Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 2
2 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
TRÚFÉLÖG „Þetta er alveg eins og
að segja þjóðkirkjunni að vera
með Vottum Jehóva,“ segir Sal-
mann Tamimi, forstöðumaður
Félags múslima, sem kveður það
ekki koma til greina að félagið
byggi mosku sameiginlega með
Menningarsetri múslima eins og
borgaryfirvöld vilja.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að bæði félögin vildu lóð frá borg-
inni undir mosku. Borgin segir
ekki hægt að útvega nema eina lóð
fyrir slíkt. Full-
trúar félaganna
tveggja fund-
uðu um málið
með fulltrúum
skipulagsyfir-
valda og Önnu
Kristinsdóttur,
mannréttinda-
stjóra Reykja-
v í k u r, 3 0 .
september síð-
astliðinn. Anna
segir að í fyrrnefnda félaginu séu
373 skráðir meðlimir en 218 í því
síðara. Þegar svo fámennir hópar
sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús
sé eðlilegt að athuga hvort mögu-
legt sé að samnýta lóðir.
„Það er auðvitað ekki verið
að fara fram á það að trúfélög-
in sameinist en við höfum spurt
hvort menn gætu sameinast
um einhvers konar regnhlífar-
samtök um byggingu moskunn-
ar sem slíkrar,“ útskýrir Anna,
sem kveðst hafa túlkað fundinn
þannig að báðir hópar teldu að ef
moska yrði byggð myndi hún nýt-
ast öllum múslimum.
Eins og sagði í Fréttablaðinu
í gær segir Karim Askari, vara-
formaður stjórnar Menningar-
setursins, það ekki andvígt
sameiginlegri mosku. Menningar-
setrið, sem meðal annars var
stofnað af fyrrverandi meðlimum
Félags múslima, sótti fyrst nýlega
um lóð. Salmann Tamimi segir
Félag múslima hafa haft lóðaum-
sókn í gangi í nærri tólf ár.
„Okkar umsókn er alveg aðskil-
in þeirra málum. Þetta er alveg
eins og að segja þjóðkirkjunni að
vera með Vottum Jehóva,“ segir
Salmann um útspil borgarinnar.
Anna Kristinsdóttir ítrekar
hins vegar að borgin eigi fáar
lóðir sem henti undir bænahús.
„Það er ekki þannig að hver 200
eða 300 manna söfnuður í borg-
inni geti komið og sagt: Nú viljum
við að fá lóð. Mér finnst mjög eðli-
legt að menn segi á einhverjum
tímapunkti að nú geti þeir ekki
lengur, án greiðslu, fengið úthlut-
að svona takmörkuðum gæðum.
En ég geri mér alveg grein fyrir
því að ef það er úthlutað lóð til
annars félagsins er ekki hægt að
ganga framhjá hinu félaginu held-
ur,“ segir mannréttindastjórinn.
gar@frettabladid.is
Neita að reisa mosku
með nýja trúfélaginu
Þrátt fyrir fund fulltrúa múslimafélaganna tveggja með mannréttindastjóra
Reykjavíkur sýnist útilokað að félögin byggi sameiginlega mosku. Fái annað fé-
lagið lóð verður ekki gengið framhjá hinu félaginu, segir mannréttindastjórinn.
ANNA
KRISTINSDÓTTIR
SALMANN TAMIMI Okkar umsókn er alveg aðskilin lóðaumsóknum annarra, segir
forstöðumaður Félags múslima, sem tekur ekki í mál að byggja mosku með öðru
trúfélagi múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Páll, er þessi plata made in
sveitin?
„Nei, kannski ekki alveg. Þetta eru
frekar perlur frá gamalli tíð. Þjóðar-
sálin að vissu leyti.“
Páll Rósinkranz stórsöngvari gaf nýlega út
plötuna Ó hvílík elska. Hann sagði þar að
finna ákveðna sveitarómantík.
