Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 4
116—
nólpnu og hinum glötuðu, þessuni banvænn eimrtil dauða, hinum
lífgandi ilmr til lífs“. Eg heyri, hvað öldungrinn Símeon sagði af
spámannlegri andagift, þá er hann hélt á frelsaranum nýfœddum í
örmum sínum í musterinu í Jerúsalem : „þessi er settr til að
verða mörgum í Israel til falls og mörgum til viðreisnar og til
að verða það tákn, er á móti verðr mælt“ (Lúk. 2, 34). Og
enn fremr heyri eg, hvað Jesús sjálfr segir í Matt. 21, 44 ;
„Hver sem fellr á stein þennan (hann á við sjálfan sig), mun
sig slasa, en á hvern sem steinninn fellr, þann mun hann merja“.
Svo það eru engar öfgar, sem eg sagði, að drottinn kœmi ávallt
með lífið í annarri hendinni og dauðann í hinni. Til hverra
kemr hann þá með dauðann ? Til allra þeirra, sem standa í spor-
um Egypta, þar sem þeir horfðu á skýstólpann milli sín og
Israelsmanna. Og þá kemr þessi alvarlega spurning til hvers
einasta mannsbarns í söfnuðum vorum og kirkjufélagi, en með
allra mestri áherzlu til hvers einstaks af oss, sem höfum sér-
staka köllun til að vinna fyrir kirkju vora: Snýr hin bjarta
og blíða hlið kristindóms-opinberunarinnar að þér, ellegar stendr
þú hinu megin og sér svo ekkeit annað en dimmt og hugg-
unarlaust dauðamyrkr ? Mér er elcki nóg, þó að skýstólpinn sé fyr-
ir íraman mig, ef sú hlið hans, er að mér snýr, er dimm. Guði
er það ekki nóg, þó að menn trúi því, að hann sé í skýinu, ef
menn ekki standa þeim megin við það, er frá því leggr hugg-
andi og endrleysandi birtu út yfir eyðimörk lífsins og haf dauð-
ans. Hvar sem kirkjan eða flokkr þeirra, er játa nafnið drott-
ins er á ferð, þar má líka sjá herfiokk Faraós úti, til þess að
veita hinum eftirför. Vantrúarinennirnir utan kirkjunnar sam-
gilda hermönnum Faraós til forna. Óneitanlega getr hinni veik-
liðuðu íslenzku kirkju vorri hér staðið hætta af þeim ; en eg er
langt um hræddari um annað fyrir oss. Um hvað ? Um það, að vér,
sem segjumst trúa hinni kristilegu opinberan, -vér, sem höfum
slegið því föstu, að guðs opinberaða orð skuli vera andlegr leið-
togi vor, vér kirkjunnar eigin menn, lítum einatt á kristin-
dómsopinberanina með sömu augum og Egyptar litu á hið yfir-
náttúrlega ský. Eg er svo hræddr um það, að vér tökum oss
stöðu við hina dimmu hlið skýstólpans, og svo breiðum vér þá
myrkr og dauða, i staðinn fyrir ljós og líf, út meðal fólksins,
sem oss er samferða á vegi vorum. Eg er svo hræddr við hina
dauðu trú, kraftlausan kærleiks-snauðan vanakristindóm, hjá