Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 30
30 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Íslenska bankahrunið var gríðar-lega stórt. Eignarýrnun bankanna var um 7.800 milljarðar króna, eða sem nemur fimmfaldri landsfram- leiðslu og um 25 milljónum króna á hvert mannsbarn. Hrunið var mun flóknara en svo að bara sé hægt að segja að of mikið hafi verið lánað til venjulegra viðskiptavina. Vænt- anlega var um alvarlega markaðs- misnotkun að ræða, gífurleg útlán til „eigenda“ bankanna og tengdra aðila, kannski meiri græðgi en annars staðar, einbeittari ásetning um að fara ekki eftir reglum, minna eftirlit, meiri þátttöku stjórnmála- manna og alls kerfisins í því að spila með nýjum eigendum og stjórnend- um bankanna o.s.frv. Áfram mætti sjálfsagt lengi telja. Við höfum eytt síðustu tveimur árum í að finna út hvað gerðist. Rannsóknarskýrsla Alþingis er stærsta skrefið á þeirri vegferð og með henni hefur verið lagður grunn- ur að frekari umfjöllun. Eining virðist ríkja um meginniðurstöður skýrslunnar, en hún er þó alls ekki fullkomin. Þeir sem vel þekkja til í einstökum málum telja að sums staðar skorti á dýpt og þekkingu. Ég hef t.d. átt þátt í að skrifa ítar- legar athugasemdir við kaflann um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Ég er alls ekki að halda því fram að meginniðurstöður kaflans séu rang- ar, einungis er verið að draga fram ýmis atriði sem eru röng eða byggð á misskilningi án þess að það koll- varpi niðurstöðunni. Hluti Rannsóknarskýrslunnar er helgaður siðferðilegri hlið hrunsins og umfjöllun um það hvort skýring- ar á hruni bankanna megi að ein- hverju leyti finna í starfsháttum og siðferði. Vinnuhópur um sið- ferði taldi að siðferði og starfs- hættir bankamanna hlytu að vera í brennidepli í slíkri rannsókn, en óhjákvæmilegt væri að skýra slíkt í tengslum við starfshætti í stjórn- sýslu eftirlitsstofnana og siðferði stjórnmálamanna, en einnig í sam- hengi við t.d. fjölmiðla og háskóla- samfélagið. Dómur vinnuhópsins er harður; Starfsháttum og siðferði var víða ábótavant í íslensku sam- félagi og það er hluti af skýringunni á því hve illa fór. Þetta á jafnt við í stjórnmálum, viðskiptalífi, stjórn- sýslu og fjölmiðlum. Hópurinn taldi að í fyrirtækjamenningu bankanna hafi siðferðilegir þættir verið van- ræktir og að dyggðum sem séu kjöl- festa góðra viðskiptahátta hafi verið kastað fyrir róða. Í því samhengi er t.d. bent á þrönga hagsmuna- gæslu fyrir ákveðna skjólstæðinga innan bankakerfisins. Fullyrt er að hvatakerfi bankanna hafi mið- ast við skammtímagróða stjórn- enda og eigenda á kostnað smærri hluthafa og almennings. Þá nutu eigendur bankanna óheftrar fyrir- greiðslu og taumlítil gróðahyggja einkenndi samskipti bankamanna við viðskiptavini um leið og traust almennings var misnotað. Smæð samfélagsins og kunningjatengsl ýttu undir traust og samstöðu sem veikti skilyrðin fyrir nauðsynlegu aðhaldi. Engin stemning reyndist fyrir gagnrýni á það sem fram fór. Bankakerfið varð íslensku stjórn- kerfi ofviða og atburðarásin í aðdraganda bankahrunsins afhjúp- aði alvarlega veikleika í stjórnsýsl- unni. Stjórnmálamenn vanræktu margvíslegar skyldur sínar og brugðust almenningi. Vikið var frá eðlilegum starfsháttum við einka- væðingu bankanna og reynslulitlum aðilum treyst fyrir helstu fjármála- stofnunum landsins. Margir aðrir innviðir lýðræðis- samfélagsins reyndust líka veik- burða að mati hópsins. Fjölmiðl- ar ræktu illa það hlutverk sitt að upplýsa almenning og veita stjórn- völdum og