FÓLK Jón Gnarr borgarstjóri opn-
aði Jólabæinn á Hljómalindarreit
við Laugaveg við sérstaka athöfn
í gær. Þetta er í annað sinn sem
jólabærinn er starfræktur á
þessum stað og þykir hann setja
sannan jólavip á Laugaveginn.
Í jólabænum eru sölubásar þar
sem ýmis varningur verður til
sölu auk þess sem boðið verður
upp á fjölbreyttar uppákomur og
viðburði þar, sem og víðar í mið-
borginni, fram að jólum.
Eftir að borgarstjóri opnaði
Jólabæinn formlega tók Karla-
kórinn Fóstbræður nokkur lög
auk þess sem hálftröll og jóla-
sveinar heimsóttu jólabæinn. - þj
Jólabærinn opnaður:
Borgarstjórinn
tendraði ljósin
JÓLASTEMNING Borgarstjóri opnaði
Jólabæinn formlega og sést hér í góðum
félagskap með Helgu Jónu Ásbjarnar-
dóttur og einum jólasveinanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MANNRÉTTINDI Íslandsdei ld
Amnesty ítrekar áskorun til
stjórnvalda um að undirrita og
fullgilda bókun Sameinuðu þjóð-
anna við alþjóðasamning um
efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi.
Tvö ár eru í dag frá því að alls-
herjarþing SÞ samþykkti bókun-
ina. „Hún er mikilvægt skref í
þeirri viðleitni að tryggja aðgang
að réttlæti fyrir þolendur mann-
réttindabrota,“ segir Jóhanna
K. Eyjólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri Íslandsdeildar Amnesty í
aðsendri grein í Fréttablaðinu í
dag. „Fullgilding bókunarinnar er
raunhæft skref í átt að útrýmingu
fátæktar bæði heima og heiman,“
segir Jóhanna. Sjá síðu 32
Íslandsdeild Amnesty:
Stjórnvöld full-
gildi bókun SÞ
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
staðfesti í gær þriggja og hálfs
árs fangelsisdóm yfir Tomasz
Burdzan fyrir að hafa nauðgað
konu á heimili sínu í júlí 2009.
Konan kærði manninn. Hún
greindi frá því að erlendur maður
hefði boðið henni heim til sín en
hún hefði þurft að hringja símtal.
Í herbergi hans hefði hann hrint
henni þannig að hún hefði fallið á
skáp eða hillu. Hún hefði vankast
og hann nauðgað henni. Konunni
voru dæmdar 1,5 milljónir króna í
skaðabætur. - jss
Nauðgunardómur staðfestur:
Þrjú og hálft ár
fyrir nauðgun
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega
fimmtugan karlmann fyrir að brjótast inn í bifreið
sem stóð í fjöru í landi Hafnar í Hvalfjarðarsveit.
Úr bílnum stal maðurinn haglabyssu og riffli, ásamt
skotum í bæði skotvopnin.
Maðurinn er ákærður fyrir Héraðsdómi Vestur-
lands, en brotin sem hann er ákærður fyrir áttu sér
stað á 2009 og á þessu ári.
Manninum er enn fremur gefið að sök vopnalaga-
brot með því að hafa átt þrjá riffla án þess að hafa til-
skilin skotvopnaleyfi.
Þá er hann ákærður fyrir að hafa geymt tvær
haglabyssur og þrjá riffla, svo og skotfæri í þau, auk
loftbyssuskota, óaðskilin og í ólæstum hirslum.
Loks fann lögregla hnúajárn við húsleit.
Fjórum sinnum hafði lögregla svo afskipti af mann-
inum þar sem hann ók bifreið, án þess að hafa öðlast
ökuréttindi. Í eitt skiptanna var bíllinn sem hann ók
þar að auki ótryggður.
Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmd-
ur til refsingar og að skotvopnasafn hans og skotfæri,
svo og hnúajárnið, verði gerð upptæk. - jss VOPNABÚR Maðurinn var vel vopnum búinn. MYND ÚR SAFNI.
