Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1887, Qupperneq 27

Sameiningin - 01.08.1887, Qupperneq 27
—91— E. H, Bergmann stakk upp á, að tilboS þessi væri lögS á borSiS þar til í fundarlok. Samþykkt. M. Pálsson gjörSi svo látandi uppástungu: „Einum Dakota-manni sé bœtt viS í hina standandi nefnd, og svo vinni nefndin í tvennu lagi þaS, sem fyrir liggr, til þess aS spara kirkjufélaginu kostnaS.“ Samþykkt. Stefán Gunnarsson stakk upp á, aS þorlákr Jónson sé kos- inn í hina standandi nefnd. Samþykkt. Séra Fr. J. Bergmann stakk upp á, aS nú verandi ernbætt- ismenn kirkjufélagsins sé endrkosnir fyrir hið næsta ár, nefni- lega: séra Jón Bjarnason forseti, Jakob Líndal skrifari og Arni FriSriksson féhirðir. Samþykkt. M. Pálsson staklc upp á, aS hinir sömu varaembættis- menn, sem veriS hafa, aS varatehirSi undan skildum, væri endr- lcosnir, nefnilega: séra Fr. J. Bergmann varaforseti og Fi'iS- jón FriSriksson varaskrifari. Samþykkt. E. H. Bergmann stakk upp á, að Jón Jónsson í Pembina sé kosinn varaféhirSir í staS SigurSar Mýrdals, er burt var fiuttr. Samþylckt. Séra Fr. J. Bergmann stakk upp á, að séra Jón Bjarnason, Magnús Pálsson, Páll Bardal og Friðjón Friðriksson væri endr- kosnir í útgáfunefnd „Sameiningarinnar". E. H. Bergmann stakk upp á, að*í staðinn fyrir Friðjón Friðriksson kœmi Sigurðr J. Jóhannesson í útgáfunefndina. Stutt af Friðjóni Friðrikssyni. Samþykkt. Var þá uppástunga séra Fr. J. Bergmanns með á orðinni breyting borin undir atkvæði og samþykkt í einu hljóSi. Árni FriSriksson stakk upp á, aS sóra Fr. J Bergmann væri kosinn í útgáfunefnd „Sameiningarinnar" í stað Baldvins L. Baldvinssonar. Samþykkt í einu hljóSi. þá voru tilboðin um ársfundarhald lögð fyrir fundinn. E. H. Bergmann gjörði þá uppástungu, að forseti kirkjufé- lagsins, sóra Jón Bjarnason, á kvæði, hvar næsta kirkjuþing skyldi haldið. Séra Jón Bjarnason gjörði þá breytingaruppástungu, að erinilsrekar safnaSa þeirra, er tilboSið hefði gjört, gengi afsíð- is og kœmi sér saman um fundarstaðinn. Samþykkt.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.