Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 18

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 18
18 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Ólafur Magnússon hefur stofnað nýtt fyrirtæki í mjólkuriðnaði og ætlar sér stóra hluti, utan kvóta! PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 49 3 39.900 Verð með vsk. Hörkupakki DC743KB Nett 2ja gíra 12 V borvél Þyngd: 2 Kg Innbyggt LED ljós Átak 35 Nm. 2x2,6 Ah NiMh rafhlöður 13 mm patróna 1 klst. hleðslutæki Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir Sindri færir þér kraftinn! Ljúflingur og Öðlingur heita tveir nýir ostar sem koma eiga í versl- anir núna um helgina. Ljúfling- ur er hvítmygluostur í ætt við Camembert og Öðlingur er blá- og hvítmygluostur. Ostarnir eru þeir fyrstu sem líta dagsins ljós frá nýju framleiðslu- fyrirtæki í mjólkuriðnaði sem kallast Kú og er fjölskyldufyrir- tæki Ólafs M. Magnússonar. Í allt starfa nú sex manns að framleiðsl- unni, velflestir tengdir Ólafi fjöl- skylduböndum, en hann segist von- ast til þess að fyrir árslok starfi 15 til 20 manns við framleiðsluna. Auk fyrstu ostanna tveggja segir Ólafur svo standa til að koma með á markað eftir áramót íslenskan Port-Salut, sem ekki hafi verið hér á markaði í dálítinn tíma. „Og svo komum við með gráða- ost, sem verður í ætt við Gorgonz- ola og unninn á sama hátt.“ Þá segir Ólafur standa til að koma með á markað fyrir páska rauð- mygluost sem hér hafi ekki feng- ist áður. Eins og að gefa frá sér barn Ólafur var áður forstjóri Mjólku, sem þar til á síðasta ári framleiddi mjólkurafurðir úr mjólk sem fram- leidd var utan kvóta. Skuldir sem höfðu hrannast upp samfara afar hröðum vexti gerðu það að verk- um að Ólafur sá sig nauðbeygðan til að selja fyrirtækið Kaupfélagi Skagfirðinga. Ólafur líkir því við að hafa þurft að láta frá sér barn, rétt komið á fermingaraldur, þegar lá fyrir að selja þurfti Mjólku. „Það var mjög sárt, en það sem huggar okkur er að hagsmunir þeirra góðu aðila sem með okkur höfðu starfað, lánar drottna, birgja og starfsfólks, voru tryggðir að mestu. Við höfum verið að ganga frá því öllu saman í góðri sátt,“ segir hann og kveðst óendanlega þakklátur bæði birgj- um og lánardrottnum fyrir lang- lundargeð þeirra. Ólafur segir að rekstur Mjólku hafi hafist með tvær hendur tómar og fyrirtækið byggst mjög hratt upp. „Við fengum gríðarlega góðar viðtökur neytenda og hitt- um kannski líka á réttu hlutina í byrjun.“ Hraður vöxtur hafi um leið kallað á mikið lánsfé og rekstur- inn hafi því orðið mjög skuldsett- ur. „Velta fyrsta mánuðinn í sölu Mjólku var 186 þúsund krónur. Síð- asta mánuðinn sem við héldum á fyrirtækinu var veltan tæpar 140 milljónir króna. Þetta útheimti mikla skuldsetningu og vöxturinn bitnaði náttúrlega bæði á lánar- drottnum og birgjum. Við vorum að ná tökum á rekstri félagsins eftir þennan mikla uppbyggingar- fasa seinni hluta ársins í fyrra, en efnahagshrunið varð kannski til þess að við náðum ekki að klára þetta.“ Ólafur segir svo hafa verið ákveðið með hagsmuni birgja, lán- ardrottna og starfsfólks í huga að selja hlutabréfin í fyrirtækinu. „En okkur er enginn vorkunn og við getum engum öðrum kennt um en okkur sjálfum. Við bárum fulla ábyrgð á rekstri félagsins og höfðum með okkur dugmikla hlut- hafa sem stóðu með okkur til enda í þessari vegferð,“ segir Ólafur og bætir við að reynsla þessi hafi sýnt honum að alröng sé sú mynd sem stundum sé dregin upp af við- skiptalífinu að þar sé fólk óheiðar- legt og svífist einskis í að skara eld að eigin köku. „Það er bara ekki rétt. Megnið af viðskiptamönnum hér er drengskaparmenn.