einkaaðilum gagnrýnið aðhald og þeir áttu stóran þátt í að móta og viðhalda ríkjandi orðræðu um velgengni íslensks fjármála- lífs. Háskólamenn hefðu sömuleiðis getað lagt meira af mörkum í opin- berri umræðu á grundvelli sérþekk- ingar sinnar. Skýrsla vinnuhópsins um siðferði og starfshætti sýnir í hnotskurn að brýn þörf er á siðvæðingu á fjöl- mörgum sviðum í íslensku sam- félagi. Þótt margir hafi vissulega gerst sekir um ámælisverða hegðun og á því þurfi að taka með viðeig- andi hætti, telur hópurinn varasamt að einblína á einstaklinga. Hann telur að siðvæðing íslensks samfé- lags sé nauðsynleg og það sé lang- tímaverkefni sem krefjist framlags frá fólki á öllum sviðum samfélags- ins. Niðurstaða hópsins er því sú að ábyrgðin af hruninu liggi víða. Öll þekkjum við eftirmál rann- sóknarskýrslunnar. Umræðan fer í hringi og hver bendir á annan þegar kemur að mögulegri ábyrgð. Stjórn- málamenn hafa þráast við að segja af sér og allir keppast við að bera af sér sakir. Þó sjást nokkur merki um breytingar. T.d. hefur fyrrver- andi ráðuneytisstjóri verið ákærð- ur fyrir innherjasvik og þrír ein- staklingar ákærðir í tengslum við svokallað Exeter-mál. Stjórnendur tveggja banka hafa verið sakaðir um markvissa og alvarlega mark- aðsmisnotkun og Alþingi hefur ákveðið að stefna fyrrverandi for- sætisráðherra fyrir Landsdóm fyrir meinta alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum. Aðstæður í samfélaginu eru sér- kennilegar. Enn skortir verulega á traust og það hefur reynst erf- itt að sýna nægjanlega vel fram á að mikið hafi breyst eftir hrun. Einungis lögreglan (91%), Háskóli Íslands (68%) og Ríkisútvarpið (52%) njóta trausts meira en helm- ings almennings. Aðeins 3% treysta fjármálakerfinu, 6% Fjármálaeftir- litinu og 7% treysta sjálfu Alþingi. Í almennri umræðu er iðu- lega fullyrt að enginn munur sé á umhverfi, vinnuaðferðum og sið- ferði í fjármálakerfinu fyrir og eftir hrun. Þetta er að hluta rétt. Mörg ný ráðgjafafyrirtæki hafa tekið til starfa og þar eru innan- borðs starfsmenn úr gamla kerfinu og þeir fást við enduruppbyggingu atvinnulífsins. Sumir aðalleikendur hrunsins fást við ráðgjafaþjónustu, bæði hérlendis og erlendis. Þá eru ótaldar slitastjórnir gömlu bank- anna sem margir telja að starfi í anda sem sé lítt frábrugðinn gamla kerfinu. Því má þó ekki gleyma að í nýju bönkunum hafa verið gerð- ar víðtækar skipulags- og manna- breytingar frá því sem var. Það er engu að síður ljóst að við eigum enn langt í land á þeirri leið sem við þurfum að fara til að endur- skapa traust, siðferði og trú á fram- tíðina. Allt of mörgum spurningum er enn ósvarað um siðferðilegu hlið- ina og ábyrgðina á hruni hagkerfis- ins. Svörin við spurningunum eiga að hjálpa okkur að byggja upp til framtíðar en líkt og í Mattheusar- guðspjalli þá stöndum við frammi fyrir vali um hvaða leið við vilj- um feta. Þar segir að vítt sé hlið- ið og vegurinn breiður sem liggi til glötunar og að þeir séu margir sem þar fara inn. Hins vegar sé það hlið þröngt og sá vegur mjór sem liggi til lífsins og þeir séu fáir sem finna hann (Matt 7:14). Byggt á erindi á ráðstefnu nor- rænna fyrirtækja innan UN Global Compact í október sl. Fyrri grein birtist í blaðinu í gær. Seinni grein um sið- ferði og bankahrun Siðferði Ari Skúlason framkvæmdastjóri Landsvaka Erlend fjárfesting í atvinnuupp-byggingu er ekki aðeins mikil- væg vegna innspýtingar fjármagns í efnahagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráð- gjafarfyrirtækið Pricewaterhouse- Coopers í