Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 16

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 16
16 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ Ráðherrar Evrópusam- bandsríkja hafa hafnað tillögu Evrópuþings- ins frá því í október um að lengja lágmarks- fæðingarorlof í ESB-löndunum 27 í 20 vikur. Lágmarksorlof í ESB er nú 14 vikur, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkis- útvarpsins, BBC. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að lágmarksfæðingarorlof verði lengt í 18 vikur, en ekki er búist við að samkomulag náist um málið meðal ESB-ríkjanna fyrr en á næsta ári. BBC greinir frá því að Bretland hafi verið meðal þeirra ríkja sem lögðust gegn lengingu orlofsins í 20 vikur. Lagt var fram mat þar sem viðbótarkostnaður breskra fyrirtækja við breytinguna var metinn á 2,5 milljarða punda, eða tæplega 450 milljónir króna. Svipaðar áhyggjur voru viðraðar í Frakk- landi og Þýskalandi. Frakkar sögðu kostnað heilsugæslu myndu aukast um 1,3 milljarða evra (tæpa 198 milljarða króna) og Þjóðverj- ar sögðu kostnaðaraukann verða 1,2 millj- arða evra (183 milljarðar króna). Belgía, sem veitir framkvæmdastjórninni forystu, segir meirihluta ríkjanna hlynntan frekari viðræðum um tillögu framkvæmda- stjórnarinnar, um lengingu orlofs í 18 vikur. - óká Í MEÐGÖNGUSUNDI Sameiginlegur réttur íslenskra for- eldra til töku fæðingarorlofs telur níu mánuði, margfalt lágmark ESB-ríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Viðræður um lengingu lágmarksfæðingarorlofs í ESB-ríkjum halda áfram: Ráðherrar hafna tillögu um 20 vikna orlof LÆTUR VEL AÐ HVOLPNUM Í dýragarði í sunnaverðu Frakklandi komu nokkrir ljónshvolpar í fyrsta sinn inn í hóp full- orðinna ljóna í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING Hver er staða krónunnar og er tíma- bært að afnema gjaldeyrishöft? Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæð- ið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgun- verðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krón- unnar. Ásgeir tæpti á því að saga flot- gengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjár- magni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðar- úrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerf- ið með fljótandi gjaldmiðli,“ sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt,“ sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þrem- ur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarn- ar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleið- ingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prent- að peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð,“ sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir,“ sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tíma- punkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér,“ sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun,“ sagði Ásgeir. jonab@frettabladid.is ÁSGEIR JÓNSSON Markaðir eru framsýnir. Um leið og stjórnvöld hér lýsa því yfir að stefnt sé að inngöngu í myntbandalag Evrópu mun krónan taka við sér, segir forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Ætli Íslendingar að halda í krónuna verða þeir að reikna með lítilli einkaneyslu í skugga hafta um árabil. Seðlabankinn brást of seint við. Núverandi vaxtastigi hefði átt að vera náð fyrir ári, segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Seðlabankinn hefur verið gagnrýndur síðastliðin þrjú ár fyrir að hafa farið sér of hægt í lækkun stýrivaxta þegar erfiðleika tók að gæta á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2007. Peningastefnunefnd lækkaði stýrivexti í fyrra- dag og eru þeir nú miðað við skilgreiningu bankans 4,0 prósent. Á sama tíma eru stýrivextir í helstu nágranna- löndum nálægt núlli. „Við hreyfum vextina upp og niður eins og þarf til að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort við erum að fara of hratt eða of hægt. Þeir hafa fullan rétt til þess,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hreyfa vexti í takt við markmið MÁR GUÐMUNDSSON REYKJAVÍK Góðverkadagurinn, Hafnarkortið og vinafjölskyld- ur í Austurbæjarskóla eru meðal þeirra verkefna sem í gær fengu úthlut- að styrkjum úr Forvarna- og framfara- sjóði Reykja- víkurborgar. Heildarupphæð styrkja nemur um 6,75 millj- ónum króna. Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði styrkj- unum níu í gær í sjöunda sinn. Hann sagði við afhendinguna að verkefnin sem hlotið hefðu styrki væru jafn ólík og þau hefðu verið mörg. Þau hefðu verið „allskon- ar“ og skemmtileg – hvert á sinn hátt. Úthlutað úr forvarnasjóði: Alls konar verk- efni fá styrki JÓN GNARR AKUREYRI Akureyrarbær mun verja um 189 milljónum króna á næsta ári til að breyta fyrirkomu- lagi við sorphirðu og förgun. Í fjáhagsáætlun sem lögð var fyrir bæjarstjórn í vikunni. Í greinargerð segir að verið sé að stórauka endurvinnslu og minnka sorp til urðunar, en þó er gert ráð fyrir að sorphirðugjald verði óbreytt frá þessu ári, eða 22.000 krónur á heimili. - þj Sorphirða á Akureyri: Endurvinna í auknum mæli UMHVERFISÁTAK Akureyringar stefna að umhverfisvænni sorpförgun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.