“ Núna segist Ólafur aftur á byrjunarreit, en kveðst standa uppi með ný sóknarfæri. „Það er okkar að vinna úr þeim og við ætlum að bjóða neytendum upp á nýja valkosti í ostaflórunni og leggjum áherslu á að bjóða þar nýja nálgun.“ Horft er til fransks stíls í osta- gerð við framleiðsluna á nýju ost- unum frá Kú, en fyrirtækið hefur þróað þá í samvinnu við Bornholm Dairy í Danmörku sem framleiðir meðal annars St. Clemens-ostana. „Við horfum til þess að fram- leiða mýkri osta,“ segir Ólafur, en sumir aðrir framleiðendur hér horfi frekar til þýskrar ostagerðar þar sem ostar eru harðari. Íslensk- an mjólkuriðnað segir Ólafur hins vegar hafa gert marga hluti mjög vel. „Við ráðumst ekkert á garðinn þar sem hann er lægstur því gæði íslenskra mjólkurafurða eru með því mesta sem gerist í heiminum, hvort sem litið er til osta eða ann- arra hluta.“ Fullþroska í hillur verslana Sérstaða ostanna frá Kú segir Ólafur hins vegar endurspeglast í því að osturinn sé mýkri og þrosk- aðri og tilbúinn til neyslu beint úr hillum verslana. „Það þarf ekkert að geyma hann í ísskáp í einhverj- ar vikur þar til hann er tilbúinn,“ segir Ólafur. „Við stillum af þrosk- ann á ostinum áður en við setjum hann á markað.“ Ekki þurfi annað en að leyfa honum að jafna sig við stofuhita um stund áður en hann er borinn á borð. „Reyndar eru það líklega algengustu mistök sem fólk gerir við framreiðslu á ostum að bjóða fólki þá beint úr ísskápn- um,“ segir hann og hlær. Um leið viðurkennir Ólafur að ákveðinn vandi sé fólginn í að bjóða ostinn jafnþroskaðan í versl- uninni, því líftími hans í hillu sé skemmri. Um leið segir hann að horft sé til fleiri tækifæra en sölu í verslunum, því jafnmikil áhersla sé lögð á sölu á ostinum beint til þeirra sem starfa í veitingageira. „Við getum boðið veitingahúsum og ostabúðum að kaupa ost á mis- munandi þroskastigi. Hér höldum við lagera þannig að það sé hægt og í því felst kannski sérstaða okkar sem lítils framleiðanda að geta boðið upp á slíkan sveigjan- leika í afhendingu.“ Ólafur segir að þau hjá Kú vilji halda áfram þeirri vegferð að auka fjölbreytni í mjólkuriðnaði og standa vörð um að einstakling- ar hafi tækifæri til að vinna úr sínum afurðum sjálfir og koma þeim á markað. „Við viljum ryðja úr vegi þeim hindrunum sem gert hafa það að verkum að haldið er aftur af bænd- um, sem eru að upplagi dugmiklir og framsæknir, með þeim hindr- unum sem settar eru af hálfu lög- gjafans til að binda þá alla á sama básinn.“ Eins og er kemur mjólkin í fram- leiðsluna hjá Kú frá kúabúi fjöl- skyldu Ólafs í Kjós, en þar segir hann framleidda utan greiðslu- marks á ári um 220 þúsund lítra af mjólk. Fyrirtækið hafi hins vegar tryggt sér aðgang að mjólk frá fleiri framleiðendum. „Við getum keypt af Mjólkursamsölunni, en ætlum svo eiginlega frekar að snúa okkur að Vesturmjólk,“ segir hann og kveður það eðlilegt enda standi það fyrirtæki utan mjólkur- kvótakerfisins eins og Kú. Kvótasala skýrir þrönga stöðu Ólafur kveðst ekki kvíða nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra sem lagt var fram á Alþingi í sumar- lok og hafði að geyma ákvæði í þá veru að refsa bæri afurðastöðvum sem byggju til vörur úr mjólk sem framleidd væri utan kvótakerfis- ins, en á því byggja ríkisstyrkir í mjólkurframleiðslu. „Þessu var náttúrlega beint sér- staklega til höfuðs okkur,“ segir Ólafur, sem kveðst nýverið hafa sent landbúnaðarnefnd tillögur að breytingum á lögum um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. „Það verður að huga að réttar- stöðu þeirra sem standa fyrir utan kerfið. Samkvæmt núgild- andi lögum þá er þessi starfsemi ekki bönnuð og við erum ekki aðil- ar að greiðslumarkskerfinu. Og í raun og sann fjallar frumvarp- ið fyrst og fremst um viðurlög gagnvart þeim sem aðilar eru að greiðslumarkskerfinu og fram- leiða umfram það magn sem þeim er úthlutað í því kerfi. En við erum ekki aðilar að því,“ segir Ólafur og telur vandséð að dómstólar myndu skrifa upp á að beita þessum við- urlögum á bú sem utan kerfisins standa. „Auk þess gengur þetta gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar og skýtur auðvitað mjög skökku við ef fólki er ekki heimilt að framleiða mjólk án þess að þiggja til þess ríkisstuðning. En auðvitað skiljum við þessi sjónar- mið manna sem lagt hafa mik- inn kostnað í fjárfestingu á fram- leiðslurétti, sem verið hefur mjög dýr.“ Ólafur kveðst þeirrar skoð- unar að meginástæðu þröngrar stöðu og mikillar skuldsetning- ar mjólkur bænda sé að leita í því hversu miklir fjármunir hafi verið teknir út úr greininni með sölu á framleiðslurétti. „Eftir situr greinin mjög skuldsett,“ segir hann og kveður að jafnvel hafi meiri fjármunir horfið úr grein- inni en ríkið hafi til hennar lagt á hverjum tíma. „Og er þá ekki alveg eins gott að leggja kerfið niður í þessari mynd, fremur en að skilja grein- ina eftir skuldsettari og skuld- settari,“ spyr Ólafur og telur að til viðamikilla breytinga á fram- leiðslukerfi mjólkur hljóti að þurfa að koma. „Ég held að menn séu almennt sammála um það, hvar í flokki sem þeir eru, að þeir vilji standa vörð um dreifðari byggðir lands- ins og landbúnað. En það verður þá mikið fremur að gerast í gegn- um byggðatengda styrki en að hengja það við atvinnugreinina sjálfa.“ Aftur á byrjunarreit − nú með Kú Ólafur M. Magnússon þurfti að selja Mjólku frá sér í kjölfar hrunsins. Hann kennir þó ekki öðrum um en sjálfum sér og mikilli skuld- setningu vegna hraðs vaxtar. Nú stigur hann fram með framleiðslufyrirtækið Kú og býður upp á osta framleidda úr mjólk utan kvóta. BRÆÐUR AÐ STÖRFUM Kú er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Hér eru bræðurnir Tómas og Ólafur í einum fjögurra kæliklefa fyrir ost á framleiðslustað fyrirtækisins í Hafnarfirði. Ólafur segir hins vegar stefnt að því að flytja alla framleiðsluna upp í Kjós og setja þar upp verslun fyrir osta beint frá býli. Sú aðstaða verði komin upp með vorinu, en í Kjós er mjólkurbú fjölskyldunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við viljum ryðja úr vegi þeim hindrunum sem gert hafa það að verkum að haldið er aftur af bændum, sem eru að upplagi dugmiklir og framsæknir. BÍLL FRÁ KÚ Svona sjá ímyndarfræðingar fyrir sér að merkja megi flutningabifreiðar Kú þegar fram líða stundir. MYND/KÚ Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.