Sameiningin - 01.08.1887, Side 30
—94—
sem nú er orðiS trúarsannfœring hans, stendr sein kennimaðr
þjóðkirkjunnar, siglir undir í'ölsku flaggi. Maðr með það álit
á kirkjunni og kenning hennar, er kemr fram í bréfkaflanum,
ætti ekki eitt augnablik lengr að geta verið prestr í þeirri
sömu kirkju, því sá, sem hneykslast á efninu í barnalærdómi
kirkju vorrar, eins og hann gjörir (menn lesi bréfkaflann til
þess að sannfœrast um það), hvernig má hann nema sem hrœsn-
ari halda þessum barnalærdómi fram fyrir ungum og gömlum
í söfnuðum þeim, er hann á að veita forstöðu ? þetta er dilkr-
inn, sem það hefði dregið eftir sig, ef ritstjóri „Fjallk.“ hefði
nafngreint höfund bréfkaflans, eiida hefir það eflaust vakað fyrir
ritstjóranum, þar sem hann segir, að það sé víst b ezt að sleppa
því algjörlega, liver höfundrinn sé.
það er ekki til neins fyrir höfund bréfkaflans að vera að
klóra yfir þaö, sem hann heflr sagt á móti hinurn kristilega
barnalærdómi kirkju vorrar. það stendr svart á hvítu. Hann
heflr látið það út úr sér, sem skýlaust sýnir, að hann hefir
megna óbeit á þeim froeðum kirkjunnar, er hann sem prestr
hefir skuldbundið sig til að kenna og þá líklega líka kennir.
Hefði hann, eins og hann nú vill koma mönnum til að trúa,
að eins verið að finna að ýmsu í „skipan kirkjulegra málefna“,
niðrskipan kristindómskenningarinnar í barnalærdómskverum
vorum, seremoníum kirkjunnar o. s. frv., þá var ekkert um að
tala, og sízt myndi oss hafa komið til hugar að með því væri
kristindóminum gefið olnbogaskot. Og meira að segja: Honum
var eins og hverjum öðruai inanni heimilt að sýna fratn á, að
kenning kirkju vorrar væri kristindórninum, það er að segja :
guðs orði heilagrar ritningar, andstœð í tieiri eða færri atrið-
uin, heitnilt að segja, að það, sem kirkja vor í hinum opinberu
játningarritum sínum heldr fram sem kristindómi, væri ekki
kristindómr, heimilt enn fremr að segja. ef það var hans sann-
fœring, að kristindómrinn, biblíunnar eigin kristindómr, væri
sambland af sannleik og lygi, eins og vitanlega eigi fáir á Islandi
og annars wtaðar halda fram ; eu þá átti hann að þora að koma
í ljós og segja til nafns síns og auðvitað þá um leið hætta að
vera kennari í hinni lútersku kirkju. En til þess þurfti hug
og alvöru. Til þess þurfti sannan drengskap. „Sá er drengr>
sem við gengr“, segir máltœkið ; en sérstaklega sýnir það sann-