Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 15
—127— mente“, og er það prentaS í Kristjaníu, á lcostnað hinnar svo kölluðu norsku Lutherstiftelse. það er rit í 8 blaða broti stóru á 112 blaðsíðum. Odland gengr í þessu riti ekki á móti öllu því, er Jansonhetir í sinni bók dregið samantil að vefengja áreið- anlegleik ritningarinnar. Hann tekr sér liér að eins fyrir hendr, eins og titill bókar hans ber ineð sér, að verja nýja testament- ið, og það virðist oss hann gjöra svo, að duga muni fyrir alla, sem ekki eru alveg blindaðir af vantrúarofsa fyrir öllum rök- um. Sem ástœðu fyrir því, að hann hefir ekki líka í þessu riti gengið á móti árásum Jansons á gamla testamentið, fœrir hann það, að hefði hann átt að gjöra það, þá hefði það orð- ið of mikið mál í einu. „Auk þess“, segir hann, „má eg eflaust út frá því ganga, að hafi menn fullkomna vissu um áreiðanlegleik nýja testamentisins, þá hljótí kristnir menn og að trúa gamla testa- mentinu, þar sem Kristr og postular hans vafalaust kenna, að gamla testamentiö hafi fram að flytja þáopinberan guðs, sem und- ir búa skyldi lýð fyrir heitannaundir komu frelsarans“. þetta varn- arrit Odlandsfyrir bókum hins nýja testamentis sýnir áþreifanlega, live laus Janson er við það, að hafa sjálfr rannsakað aðalatriðin í efni því, sem hann er að ota fram. það er að minnsta kosti sýnt í riti þessu, að hann stendr ekki á sjálfstœðari fóturn, þá er hann er að tiytja sína kenning, heldr en kennimenn vorrar kirkju, þá er þeir eru að flytja sína kenning. ,,Synodus“, eða, prestastefnan íslenzka, sem svo er kölluö, kom saman 4. Júlí í Reykjavík. Auk ,,stiftsyfirvaldanna“ (enn þa er >vi ánalega nafni haldi'ð) og prestaskólakennaranna voru 17 prestar þar við staddir. pað, sem vant er að gjöra á íslenzkri ,,synodus“, var gjört á Jæssari, nefnilega ekkert. Og Jetta ,,ekkert“ var að vanda einkum fólgið í því „eftir tillögum stiftsyfirvaldanna“ að út hluta j;ví fé milli uppgjafapresta og prestaekkna, sem þessum mönnum er ætlað. Tillögur héraðsfunda viðvíkjandi tekjum presta voru skoðaöar og 3 menn (séra Hallgrimr Sveinsson, séra |>órarinn Böðvarsson og séra pórhallr Bjarnarson) kosnir í nefnd til að semja prestatekjufrumvarp, er lagt skal fyrir næstu ,,synodus“. Um hina andlegu hlið kirkjunnar er eins og heitan eld varazt að segja eitt orð á þessum samkomum. í>að er eins og þeim, sem þar mœta, virðist kirkjan hafa enga aðra hlið en hina peningalegu. Ekki er að furða, þótt prestaköllin sé sí og æ kölluð brauð“ i þeirri kirkju, sem hefir slegið fóstum öðrum eins kirkjuþingum og þess- um. Og það gengr næst því að leggja guðs nafn við hégóma að halda, eins og allt af er gjört, sérstaka prédikunarguðsþjónustu á undan „synodus", svo lengi sem með þá kirkjulegu samkomu er farið svona herfilega.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.