Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 1
Mdnað'arrit tit stuffnings Jdrkju og kristindómi íslendinga, gefiff út af hinu ev. lút. Jdrkjufélagi Isl. i Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 2. árg. WINNIPEG, OKTÖBER, Nr 8. 1887. (Framhald frá nr. 7 og niðrlag). þetta viörkennanú allirhinir kristnu söfnuöir þjóöar vorrar, sem á fót eru komnir í þessu landi, hátíðlega með einum munni, því meginatriðið í grundvallarlögum hvers uin sig er einmitt þetta, að hið opinberaða orð lieilagrar ritningar sé reglan og mælisnúran, sem allir eigi eftir að fara með tilliti til trúar, kenningar og lífernis. Og vér höfum mótmælalaust allir byrjað hið íslenzka kirkjufélag vort með þessu sama atriði sem ófrá- víkjanlegri undirstöðu í allri vorci kirkjulegri vinnu. Eg minni mig og yðr alla, kæru og hátt virtu trúarbrœðr, á þetta nú áðr en vér sameiginlega tökum til starfa á þessum ársfundi hins unga og veika kirkjufélags vors, sem nú er fyrir hendi. Allr vor styrkr og öll vor framtíðarvon liggr í þessu, að vér höf- um guðs orð hjá oss til þess að vísa oss á þann veg fyrir kirkju vora og hverja einsta-ka sál, þar sem frelsarinn áreiðan- lega verðr með þeim, er hann þræða. Vér erum farnir, og hinn kirkjulegi félagsskapr vor leysist upp og verðr að engu, svo framarlega sem vór missum sjónar á skýstólpa guðs orðs, eða, þó vér sjáum hann, hverfum burtu frá honum. Hinn kirkju- legi hópr vor er ofrlítil eftirmynd af herflokki Israelsmanna á flótta þeirra burtu úr Egyptalandi. Hóprinn hefir myndazt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.