Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 2
114—
af því það hefir meira eða minna ljóst vakað fyrir fólki voru,
að án kirkjulegs félagsskapar lægi opinn andlegr dauði fyrir
hinurn sundraða þjóðflokki vorum hér, eins víst eins og hin
egypzka ánauð hefði gjört út af við Israelsmenn, ef þeir hefði
ekivi með drottin fyrir leiðtoga flúið burtu úr þrældómshús-
inu. Yér erum komnir á stað með hinn kirkjulega félagsskap
vorn tir fyrstu sporunum ; vér viðrkennum guðs orð sem sameig-
inlegan vegvísi; vér horfum allir á skýstólpann fyrir framan
oss og segjum eins og með einum munni: „Honum skul-
um vér fylgja, því þá liöfum vér frelsarann hjá oss“. En nú
minnir textinn oss á einn ómissanda sannleik, sem þeim, er sleg-
ið liafa bihlíuorðinu upp sem merki sínu, má aldrei gleymast.
Skýið, sem drottinn bjó í og sem Israelsmenn höfðu fyrir vernd
og leiðtoga, var myrkt annars vegar, en bjart hinu megin, þá
er það nam staðar við strönd Rauða hafsins á milli herskara
Israelsmanna og herliðs Egypta. það var koldimmt þeim megin,
er sneri að Egyptum, bjart eins og ljós þeim megin, er að ís-
raelsmönnum vissi. Hið sama ský, þar sem sjálfr drottinn
dýrðarinnar býr, kemr með biksvart myrkr, svartara en nokk-
urt náttúrlegt náttmyrkr, til Egypta, en til ísraelsmanna með
svo mikla birtu, að það upp lýsir fyrir þeim nóttina. Öðru
megin dimm nótt, hinu megin svo gott sem bjartr dagr. Hvað
þýðir þetta fyrir oss ? það þýðir óendanlega mikið. það þýðir
það, að þegar vantrúin eða hin dauða trú, trúin, sem vantar
kærleikann til guðs, horfir á guðs opinberaða orð, þá sér hún
ekkert nema tómt myrk r í þessu orði; en þegar trúin, lifandi
trú, sem í sannleika elskar drottin, horfir á það, þá ljómarjþað-
an himnesk birta, svo nóttin verðr eins og dagr. Yér gætum
spurt: Hvernig víkr því við, að guðs opinberaða orð er út breitt
að heita má um allan heim og kærleiksopinberan guðs í Jesú
Kristi þar af leiðanda blasir við fólki svo að segja um öll lönd
jarðarinnar, og þó sitr ara-grúi af inannssálum, er hefir þetta
fyrir augunum, vitanlega í andlegu t’lliti í dimmum dal og
dauðans skugga, og það er eins og þessir mörgu hafi í raun
og veru ekkert ljós á veguin sínum ? Hví er svo óendanlega
mikið af hræðilegu syndamyrkri ráðanda og ríkjanda innan
sjálfrar kirkjunnar einnig þar, sem ómenguðu kristindómsorði
er á lofti haldið og hinum kristna almenningi kemr saman
um að játa hreinan lærdóm guðs opinberuðu orða ? Fólkið í