stjórnin láti hveru söfnuð vita, hvað œskilegt sé að hann greiði
í félagssjóð eítir tölu fermdra.“
Samþykkt með meira hluta atkvæða.
Séra Jón Bjarnason, framsögumaðr nefndarinnar í sunnu-
dagsskólamálinu, skýrði frá áliti nefndarinnar á því máli, og
lagði fram spurningar viövíkjandi sunnudagsskólum, svo hljóð-
andi:
„1. Er sd.skóli haldinn í söfnuði ?
2. Ef ekki, hefir þá nokkuð verið gjört til að fullnœgja
2. atriði í ályktunum þeirn sunnudagsskólamálinu viðvíkjandi,
sem teknar voru á kirkjufélagsársfundi 1886 ?
3. Hve nær byrjaði sá sd.skóli fyrst ?
4. Hefir honum stöðugt verið haldið uppi síðan ?
5. Ef ekki, á hvaða tímabili hefir verið skólahlé ?
6. Hefir hann verið haldinn áhverjumsunnudegi síðastlið-
inn ársfjórðung ?
7. Ef nokkrir sunnudagar hafa fallið úr, þá hve margir ?
8. Hve margir gengið á sd.skólann að meðaltali hina 3
síðast liðnu mánuði ?
9. Hve margir, þegar flest hefir verið ?
10. Hve margir, þegar fæst hefir verið ?
11. Hve margir alls einhvern tíma á þessu tímabili gengið
á skólann ?
12. Hve margir þeirra, er inn ritaðir voru á skólann við
lolc ársíjórungsins, hafa komið hvern sunnudag ?
13. Hve margir fermdir á skólanum ?
14. Hve margir ófermdir ?
15. Hve margir yfir tvítugt ?