Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1887, Blaðsíða 6
-118 samið árið 188, en hið minna ekki fyr en 161; en „Viðrœðuna við Gyðinginn Tryfon“ hefir hannritað kring um árið 139. Eftir ]>ví, sem Juatinus segir i þessum litum sínum, hafa hinir kristnu söfnuöir á lmns dögum „Minningarrit postulanna, sem kallast guðspjöll“, (I, 66) sem heimildarrit fyrir kenning sinni og breytni, jafnhliða bókum gamla testamentisins. þessi „Minn- ingarrit“ .segir hann sé samin af postulunum og samverka- mönnum þeirra; þau sé lesin við guðsþjónustu-samkomur safn- aðanna á hverjum drottins degi, jafnhliða bólcum spámannanna (I, 67), og á eftir haldi sá, sem forsæti hefir við þessar sam- komur, rœðu út af þeim kafia, sem lesinn hefir verið. þetta sýn- ir Ijóslega, áð árið 138, þegar Justinus skrifaði hið fyrra varn- arrit sitt, hafa þessi postullegu rit, „sem kallast guðspjöll“, verið höfð í jöfnum metum og bœkr gamla testamentisins; en að gamla testamentið hafi verið álitið guð-innblásin bók í sam- kundum Gyðinga og fyrstu söfnuðum hinna kristnu, hefir eng- um komið til hugar að neita. Af orðum Justinusar má ráða, að þau sé fjögur þessi „Minningarrit", og er auðsætt, að hann á ekki við önnur rit en hin ijögur guð.spjöll, þótt hann einnig vitni til annarra bóka. Hann talar enn fremr um þessi „Minn- ingarrit“ sem eina heild, og má af því ráða, að að minnsta kosti margir af söfnuðunum hafi á þessum tíma átt guðspjöllin í heilu líki, eins og vér nú þekkjum þau. I liinum þremr ritum eftir Justinus, sem nefnd eru hér að framan, vitnar liann hvað eftir ánnað til þriggja fyrstu guð- spjallanna, oftast þó til Matteusar guðspjalls. Sem dœmi skul- um vér að eins til fœra einn stað, er hann vitnar til þrisvar sinnum í „Viðrœðunni við Tryfon“ (kap. 76, 120 og 140) : „þeir skulu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Isaak og Jakob í ríki himnanna; en erfingjar rík’sins munu verða út reknir í yztu myrkr“. Sbr. Matt 8, 11-12, sem hljóð- ar að öllu leyti eins, nerna hvað þar stendr: „Margirmunu koma“. I „Viðrœðunni“ (kap. 107) kemst Justinus þannig að orði: ,það stendr skrifað í Minningarritunum, að landar yðar^ spurðu hann og sögðu: Sýndu oss teikn. Og hann svaraði þeim: þessi vonda og hórsama þjóð beiðist teikns, en þeim skal ekki teikn gefast, nema teikn Jónasar spámanns.11 þetta svar frelsarans stendr orði til orðs hjá Matt. 12, 39, með þeim litla mismun, að þar stendr: h e n n i (þj ó ði nn i) s k al ekki teikn gef-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.