Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 26
26 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Pólitískar deilur um Íbúðalánasjóð settu svip sinn á stjórnmál áranna fyrir Hrun. Skiptist fólk gjarnan í fylkingar með og á móti Íbúðalánasjóði og þá jafnframt með og á móti húsnæðislánum bankanna. Deilur um ríkisábyrgð á sjóðnum og samkeppni hans við bankakerfið stóðu árum saman. Hér var deilt um kosti og galla ríkisafskipta og markaðslausna í húsnæðislánum, líkt og einn kostur inn útilokaði hinn. Eftir á að hyggja skiluðu þessar deilur litlu: álitamál um ríkisábyrgð eru til að mynda enn óleyst. Það er mikilvægt að rífa umræður um Íbúðalánasjóð upp úr gömlum hjólförum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis dró upp skýra og heldur dapurlega mynd af húsnæðislánum bankanna. Enginn getur því gagnrýnt Íbúðalánasjóð með því að benda á glæstan feril bankakerfisins í húsnæðislánum. Ófarir bankanna eru held- ur engin ástæða til að hefja Íbúðalánasjóð á stall og ræða um hann gagnrýnislaust. í rannsóknarskýrslu Alþingis eru breytingar á húsnæðislánakerfinu árið 2003 taldar ein af stærstu hagstjórnarmistökum síðari ára. Alþingi hefur nú samþykkt að ríkissjóður geti lagt Íbúðalánasjóði til 33 milljarða og fyrir liggur að leggja þarf sjóðnum til aukið fjármagn á næsta ári. Þessi framlög eru ekki beinlínis heilbrigðisvottorð um starfsemi sjóðsins. Framlög upp á tugi milljarða kalla auðvitað á sérstaka rannsókn á starfsemi sjóðsins í aðdraganda Hrunsins. Alþingi ber að mínu viti skylda til að standa fyrir slíkri rannsókn. Vandamálum Íbúðalánasjóðs má ekki sópa undir teppið eða gera lítið úr þeim vegna gamalla pólit- ískra deilumála. Umræðu um fjárhag og starf- semi Íbúðalánsjóðs verður að setja í samhengi við stefnu stjórn- valda í húsnæðismálum almennt. „Sá maður sem á sína eigin jörð“ sagði Bjartur í Sumarhúsum, „hann er sjálfstæður maður í landinu.“ Þetta var stefnan í hnotskurn. Séreignastefnan í hús- næðismálum hefur breyst í martröð fyrir fjölda Íslendinga, ekki síst ungt fólk. Okkar bíður það verkefni að skapa fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum og endurskoða þjónustuhlutverk Íbúðalánasjóðs í sam- ræmi við það. Að eiga sína eigin jörð? Húsnæðis- mál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar Séreigna- stefnan í hús- næðismálum hefur breyst í martröð fyrir fjölda Íslend- inga. Hressandi Fátt er jafn hressandi og pólitískt karp. Lilja Mósesdóttir og Pétur Blöndal buðu upp á eitt slíkt á Bylgjunni í gærmorgun. Þau körpuðu um hvoru bæri að þakka að fyrsta samkomulagið um Icesave var fellt með tilheyrandi 200 milljarða sparnaði fyrir ríkið. Lilja byrjaði. Bresturinn Trúnaðarbrestur hefur orðið milli Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekenda. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðis flokksins, hefur fellt þann dóm. Hann byggist á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpinu um daginn að aðilar vinnumarkaðar- ins væru ótrúverðugir þar til þeir hefðu beðist afsökunar á að hafa hvatt til staðfestingar á upphaflegum Icesave-samningi. Raunin Þetta er auðvitað alvarlegt mál enda hafa atvinnurek- endur og Sjálfstæðisflokkur- inn gengið hönd í hönd lengur en elstu menn muna. Og reyndar gott betur en það. Atvinnurekendur eru jú upp til hópa í Sjálfstæðis- flokknum. Sumir vilja meira að segja meina að atvinnurekendur séu Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta sé alla vega sami grauturinn í sömu skálinni. Í því ljósi er ekki gott að átta sig á dómi Óla. Nema hann sé í raun að segja að Sjálfstæðis