Belgíu til að vinna ítar- lega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórn- valda og stuðningi við markaðs- setningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjár- festingar verið einhæfar og frum- kvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar við- ræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjöl- breyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahags- lífsins, rammalöggjafar um íviln- anir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í sam- starfi Fjárfestingarstofu og nýrr- ar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefnd- in fer yfir skýrslu PWC, stefnu- mótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfest- ingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnu- greinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhuga- sömum fjárfestum. Á sama tíma er það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesave-deilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjár- mögnun orkuframkvæmda á eðli- legum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyris- málum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjár- festinga. Áhersla á erlendar nýfjárfestingar Fjárfestingar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra, sendiherra og um tíma aðalsamn- ingamaður ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu, skrifaði sérkenni- lega grein í Fréttablaðið þann 30. nóvember síðastliðinn. Mér finnst nauðsynlegt að svara þessum fyrr- um baráttumanni alþýðunnar sem, eftir að hafa klifrað metorðastig- ann eins og stjórnmálamönnum er best lagið, snýst nú gegn alþýðu landsins undir því yfirvarpi að hann sé að gagnrýna stjórnkerfið og forseta Íslands. Eins og menn muna kom Svav- ar heim frá Bretlandi með Icesave- samning sem ríkisstjórnin sagði afburða góðan fyrir Íslendinga, betur yrði ekki gert. Einhverjir höfðu reyndar á orði að Svavar hefði hætt samningaviðræðum þegar hann, að eigin sögn, „nennti ekki að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur“ – en hver trúir slíku? Hvort það var þessi samningur eða annar þar á eftir sem hrinti af stað öldu áskorana á forsetann um þjóðaratkvæði má einu gilda. For- setinn hlustaði á þjóðina og synjaði undirskrift. Stjórnvöld reyndu að malda í móinn með fullyrðingum um að nú hillti í enn betri samning (!) en allt kom fyrir ekki. Þar með fóru lögin sem heimiluðu greiðslur og ríkis- ábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu, skv. stjórnarskrá okkar. Eins og lengi mun í minnum haft, hafnaði þjóðin þessu alfarið – yfir 90% þeirra sem kusu sögðu nei. Enn við sama heygarðshornið Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu höfnun þjóðarinnar er ríkis- stjórnin aftur á fullri ferð í nýjum Icesave-viðræðum við erlenda menn, sjálfsagt undir nýju laga- frumvarpsnúmeri eða greiðslu í öðru formi. Hvort sem er, kýs ríkis stjórnin enn að ganga gegn vilja þjóðar sinnar. Til sjós héti þetta uppreisn og lægju þungar refsingar við. Eins og allir vita er ástæðan sú að ESB ætlar Íslendingum að greiða Icesave – sem er ósannað að við berum ábyrgð á – áður en við fáum innlimun. Ríkisstjórnin, sem er fyrst og fremst að vinna að inn- limuninni, er því meira en tilbúin að binda þjóð sinni skuldabagga, sem hún ekki vill, til þess að koma henni í Evrópusambandið, sem hún heldur ekki vill! Trúnaðarmenn okkar eru þannig enn að vinna að hagsmunum sínum og Evrópusambandsins, gegn sinni eigin þjóð. En, aftur að grein Svavars Gestssonar alþingismanns, ráð- herra, sendiherra og