Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 6
 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR6 Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. í Kópavogi Aðventukaffi með eldri borgurum Samfylkingin í Kópavogi býður eldri borgurum í aðventukaffi laugardaginn 28. nóvember frá klukkan 10.00 til 12.00 í húsnæði flokksins Hamraborg 11, 3. hæð. Meðal góðra gesta: Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Rannveig Guðmundsdóttir, f.v. alþingiskona og Magnús Orri Schram, þingmaður. Einnig les rithöfundurinn Jón Karl Helgason nýútkominni ævisögu um Ragnar í Smára Hlökkum til að sjá ykkur Jólakaffi með Kópavo sbúum Samfylkingin í Kópavogi býður í jólakaffi laugardaginn 11. desember klukkan 11.00 til 13.00 í húsnæði flokksins Hamraborg 11, 3. hæð. Upplestur úr nýj m bókum tónlistaratriði og fleiri góðir gestir mæta. ICESAVE: Nýr samningur við Breta og Hollendinga kynntur Innan við 50 milljarðar króna falla á ríkissjóð vegna Icesave, að mati samninganefndar Íslands. Ein- göngu er um vaxtakostnað að ræða en eignir Landsbankans eru taldar standa undir höfuðstól skuldarinn- ar. Greiðslum verður að fullu lokið árið 2016, að mati nefndarinnar. Með fyrirliggjandi niðurstöðu er samningaleiðin fullreynd. Íslenska Icesave-samninga- nefndin kynnti í gærkvöldi niður- stöðu viðræðna við bresk og hol- lensk stjórnvöld vegna Icesave sem hafa staðið síðan í febrúar. Samningsdrög voru undirrituð á miðvikudagskvöld. Með undirrit- uninni er einungis staðfest að nið- urstaða er fengin í viðræður land- anna. Endanleg skuldbinding af Íslands hálfu bíður samþykktar Alþingis. Drög að lagafrumvarpi byggðu á efni samkomulagsins hafa verið afhent formönnum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Lee C. Buchheit sagði í saman- tekt sinni á fundinum að samning- urinn væri að sínu mati sanngjarn. Ekki hefði verið mögulegt, að hans mati, að ná lengra. Hann telur að allar þjóðirnar þurfi að axla byrð- ar vegna málsins. „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðslu- skilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkurra ára skeið?“ sagði Buch- heit. Hann sagði þess vænst að eignir gamla Landsbankans stæðu undir láninu. Það væri hins vegar ekki vitað með vissu. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur stofnað til samningabrota- máls á hendur íslenskum stjórn- völdum. Án samnings heldur það mál áfram með útgáfu rökstudds álits ESA og jafnvel málshöfðun fyrir EFTA-dómstólnum. Verði niður staða Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaða- bótaskyldu ríkisins og EFTA- samningurinn yrði í uppnámi í framhaldinu. Málshöfðun ESA verður felld niður með samningi. Niðurstaðan nú er Íslendingum mun hagstæðari en sá samningur sem felldur var í þjóðaratkvæða- greiðslu 6. mars. Ef samningarnir tveir eru lagðir upp samkvæmt Telja að Icesave verði úr sögunni árið 2016 Lee C. Buchheit, formaður samninganefndar Íslands, segir að nýr Icesave- samningur sé sanngjarn. 110 milljarðar sparast í vaxtakostnaði frá samningnum sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkið sleppur með 50 milljarða hið mesta. „Þessi niðurstaða er í takt við það sem okkur hafði verið kynnt áður og eftir kynningunni að dæma er þessi niðurstaða mun hagstæðari en þeir samningar sem áður voru á borðinu, þannig að ég tel að það sé öllum í hag að klára málið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann kveðst vonast til að það geti orðið fljótlega. Samtökin hafa frá upphafi lagt áherslu á að samið yrði um Icesave-málið sem allra fyrst, enda hafi það staðið í vegi fyrir því að atvinnulífið næði fullum dampi. Nú þegar þessi samningur liggur fyrir, telur Vilhjálmur þá að biðin hafi verið þess virði? „Það er bara sagnfræðin sem getur sagt til um það – ef það verður þá einhvern tímann hægt,“ segir hann. Fleira en Icesave-málið hafi staðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu, til dæmis gjaldeyrishöft, og því sé afar erfitt að leggja mat á það í krónum hversu mikið töfin sem slík hafi kostað samfélagið. - sh ÖLLUM Í HAG AÐ KLÁRA MÁLIÐ SAMKOMULAG KYNNT Í IÐNÓ Nýr Icesave-samningur var kynntur í Iðnó gærkvöldi. Auk Guðrúnar Þorleifsdóttur, stjórnarformanns tryggingasjóðs innstæðueigenda, eru á myndinni fulltrúar íslensku samninganefndarinnar, þeir Einar Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Lee C. Buchheit og Guðmundur Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það