Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 8
 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR8 ICESAVE: Nýr samningur við Breta og Hollendinga kynntur „Ég held að það sé ótímabært að ræða það strax hvort þetta á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að það á alveg eftir að ræða innihald samningsins og skoða það,“ segir Jóhannes Þór Skúlason úr InDefence- samtökunum. „Það veit enginn meira um þetta en þær völdu staðreyndir sem samninganefndin hefur kynnt.“ Samtökin söfnuðu í fyrra um 60 þúsund undirskrift- um til að skora á forseta Íslands að synja lögum um ríkisábyrgð vegna síðasta Icesave- samnings staðfestingar. „Við fyrstu sýn er augljóst að þjóðin hefur, með því að hafna Icesave 2 í þjóðaratkvæðagreiðslu, skapað forsendur fyrir því að þessi samningur hefur batnað mjög mikið frá því sem áður var,“ segir Jóhannes. Hann segir að liðsmenn samtakanna eigi þó eftir að leggjast almennilega yfir samninginn og forsendurnar að baki útreikningum áður en þeir taki afstöðu til hans. „Brennt barn forðast eldinn. Við munum að þegar fyrsti samningurinn var kynntur var talað um að þetta væru 150 milljarðar plús vextir sem féllu á ríkissjóð og síðan þegar menn fóru að reikna betur voru þeir fljótlega komnir upp í 300 milljarða, og svo upp í 500 milljarða þegar seinni samningurinn lá fyrir. Tölurnar í þessu geta reynst varasamar og það er nauðsynlegt að vera með forsendurnar á hreinu áður en þeim er slegið föstum. Við viljum sér- staklega skoða hvaða forsendur liggja að baki þeirri ályktun að aldrei lendi meira en 50 milljarðar á íslensku þjóðinni.“ - sh TAL UM ÞJÓÐARATKVÆÐI ÓTÍMABÆRT Tölurnar í þessu geta reynst vara- samar. JÓHANNES Þ. SKÚLASON INDEFENCE- SAMTÖKUNUM „Fljótt á litið er þetta mun hagstæðara tilboð en fyrri samningurinn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „En hafi Íslendingar lært af reynslunni í þessu máli þá verðum við að kynna okkur þetta mál í þaula áður en mikið er hægt að segja.“ Sigmundur Davíð segist ekki geta lagt mat á það hvort hann muni styðja samninginn í meðförum Alþingis. „Þó að þetta tilboð sé mun hagstæðara þarf það líka að vera það ef menn telja ásættanlegt að taka á sig kröfu sem er ekki lagastoð fyrir. Það er óbreytt og ég held að það sé afstaða ríkisstjórnarinnar núna að þetta sé ekki samkvæmt lagaskyld- um.“ Sigmundur segir að óháð niðurstöðunni úr samningaferlinu verði að meta hvort „fari vel á því að þingið taki síðasta orðið af almenningi. Þegar búið er að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan var afgerandi, verður að meta hvort ekki sé eðlilegt að það sé gert aftur. Ég tel að það sé eðlilegt úr því sem komið er.“ - shá VILL ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM SAMNINGINN ICESAVE-SAGAN BÆYSFÖR Á AUSTURVELLI Hinn 30. desember í fyrra var haldin blysför til þess að mótmæla Icesave-samkomulagi ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2008 2009 2010 Föstudaginn 10. desember verður lokað hjá embætti ríkisskattstjóra og á öllum starfsstöðvum (skattstofum). Lokað í dag Fljótt á litið er þetta mun hagstæðara tilboð en fyrri samningurinn SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON FORMAÐUR FRAM- SÓKNARFLOKKSINS „Þegar þessi niðurstaða samninga- nefndarninar er kynnt er manni auðvitað efst í huga hversu miklu máli það skipti að hnekkja fyrri samningum og að það skuli hafa verið gert með jafnafgerandi hætti og samstöðu meðal þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það sendi skýr skilaboð um að menn ætluðu ekki að sæta neinum afarkostum í þessu máli og ólíkt því sem forysta ríkisstjórnarinnar hélt þá fram, um að þjóðar- atkvæðagreiðslan væri tilgangslaus tímasóun, hefur komið í ljós að hún skipti öllu.