Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 3
115—
kirkjunni og fyrir utan kirkjuna sér slcýstólpann ganga á und-
an kirkju drottins eða fylgjast með henni, hvar sern hún er
stödd í eyðimörkinni, og samt er grátlegt heiðindómsmyrkr á
vegum hvorra tveggja, og það er eins og þeir haíi engan leið-
arvísi til þess að komast til drottins og vera hjá honum, eins
og þeir viti ekki af því, að frelsarinn er til. Hvað veldr þessu ?
Ekkert annað getr valdið því en það, að allir þessir, er svona er
ástatt fyrir, standa í sömu sporum eins og Egyptar, en ekki í
sporum Israelsmanna, þá er þeir höfðu skýstólpann, sem guð
opinberaðist í, á milli sín, þar sem þeir voru staddir við strönd
Rauöa hafsins forðum. það heíir lengi verið sagt, að það mætti
skoða sama hlutinn frá tveiin hliðum, og að skoðan hinna gagn-
stœðu hliða leiddi til alveg ólíkrar niðrstöðu. þetta er satt, og
einnig satt, þá er um kristindómsopinberanina er að rœða. það
er til dimm hlið á guðs orði, eins víst og það hefir sína björtu
blið. það hefir sína dauða-hlið, eins víst og það hefir sína lífs-
ins hlið, því drottinn lífs og dauða er í þessu orði, og hann
kernr ávallt, ef eg má leyfa mér að orða það á mannlegan hátt
með lífið í annarri hendinni og dauðann í hinni. Yðr þylcir þetta,
ef til vill, nokkuð djarflega til orða tekið. En eg skal fljótt fœra
sönnur á mál mitt. Eg hefi annars þegar gjört það, þar sem
egjminntist á Faraó og þau áhrif, sem opinberan guðdómsins
hafði á hann. Guðs orð kemr til hans; hinn frelsandi kær-
leikr guðs birtist honum. Hann svo gott sem sá frelsarann
fyrir framan sig, en af því hann vildi ekki beygja sinn rang-
lætisvilja, vildi ekki láta klakann í hjarta sínu bráðna, þá
magnaðist hann í illskunni. Hann forherðist í stað þess að
mýkjast við hina guðlegu opinberan.—Jesús sitr að kvöld-
máltíðarborðinu með sínum lærisveinum, og Júdas er þar einn-
ig með. Hann réttir bita að Júdasi; bitinn átti að minna þann,
er hann var réttr, á kærleik þess, er hann rétti. það var tákn
hins endrleysanda kærleiks frelsarans þessum lærisveini til
handa. En, segir hin raunalega saga guðspjallamannsins, „eftir
þann bita fór Satan í hann“ (Jóh. 13, 27). Hann forhertist við
þetta clskumerki. Hann þoldi ekki návist Jesú lengr. Hann flýtti
sér út lir húsinu, burt frá hinum guðdómlega kærleika, og þá var
nótt, en dinunust var þó nóttin í sálu Júdasar, því nú var hann for-
hertr. Eg les í tilbót þessi merkilegu orð í 2. Kor. 2, 15-16 eftir
Pál postula: „Vér erum fyrir guði Krists ilmr, bæði fyrir hinum