er náttúrlega ævintýralegur munur á þessari niður- stöðu og þeirri sem við stóðum frammi fyrir haustið 2009 sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ segir Ögmundur Jónasson, sem frá upphafi hefur verið helsti efasemdarmaðurinn í stjórnarliðinu um Icesave-málið. Hann sagði sem kunnugt er af sér ráðherradómi í fyrrahaust þar sem hann vildi ekki styðja Icesave- samninginn sem þá lá fyrir. „Mat okkar sem töldum óráð að ganga að afarkostum Breta og Hollendinga á þessum tíma hefur nú sannast að var rétt,“ segir hann. „Ef þetta verður niðurstaðan erum við að tala um tugi ef ekki hundruð milljarða króna sem sparast. Annað eins skiptir nú máli fyrir þjóð í þrengingum og velferðarkerfi sem æmtir undan 20 til 30 milljarða niðurskurði.“ Spurður hvort hann muni greiða atkvæði með ríkis- ábyrgð vegna samningsins á Alþingi segir Ögmundur: „Ég hef allan fyrirvara á enn – ég vil skoða málið nánar. En mér finnst flest benda til þess að við séum komin á endastöð í þessu ógæfumáli og mun styðja það með fyrirvara um að ekki komi eitthvað fleira í ljós við nánari skoðun.” Ögmundur kveðst hins vegar ekki líta á niður- stöðuna sem áfellisdóm yfir þeim sem áður sömdu um málið fyrir Íslands hönd. „Íslendingar hafa verið með hnífinn á barkanum allar götur frá haustinu 2008. Við skulum ekki gleyma því að þeir sem þá fóru með völdin á Íslandi, fulltrúar þeirrar ríkisstjórnar sem þá sat, voru með alls kyns yfirlýsingar og gengust undir skuldbindingar sem voru miklu verri en kom síðan út úr fyrstu samningsdrögunum vorið 2009. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við ættum að líta á þetta sem nánast stríðsástand þar sem við höfum verið að fikra okkur áfram syllu af syllu til að bæta stöðu okkar. Þannig lít ég á málið fremur en að bera saman samninganefndir. Hins vegar var það vissulega mikil gæfa að við skyldum fá til liðs við okkur samningamann sem er þrautreyndur í alþjóðlegum samningum eins og þessum – Lee Buchheit – en það er ekki þar með sagt að ég sé að kveða upp einhverja áfellisdóma yfir þeim sem á undan komu.“ ÆVINTRÝRALEGUR MUNUR Mér finnst flest benda til þess að við séum komin á endastöð í þessu ógæfu- máli. ÖGMUNDUR JÓNASSON SAMGÖNGURÁÐ- HERRA Mun hag stæðari en þeir samning- ar sem áður voru á borð- inu. VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Samningur felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 ■ Vextir: 5,55 prósent. ■ Endurgreiðslur hefjast: árið 2016. ■ Greiðslum skal lokið: árið 2024 (möguleiki á framlengingu til 2030). ■ Efnahagslegir fyrirvarar: lægri afborganir ef hagvöxtur yrði undir tilteknum mörkum. ■ Úrlausn ágreiningsmála: Fyrir breskum dómstólum. ■ Mat á kostnaði ríkisins: 162 milljarðar. Samningsdrög undirrituð 8. desember 2010 ■ Vextir: Hollendingar 3 prósent, Bretar 3,3 prósent. ■ Endurgreiðslur hefjast: árið 2011 (vaxtagreiðsla Tryggingasjóðs og ríkisins samtals 26 milljarðar). ■ Greiðslum skal lokið: í síðasta lagi árið 2046. ■ Efnahagslegir fyrirvarar: Þak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á fyrra ári. Lenging lánstíma: Ef eftirstöðvar höfuðstóls nema innan við 45 milljörðum árið 2016 greiðast þær innan tólf mánaða (2016-2017). Endurgreiðslutími lengist um eitt ár við hverja 10 milljarða sem höfuðstóllinn hækkar umfram 45 milljarða. Lokagreiðsla í síðasta lagi 2046. ■ Úrlausn ágreiningsmála: Hjá alþjóða gerðardómstólnum í Haag, þar sem báðir aðilar eiga fulltrúa. ■ Mat á kostnaði ríkisins: 47 milljarðar. Inntak tveggja Icesave-samninga KOSIÐ UM ICESAVE Hinn 6. mars fór fram fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu íslenska lýðveldisins þegar þjóðin kaus um Icesave. sömu forsendum hefur nýr samn- ingur í för með sér 47 milljarða króna kostnað fyrir íslenska ríkið, miðað við 162 milljarða kostnað við fyrri samninginn, eins og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, sem var tilnefndur var af stjórnarand- stöðuflokkunum í samninganefnd- ina, útskýrði á fundinum. „Þetta stóra Icesave-mál fer minnkandi,“ komst Lárus að orði. „Við myndum tæpast treysta okkur til að ná betri árangri,“ sagði Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, spurður um mat á samningnum. Fram kom í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttar- lögmanns að samningalotan nú hefði verið úrslitatilraun til að ná samningum. svavar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.