Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 14
—120— það’, að hann gat komizt burt úr liungrsneyðinni hingað til Ameríku ? það hefir komið t'yrir heima, að prestar út úr bjarg- arskorti hafa sagt sig til sveitar. Um þaö hafa íslenzku blöðin þagað. Og það hefir enn þá oftar komið fyrir, að opinbert fé hefir runnið í vasa íslenzkra embættismanna, bæði presta og annarra, og aldrei fengizt þaðan aftr. Um það er vanalegt að þegja líka af blaðamönnunum heima. En að hugsa til þess að einn prestr skuli i’ara til Ameríku eftir að hann í harðindunum heima hefir misst meira en aleigu sína, það standast þeir ekki! ,.ísafold“ segir það verði fróðlegt að frétta, hvort nokkur íslenzkr söfn- uðr í Vestrheimi taki þennan mann fyrir prest sinn á eftir. það er rétt eins og hann hafi drýgt eitthvert ódáðaverk með því í almennu hallæri að hafa orðið eignalaus. þau verða mörg ó- dáðaverkin, sem drýgð hafa verið á íslandi á árinu því arna með því móti. „Fjallkonan“ til fœrir úr gamalli visitazí umeðal annars þetta alkunna: „Kirkja fyrir finnst engin", og heim- fœrir það upp á viðskilnað séra Magnúsar við Hvammspresta- kall. En það er víðar á Islandi en þar að „lcirkja fyrir linnst engin“. þar er víða engin andleg kirkja til, þó að ein- hver húskofi sé til að „messa“ í, og um það er almennt þagað. Hvorki blöðin heima, né alþing, né stjórnin sinna því neitt, þótt íslenzka kirkjan liggi í rústum. Menn gjöra sig ánœgða með, og líklega engir betr en „Fjallkonan“, að kirkja í þeim skiln- ingi „fyrir finnist“ engin. -------o>o<5^5Xo------ I fyrsta þætti af ritgjörð séra Friðriks J. Bergmanns um „hin fjögur guðspjöll", þeim, er út kom í síðasta nr. „Sam.“, er þess getið, að nýlega hafi út komið bók hér í landi, rituð af Kristofer Janson, sem gangi út á það að rífa niðr trú manna á flestar bœkr ritningarinnar. Bók sú er á norsku máli og hefir þennan titil: „Har Orthodoxien RetV' (þ. e.: Hefir kirkju- trúin rétt fyrir sér ?) Fyrir þá, sem lesið hafa þetta gapalega vantrúarrit Jansons, og eins reyndar fyrir alla þá, sem þykir það miklu máli skifti, hvort kristindómskenning kirkju vorrar er sannleikr eða ósannindi, viljum vér taka írain, að á móti bók Jansons hefir ritað guðfrœðingr einn í Norvegi, Sigurd Odland að nafni. Svar hans heitir: „Kristofer Janson og det nye Testa-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.