Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 9
— 121 frelsarinn skýrskotar máli sínu til hinna helgu höfunda gamla testamentisins einmitt með þessum formála. Höfundr Barnabas- ar-bréfsins skoSar þannig guSspjöllin eins fulllcomin heimildarrit eins og gamla testamentið. I bréfi þessu finnast einnig drækar hendingar til Jdhannesar guSspjalls og flestra bréfa Páls. þá viljum vér nefna Ignatius, hinn nafnfræga hiskup í Antíokía, til sögunnar. Hann leiS píslarvættisdauSa í IVima- borg, þegar Trajan var keisari, sem lét handsama hann og flytja þangaö í því skyni. A leiS sinni frá Antíokía til Rómaborgar ritaöi hann sjö bréf til hinna ýmsu kristnu safnaða. þau eru í seinasta lagi skrifuð árið 115, og eru þd margir, sem álíta, að þau sé samin sjö árum áðr (107). I bréfi sínu til safnaðarins í Róma- borg, sem hann sendir á undan sér, segir hann í 6. kap.: „Hvað gagnar það manninum, þótt hann ynni allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni“. Saman ber Matt. 16, 26.—I bréfinu til safn- aðarinsí Smyrnasegir hann, að Jóhannes skírari hafiskírt Jesúm „t i 1 þ e s s a 111 r é 111 æ t i m æ 11 i fullkomnast á h o n- u m“. Saman ber Matt. 3, 15.—I 7. kap. í bréfinu til Rómverja kemst hann svo að orði: „Guðs brauð vil eg, himna brauð, lífsins brauð, sem er Jesú Krists, guðs sonar hold. .....; og guðs drykk vil eg, hans blóð, sem er óvisnanlegr kærleikr og eilíft líf“. Sam- an ber Jóh. 6, 41 ; „Eg em það brauð, sem kom niðr af himni; 6, 48 : „Eg em lífsins brauð;“ 6, 51:„ og það brauð, sem eg mun gefa, er mitt hold“; 6, 54 : „Hver sem etr mitt hold og drekkr mitt blóð, sá hefir eilíft líf“.—Enn segir Ignatius í bréfinu til safnað- arins í Fíladelfía í 7. kap.: „því þó nokkrir vilji freista mín eftir lioldinu, þá vill andinn, sem er frá guði, ekki freistast; því hann veit, hvaðan hann kemr og hvert hann fer, og hegnir þvr, sem í leyndum er framið“. Saman ber viðtal Jesvr við Nikodemus (Jóh. 3, 6-8): „það, sem af holdi er frett, það er hold, og það, sem af andanum er fœtt, það er andi..........Yindrinn blæs, þar sem hann vill, og þú heyrir hans þyt, en ekki veiztu, hvaðan hann kenrr eða hvert hann fer; eins er því varið með hvern þann, sem af andanum er freddr."—Af þessum tilvitnunum sést nú fyrst og fremst það, að Ignatius hefir sjálfr verið gagnkunnugr guðspjöllunum og viðrkennt áreiðanlegleik þeirra; þar næst það, að lrann hefir vitað til þess, að hinir ýmsu söfnuðir, er hann stýl- aði bréf sín til, viðrkenndu guðspjöllin sem áreiðanleg heimild-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.