“ Um efni samninganna segir Bjarni tvennt blasa við: „Annars vegar að þær fjárhagslegu skuldbindingar sem menn væru að undirgangast með þessum samningum eru af allt annarri stærðargráðu en samkvæmt fyrri samningi.“ Hins vegar sé umgjörð málsins gjörbreytt. Ekki væri verið að gangast í ábyrgðir fyrir risavaxin lán og þá hafi verið endursamið um ýmis lagaleg atriði með skynsamlegri hætti. „Eftir sem áður, þó að þetta tvennt hafi breyst svona mikið, þá er réttlætiskennd manns á vissan hátt misboðið yfir því að við skulum yfirhöfuð þurfa að ræða þetta mál, vegna þess að þarna var um að ræða banka sem var ekki á nokk- urn hátt rekinn á ábyrgð ríkisins,“ segir Bjarni. Verkefni næstu daga sé að fara yfir það hvort þjóðin hafi engu að síður hagsmuni af því að ljúka málinu, með tilliti til efnahagslegra og lagalega þátta, þótt Bjarni seg- ist enn algjörlega sannfærður um að engri lagaskyldu sé til að dreifa. „Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að efnahagsleg áhrif þess að málið hafi tafist hafi verið stór- kostlega ýkt og nær ekkert staðist af því sem flestir sem fjallað hafa um málið hafa sagt – allt frá háskólaprófessorum yfir í aðila vinnumarkaðarins – þá er ekki hægt að horfa alfarið framhjá því að því fylgja einhver efnahagsleg áhrif að málið skuli vera óleyst.“ Bjarni vill á þessu stigi ekkert segja um það hvort hann telji sig munu greiða atkvæði með ríkisábyrgð vegna samninganna. - sh NÚNA ÞARF AÐ VEGA OG META KOSTI ÞESS AÐ SEMJA UM MÁLIÐ Október: Landsbankinn fellur. Tugir þúsunda innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi geta ekki nálgast peninga sína. Október: Íslensk og hollensk stjórnvöld undirrita skjal um að tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi fái lán til að standa straum af greiðslu innstæðutrygginga. Miðað við 6,7 prósenta vexti. Samningaviðræður við Breta skila hins vegar ekki árangri. Nóvember: ESB beitir sér fyrir samþykkt svokallaðra Brussel-við- miða, þar sem meðal annars er viðurkennt að tilskipun ESB um innistæðutryggingar gildi á Íslandi og að í samningum við Ísland eigi að taka tillit til erfiðra og fordæmislausra aðstæðna landsins. Desember: Alþingi samþykkir þingsályktun sem heimilar stjórn- völdum að leiða Icesave-málið til lykta. Júní: Ritað er undir lánasamninga á milli Íslands og Hollands og Bretlands. Frumvarp er lagt fram á Alþingi. September: Frumvarpið er samþykkt með miklum breytingum, svokölluðum fyrirvörum um bæði efnahagsleg og lagaleg áhrif samninganna. Október: Gerðir viðaukasamningar við Bretland og Holland til að koma til móts við fyrirvara Alþingis. Desember: Alþingi samþykkir nýtt Icesave-frumvarp. Janúar: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjar Icesave- lögunum staðfestingar. Boðað er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Febrúar – mars: Skipuð er ný samninganefnd undir forystu Lee Buchheit. Reynt til þrautar að ná nýjum samningi fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu, en það mistekst. Mars: Icesave-lögin er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu með rúm- lega 98 prósentum atkvæða. Réttlætis- kennd manns er á vissan hátt misboðið yfir því að við skul- um yfirhöfuð þurfa að ræða þetta mál. BJARNI BENEDIKTSSON FORMAÐUR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu,“ segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta,“ segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórn- inni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann.“ Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrð- ist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust.“ Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra.“ - sh STEINGRÍMUR ÍHUGI STÖÐU SÍNA Við ætt- um kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráð- herra. ÞÓR SAARI ÞINGMAÐUR HREIFINGARINNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.