sérlegs sendi- manns stjórnvalda. Nú hefur for- seti Íslands látið það heyrast að komi Icesave-greiðslur aftur upp á borðið sé eðlilegt að bera það mál undir þjóðina. Ég leyfi mér að full- yrða að þorri landsmanna telji það líka. Svavar Gestsson er nú ekki aldeilis á því máli. Hann virðist telja það eðlilegt að hafni þjóð- in einhverju megi klæða málið í nýjan búning og láta það taka gildi – án þess að spyrja hana. Þetta álit Svavars sýnir viðhorf í fílabeinsturni margra stjórnmála- manna: Vilja þjóðarinnar má virða að vettugi ef hann er í vegi fyrir hagsmunamálum stjórnvalda. Svavar segir að forsetinn geti tekið sér þetta vald því Alþingi sé svo óvinsælt. Þetta vil ég leiðrétta: Hann tekur sér ekki þetta vald – hann hefur það. Og Alþingi er ekki bara óvinsælt núna, það hefur nær óslitið verið neðst á traust-lista okkar í áratugi – líka þegar Svav- ar Gestsson sat þar. Svavar bætir því við að svona embættisfærsla sé ekki bönnuð í stjórnarskránni – þó að það hefði raunar mátt gera. Spyrja má: Af hverju var það ekki gert. Var ástandið e.t.v. þannig eins og oftar að þingmenn voru með hugann við annað – t.d. ráðherrastól eða sendi- herrastöðu eða eftirlaunin sín? Hitt er umhugsunarefni hvaða afgreiðslu þetta mál og önnur hefðu fengið, hefðu hendur forseta verið bundnar, eða embættið lagt niður eins og sumir vilja? Um eitt er ég sammála Svavari Gestssyni; það væri sérkennilegt ef Alþingi þyrfti að spyrja for- seta fyrirfram hvort hann féll- ist á hvert mál. En það er ekki þannig – og svo lengi sem Alþingi vinnur af heilindum fyrir þjóðina og eftir vilja hennar þarf það og ríkis stjórn ekki að hafa áhyggjur af afskiptasemi forseta. Meðan svo er hinsvegar ekki, þakkar þjóðin Guði fyrir að hér er forsetaemb- ætti með þessi völd. Það vita flestir að ég hef um margt verið ósáttur við fram- göngu og embættisfærslu Ólafs Ragnars – það svo að ég hef boðið mig fram á móti honum sem er nær óþekkt þegar um sitjandi for- seta er að ræða. Í Icesave-málinu tel ég hins vegar að hann hafi stað- ið með þjóð sinni og það ber að virða. Þegar landsölumenn, full- ir græðgi og sérhagsmunagæslu, vilja selja fullveldi okkar og koma og leita stuðnings hjá Alþingi og íslenskri þjóð vona ég að á Bessa- stöðum verði líka forseti sem þorir að segja nei. Hver tekur sér vald ? Icesave Baldur Ágústsson fyrrv. forstjóri og forsetaframbjóðandi SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. AF NETINU Pólitískt rangeygður Það er ágætt að vera ekki partur af stjórnmálasamtökum. Það er einhvern veginn eins og að vera áhangandi knattspyrnuliðs. Maður verður einhvern veginn blindur á leikinn. Tekur bara eftir því hvað annað liðið gerir vel eða illa. Svoleiðis verð ég þegar “ég held með” stjórnmálaflokki. Þegar illa gengur finnst mér þá að eigi að reka “stjórann” eða “skipta út” leikmanni. Og þegar “andstæðingurinn” skorar þá öskra ég á dómarann RANGSTAÐA (lesist: lýðskrum). Pólitísk afstaða getur gert mann svo andskoti pólitískt rangeygðan. Það er svo frjálslegt að hafa sitt eigið X í eigin vasa. einar.eyjan.is Einar Ben. Þorsteinsson Í almennri um- ræðu er iðulega fullyrt að enginn munur sé á umhverfi, vinnu- aðferðum og siðferði í fjármálakerfinu fyrir og eftir hrun. Sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga. Nú hefur forseti Íslands látið það heyrast að komi Icesave-greiðslur aftur upp á borðið sé eðlilegt að bera það mál undir þjóðina. Ég leyfi mér að fullyrða að þorri landsmanna telji það líka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.