Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 20
20 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Lokun Varnarmálastofnunar
1940
Breskt herlið hernemur
Ísland.
1941
Bandarískt herlið tekur
við vörnum landsins.
1949
Ísland gerist stofnaðili
að NATO.
1951
Tvíhliða varnarsamning-
ur Íslands og Bandaríkj-
anna er undirritaður.
1953 til 1958
Bandaríska herliðið
reisir og hefur rekstur á
fjórum ratsjárstöðvum.
1987
Ratsjárstofnun hefur
starfsemi og yfirtekur
rekstur ratsjárstöðva.
2006
Bandarísk stjórnvöld
ákveða einhliða að
loka herstöð sinni á
Miðnesheiði.
2008
Varnarmálastofnun
tekur til starfa.
2011
?
Varnir í tímans rás
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010
Eftir þrjár vikur verður
Varnarmálastofnun lögð
niður eins og ákveðið var í
vor. Þrátt fyrir það er enn
ekki búið að ráðstafa þeim
verkefnum sem þar eru
unnin til annarra stofnana.
Meðal þess sem eftir er að
ákveða er hver mun sjá um
loftvarnakerfið.
Ríkisstjórnin ákvað í desember
2009 að leggja ætti Varnarmála-
stofnun niður frá og með komandi
áramótum. Þá verður settur loka-
punktur við starfsemi þessarar oft
á tíðum umdeildu stofnunar. Hún
er sennilega með skammlífustu
stofnunum, en hún hóf starfsemi
1. júní 2008.
Þrátt fyrir að sú stefna stjórn-
valda að leggja Varnarmálastofnun
niður hafi legið fyrir frá því í lok
mars síðastliðins hefur enn ekki
verið ákveðið hvað verður um þau
verkefni sem hún hefur sinnt.
Pólitískt skipuð verkefnisstjórn
tók við rekstri Varnarmálastofn-
unar í september. Ráðgert var að
verkefnisstjórnin samþætti verk-
efni Varnarmálastofnunar hlut-
verki annarra opinberra stofnana
frá því að hún tók við og fram að
áramótum. Lítið hefur farið fyrir
þeim áformum, og er staðan í raun
lítið breytt frá því að verkefnis-
stjórnin tók við störfum.
Nú virðist stefnt á að hluti verk-
efnanna færist undir sameinað
ráðuneyti samgöngumála og dóms-
mála, innanríkisráðuneytið. Hluti
verkefnanna mun áfram heyra
undir utanríkisráðuneytið.
Það er einmitt þessi skipting
sem er að valda ráðherrunum sem
þessum ráðuneytum stýra vanda.
Verkefnisstjórnin átti að leggja til
tillögur um skipan verkefna. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
klofnaði hún í afstöðu sinni til þess
hvar best væri að koma umsjón
með loftvarnakerfinu fyrir.
Varnir til opinbers hlutafélags
Meirihluti nefndarinnar vill sam-
kvæmt heimildum blaðsins að
Isavia ohf., áður Flugstoðir ohf. og
Keflavíkurflugvöllur ohf., taki við
rekstri loftvarnakerfisins. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma að slík
áform hugnist yfirstjórn NATO
illa, þar sem þá væri opinbert
hlutafélag farið að sjá um rekstur
hernaðarmannvirkja og kerfa sem
annars staðar er á hendi hermála-
yfirvalda.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að NATO muni ekki leggjast alfarið
á móti því að þetta verði niðurstað-
an, enda ekki hlutverk bandalags-
ins að hlutast til um innanríkismál
bandalagsríkja. Færist umsjón
með loftvarnakerfinu til Isavia er
þó mögulegt að aðgengi Íslands að
upplýsingum úr kerfinu verði tak-
markað.
Í skýrslu samráðshóps sem skip-
aður var eftir að ákveðið var að
leggja Varnarmálastofnun niður
er bent á að hvergi meðal banda-
lagsríkja Atlantshafsbandalags-
ins þekkist að loftrýmiseftirlit sé
samþætt borgaralegri flugleið-
sögu, sem Isavia hefur með hönd-
um. Verkefnin séu eðlisólík. Slíkt
sé raunar gert í Brasilíu og Óman,
en þá undir stjórn hersins.
