Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 10
—122 arrit fyrir ölla því, er lýtr að trú kristinna manna, því annars hefði honum ekki verið til neins, að vitna til þeirra. Skönnnu eftir að Ignatius lét líf sitt fyrir trúna á Krist, og líklega sama árið (107 eða llö),ritaði Polykarp, biskupí Smyrna, bréf til safnaðarin.s í Filippí. þessi Polykarp var lærisveinn Jóhann- esar, „þess lærisveins, sem’ Jesús elskaði". Honum er tíðrœtt um þennan mikla kennara sinn, eins og sjá má af orðum Irenae- usar (sbr. það, sem sagt er hér að framan). I þessu bréfi Poly- karps eru margar tilvitnanir til Matteusar guðspjalls, t. d. þessar, sem teknar eru úr öðrum lcapítula bréfsins: „Dœmið ekki, svo þér verðið ckki dœmdir" (Matt. 7, 1); „fyrirgefið, svo skal yðr fyrirgefið verða“ (6, 14); „verið miskunnsamir, svo rnunuð þér miskunn hljóta" (5, 7); „eins og þér mælið öðrum, mun yðr attr mælt verða“ (7, 2); „sælir eru volaðir, sem fyrir réttlætisins sak- ir ofsóttir verða, því þeirra er himnaríki" (5, 3. 10); ^úr 7. kap.: „Vér viljurn biðja guð, hinn allt sjáanda, að hann leiði oss ekki í freistni, eins og drottinn liefir sagt: Andinn er reiðubúinn, en ltoldið cr veikt.“ (Sbr. Matt. 6, 13 og 26, 41) í 7. kap. vitnar Polykarp einnig til fyrsta bréfs Jóhannesar, en sá vitnisburðr er líka gildandi fyrir Jóhannesar guðspjall, því allir viðrkenna, að höfundr þess og bréfsins hljóti að vera hinn sami. Klemens frá Róm skrifaði bréf sitt til Korintuborg- armanna árið 96. Hann vitnar þar oft til hinna ýmsu bréfa Páls og 1. Pétrs bréfs, og þar að auk finnast þar ýmsir staðir úr guð- spjöllunum. I 46. kap. segir hann: „Munið orð Jesú, drottins vors, því hann sagði: Vei þeim manni! betra væri honum, að liann hefði ekki fœðzt, en að hneyksla mína útvöldu. það væri betra fyrir hann að mylnusteinn hefði verið hengdr á hann og honum hefði verið sökkt í hafið, en að liann lmeykslaði einn af mínum smælingjum.“ Sbr. Matt. 26, 24 ; 18, 6 ; Mark. 9, 41 ; Lúk. 17, 2. Auk þessa vitnar hann til ýmsra staða í fjallrœð- unni, eins og Matteus hetír ritað hana í 5., 6. og 7. kap. guðspjalls síns, og væri óþarfi að telja það allt upp hér.—Klemens hefir sjálf- sagt þekkt og haft fyrir sér 3 fyrstu guðspjöllin, en Jóhannesar cuðspjall hetír hann ekki þekkt, sein ekki er heldr við að búast, þar sem það var samið elcki fyr en kring um árið 90. Vér erum nú komnirfram að tíma postulanna sjálfra. þessa vitnisburði mætti margfalda því nær í hið óendanlega. Og svona má rekja sögu hinna ýmsu bóka nýja testamentisins. Vér höf-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.