flokkurinn hafi brugðist sjálfum sér. Nærtækara er að ætla að það sem Óli meini í raun og veru sé að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli atvinnurekenda og Óla Björns Kárasonar. Sem er náttúrlega ferlegt út af fyrir sig. bjorn@frettabladid.is V ið nýja Icesave-samkomulagið sem náðist í London í fyrrinótt er aðeins eitt að gera; afgreiða það sem lög frá Alþingi eins fljótt og hægt er og ljúka þar með einkar óskemmtilegum kafla í Íslandssögunni. Nú þegar hefur lausn málsins tafizt í nærri heilt ár frá því að forseti Íslands synjaði lögum um fyrri samninginn staðfestingar í byrjun ársins. Hefði samkomulag, sambærilegt við það sem nú liggur fyrir, náðst í marzbyrjun, áður en gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, hefði mátt fullyrða að synjun forsetans hefði verið íslenzkum hagsmunum stórlega til framdráttar. En biðin eftir niðurstöðu hefur líka verið dýr. Enginn veit í raun hvaða fjármunir og tækifæri hafa glatazt vegna áhrifanna á lánstraust Íslands og fjárfestingar í íslenzku atvinnu- lífi. Hins vegar liggur nú fyrir svart á hvítu að skaðinn fyrir skattgreiðendur af Icesave- ævintýri eigenda og stjórnenda Landsbankans er samkvæmt nýja samkomulaginu aðeins þriðjungur af því sem hann hefði verið samkvæmt gamla samningnum, að gefnum sömu forsendum um endurheimtur úr búi gamla Landsbankans. Að verulegum hluta skýrist sá sparnaður af nýjum vaxta- ákvæðum, sem eru mesta afrek íslenzku samninganefndarinnar. Að hluta til lækkar kostnaðarmatið hins vegar vegna styrkingar krónunnar, sem út af fyrir sig hefur ekkert með samnings- niðurstöðuna í London að gera. Ákvörðun um að afgreiða ekki þetta nýja Icesave-samkomulag með hraði væri jafnframt ákvörðun um að bjóða áfram banda- mönnum og vinaríkjum Íslands birginn og gefa alþjóðlegum fjár- málamarkaði langt nef. Hún væri ákvörðun um að kasta á glæ verulegum ávinningi sem samningamennirnir hafa náð fram fyrir Íslands hönd. Og líkast til yrði hún túlkuð sem svo að nú lægi endan lega fyrir að Ísland hygðist ekki greiða skuldir sínar. Hingað til hafa allir sem einhverja ábyrgð hafa tekið í Icesave- málinu; ríkisstjórn, stjórnarandstaða og forseti lýðveldisins, ítrek- að þá afstöðu að ekki stæði til að greiða ekki innistæðutrygging- una, heldur stæði ágreiningurinn um kjörin. Þau hafa nú batnað stórlega og eru mun betri en vaxtakjör sem öðrum ríkjum bjóðast nú um stundir eins og Lee Buchheit, formaður íslenzku samninga- nefndarinnar, benti á í gær. Í samantekt samninganefndarinnar um niðurstöðuna frá London kemur fram að verði hún ekki endapunkturinn megi gera ráð fyrir að Ísland verði dregið fyrir EFTA-dómstólinn. Sú málsmeðferð gæti tekið allt að tveimur árum og þarf ekki að hafa mörg orð um þann skaða sem á meðan væri unninn í íslenzku efnahagslífi. „Ef niðurstaða yrði Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaða- bótaskyldu ríkisins og sérstök vandkvæði vegna framkvæmdar EES-samningsins í framhaldinu,“ bætir samninganefndin við. Þetta er rétt mat. Það er fræðilegur möguleiki að betri niður- staða næðist fyrir dómi, en hvort það gerist vitum við ekki. Hins vegar vitum við að frekari töf á málinu hefði enn meira tjón í för með sér. Með samningum hefur Ísland stjórn á útkomunni en fyrir dómi getur brugðið til beggja vona. Það er rétt og ábyrgt að setja endapunktinn hér. Nýtt Icesave-samkomulag minnkar skaðann. Endapunktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 290. tölublað (10.12.2010)
https://timarit.is/issue/326358

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

290. tölublað (10.12.2010)

Aðgerðir: