Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 7
—119— a s t, í staðinn fyrir : þ e i m (G y ð i n g u m) s k a 1 e k k i t e i k n g e f a s t. A tveim stöðum í „Viðrœðunni“ (kap. 76 og 100) vitnar hann til þessara orða lausnarans: „Mannsins syni ber margt að líða og út.skúfast af hinum skriftlærðu og Farí- seunum, líka krossfestum að verða, en rísa upp á þriðja degi“. það er auðséð, að Justinus hefir tekið þennan stað eftir Mark. 8, 31 eða Lúk 9, 21, þótt dálítill orðamunr sé. Yíir höfuð eru rithöfundar fornaldarinnar ekki sérlega nákvæmir með að taka upp orð annarra alveg óbreytt, enda er sá höfundr, sem vér hér höfum fyrir oss, engu nákvæmari, þegar liann vitnar til gamla testamentisins.—þar sem hann talar um sveita Jesú, „er var sein blóðdropar, er féllu á jörðina" (Viðrœð. 103), er auðsætt, að hann hefir haft Lúkasar guðspjall fyrir sér (22, 44).—Rúmið ieyfir oss ekki að til fœra fieiri af þessum dœmum með tilliti til fyrstu þriggja guðspjallanna, enda er nú hætt að neita því af flestum, sem ekki hafa sett sér fyrir að neita öllu, að Justinus vitni til þeirra í ritum sínum. Að því er snertir fjórða guðspjallið, þá hefir það, eins og kunnugt er, átt fleiri mótstöðumenn á seinni tímum en nokkurt liinna. En rannsóknir vísindanna, einkum hins nafnkunna bibl- íufrceðings Tischendorfs, hafa sýnt og sannað, að vitnisburðr Justinusar um tilveru Jóhannesar guðspjalls eru engu síðr ó- hrekjandi en tilvitnanir hans til hinna þriggja. þetta merkilega guðspjall, sem ætíð hefir verið álitið gimsteinninn í guðspjalls- sögu-hring nýja testamentisins, hefir einnig legið fyrir framan Justinus, þegar hann samdi þessi varnarrit sín. Ymsir staðir vir Jóhannesar guðspjalli eru þannig fiéttaðir inn í röksemdafœrslu hans, að hver maðr hlýtr að þekkja þá um leið og hann les. Vér viljum nefna fáeina. A einum stað (I, 61) farast Justinusi þannig orð : „Kristr hefir sagt: Svo framarlega sem þér fœðizt ekki á ný, getið þér ekki komizt inn í ríki himnanna. En að það hljóti að vera ómögulegt, að þeir, sem eitt sinn hafa fœðzt, geti aftr komizt í kvið móður sinnar og fœðzt, hlýtr þó hverjum manni að vera ljóst“. Hér er það einnig hverjum manni ljóst, að Justinus hefir haft fyrir sér Jóh. 3, 3-5, en þar stendr svo: „Jesús svaraði og sagði við hann (Nikodemus): Maðrinn getr ekki séð guðs ríki, nema hann endrfœðist“. Nikodemus segir við hann : Hvernig getr maðr fœðzt, þá hann er orðinn gamall ? Getr liann aftr komizt. í kvið móður sinnar og fœðzt ? Jesús

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.