Tæplega fimmmtugur maður ákærður fyrir þjófnað, vopnalagabrot og fleira:
Án byssuleyfa með vopnasafn
EFNAHAGSMÁL Verklagsreglur fyrir
ný úrræði vegna skuldavanda heim-
ilanna verða væntanlega tilbúnar
hinn 15. þessa mánaðar. Eftir þann
tíma ætti almenningur að geta borið
sig eftir öllum þeim lausnum sem í
boði eru.
Eftir margra vikna viðræður
hagsmunaaðila komust stjórnvöld,
lánastofnanir og lífeyrissjóðir að
samkomulagi sem var undirritað
fyrir réttri viku. Það kvað meðal
annars á um að skuldarar í yfirveð-
settum íbúðum gætu beðið bankann
um að færa eftirstöðvar niður í 110
prósent af verðmæti fasteignarinnar
eða að öðrum kosti sótt um sértæka
skuldaaðlögun.
Fyrrgreindir kostir eru þegar
aðgengilegir hjá bönkum, en eftir
15. desember verða einnig í boði ný
úrræði tengd vaxtabótum og sér-
stökum vaxtaniðurgreiðslum.
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Umboðsmanns skuld-
ara, segir í samtali við Fréttablaðið
að embættið muni áfram leiðbeina
þeim sem snúi sér til þess til ráð-
gjafar vegna sértækrar skuldaað-
lögunar. Þá aðstoði það einnig fólk
sem hafi ekki verið ánægt með þau
svör sem það fái frá bönkum. - þj
Úrræði vegna skuldavanda heimilanna að skýrast:
Verklag til reiðu í næstu viku
RÁÐGJÖF Hægt er að snúa sér til
banka um niðurfærslu skulda og
skuldaaðlögun, en ekki verða öll
úrræði vegna skuldavanda komin á
hreint fyrr en í næstu viku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALÞINGI Fjármálaráðherra lagði
í gær fram frumvarp á Alþingi
um farþegagjald og gistinátta-
gjald sem inn-
heimt verður af
ferðamönnum
á Íslandi, bæði
innlendum og
erlendum.
Markmið
laganna er að
afla tekna til að
stuðla að upp-
byggingu, við-
haldi og vernd-
un fjölsóttra ferðamannastaða,
friðlýstra svæða og þjóðgarða.
Ferðaþjónustuaðilum verður
gert að greiða gjald fyrir hvern
farþega. Upphæðin fer eftir því
hversu langt að menn koma, en
gjaldið er á bilinu 65 til 390 krón-
ur. Þá mun ríkissjóður innheimta
100 króna gjald fyrir hverja
gistinótt á hótelum, en 50 krón-
ur fyrir hverja gistinótt á annars
konar gististöðum. - jhh
Auknar tekjur í ferðaiðnaði:
Gjald lagt á
ferðamenn
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
BRETLAND Óeirðir brutust út við
þinghúsið í London í gær eftir að
meirihluti breska þingsins sam-
þykkti frumvarp sem heimilar
hækkun skólagjalda.
Samkvæmt frumvarpinu geta
skólagjöld allt að því þrefaldast.
Þúsundir námsmanna mótmæltu
og kom til átaka milli mótmæl-
enda og lögreglu. Þá réðust mót-
mælendur á bifreið Karls Breta-
prins og Camillu, eiginkonu hans,
þegar þau óku um miðborgina.
Rúða í bílnum var brotin og máln-
ingu skvett á hann. Nokkrir mót-
mælendur og lögreglumenn hafa
slasast í átökunum. - th
Skólagjöld hækkuð í Bretlandi:
Átök í London
SPURNING DAGSINS
AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR
HVAÐ ER MÁLIÐ?
Aþena
(ekki höfuðborgin í
Grikklandi ;)
FJÖRUVERÐLAUNIN
Í FLOKKI UNGLINGA
BÓKA
★★★★
„vandað til í ei
nu og öllu.“
Kristín Heiða K
ristinsdóttir,
Morgunblaðið
★★★★„Fjörlega skrifuð, nútímaleg saga um smáa atburði og stórar tilfinningar.“ Arndís Þórarinsdóttir, Fréttablaðið