Framtíðarsýn hópsins gerði ráð
fyrir því að varnarmál myndu að
mestu heyra undir innanríkisráð-
herra eftir að samgönguráðuneyti
og dómsmálaráðuneyti verða sam-
einuð.
Þar er þó gert ráð fyrir því að
utanríkisráðuneytið, sem nú hefur
varnarmál alfarið á sínu forræði,
fari eftir sem áður með forræði í
samskiptum við NATO og aðrar
alþjóðlegar stofnanir og samtök.
Verði niðurstaðan á þessa leið
yrði verkaskiptingin hér á landi
svipuð því sem gerist í öðrum
aðildarríkjum NATO.
Fylgja ekki stefnu ráðuneytis
Gagnrýnt hefur verið að ákveðið
hafi verið að leggja niður stofn-
unina fyrst og svo farið yfir
hvar þeim verkefnum sem þar
hafa verið unnin væri best niður
komið.
Þetta er í algeru ósamræmi við
þá stefnu sem mótuð er í riti fjár-
málaráðuneytisins um samein-
ingu ríkisstofnana sem gefið var
út í desember 2008.
Þar er sameiningarferli ríkis-
stofnana skipt í fimm hluta:
■ Vinna frumathugun, skilgreina
markmið með sameiningunni
og kanna hversu fýsilegt sé að
sameina.
■ Eiga samráð og afla sameining-
unni stuðnings og taka að því
loknu ákvörðun um samein-
ingu.
■ Undirbúa sameiningu með gerð
vandaðrar samrunaáætlunar.
■ Hrinda sameiningu í fram-
kvæmd með virkri þátttöku
starfsmanna.
■ Gera úttektir til að meta árang-
urinn af sameiningunni.
Aðdragandi lokunar Varnar-
málastofnunar var nokkuð annar
en hér er lýst, þrátt fyrir að lokun
einnar stofnunar og færsla verk-
efna til annarrar eða annarra
stofnana sé eitt af dæmunum sem
notað eru í riti fjármálaráðuneyt-
isins.
Fyrsta skrefið í því verkefni
að loka Varnarmálastofnun var
ekki að vinna frumathugun á því
hvort fýsilegt væri að færa verk-
efni hennar til annarrar stofn-
unar. Fyrsta skrefið var stigið á
fundi ríkisstjórnarinnar í desem-
ber 2009. Þar var ákveðið að leggja
Varnarmálastofnun niður. Í kjöl-
farið var svo stofnaður starfshóp-
ur sem hafði það hlutverk að meta
hvernig best væri staðið að því.
Engin sátt um skiptingu varnarverkefna
LOFTRÝMISGÆSLA Meðal verkefna Varnarmálastofnunar er að skipuleggja loftrýmisgæslu sem flugherir annarra NATO-ríkja taka
að sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HERINN KVADDUR Bandarísk stjórnvöld kvöddu orrustuþotur og hermenn af landi
brott árið 2006 eftir að hafa rekið hér herstöð í 65 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Helstu verkefni Varnarmálastofnunar eru:
■ Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi.
■ Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt.
■ Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO.
■ Undirbúningur og umsjón varnaræfinga.
■ Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga.
■ Þátttaka í hernaðarstarfi NATO.
■ Verkefni tengt varnarsamningi.
■ Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála.
Fjölbreytt verkefni Varnarmálastofnunar
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
Nánari upplýsingar varðandi
auglýsingar veitir:
Örn Geirsson,
sími: 512 5448,
netfang: orn@365.is
Áramótaannáll Markaðarins
- uppgjör á árinu 2010 í viðskiptalífinu
Hvað stendur upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er senn liðið?
Hvernig tókst fyrirtækjunum að vinna sig út úr erfiðleikunum?
Hvernig er alþjóðlega umhverfið? Hvað er framundan á nýju ári?
Markaðurinn ræðir við fjölda fólks í viðskiptalífinu.
Dómnefnd Markaðarins velur bestu og verstu viðskipti ársins og
menn viðskiptalífsins árið 2010.
Áramótaannáll Markaðarins kemur út miðvikudaginn 29. desember.