Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 36
36 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Nýtt líf á Íslandi bíður tveggja flóttafjölskyldna frá Kólumbíu
sem íslensk stjórnvöld hafa boðið
hingað til lands. Þetta eru einstæð-
ar mæður með börn sín sem hafa
orðið að flýja heimaland sitt, mátt
sæta ofsóknum og ofbeldi vegna
aðstæðna, en einnig vegna kyn-
ferðis.
Rauði kross Íslands er eitt af
mörgum félagasamtökum sem
nú standa í 20. sinn að 16 daga
alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu
ofbeldi. Yfirskrift átaksins 2010
er Berjumst gegn ofbeldi gegn
konum á átakasvæðum, og því
þykir mér vel við hæfi að vekja
athygli á aðstæðum kólumbísku
kvennanna sem munu hefja nýtt
líf á Íslandi með aðstoð íslenskra
stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og
Rauða krossins.
Borgarastyrjöld hefur geisað
linnulítið í Kólumbíu í fjóra ára-
tugi. Skæruliðar heyja blóð-
uga baráttu gegn stjórnvöldum
og glæpahópar vaða uppi. Morð,
pyndingar, mannrán og nauðgan-
ir eru daglegt brauð í sumum hlut-
um landsins.
Þetta er í þriðja sinn sem Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna leitar til íslenskra stjórn-
valda um að taka á móti konum
sem flúið hafa Kólumbíu vegna
hræðilegra atburða sem þær hafa
orðið fyrir eða vitni að. Konurnar
tilheyra hópi sem Sameinuðu þjóð-
irnar telja vera í sérstakri hættu,
og hafa sætt ofbeldi vegna kyn-
ferðis síns og stöðu sem einstæð-
ar mæður.
Það er ekki að ástæðulausu að
konur njóta sérstakrar vernd-
ar undir alþjóðlegum mannúðar-
lögum. Kynbundið ofbeldi er
nánast alltaf notað sem vopn á
átakasvæðum – vopn sem ekki
aðeins hefur áhrif á konurnar sem
fyrir ofbeldinu verða heldur einnig
á fjölskyldur þeirra. Rauði kross-
inn hefur áratugum saman unnið
að því að veita konum á átakasvæð-
um sérstaka aðstoð. Fjölmörg verk-
efni um allan heim á vegum Rauða
krossins stuðla að því að styrkja
konur sem hafa orðið fórnarlömb
kynferðisofbeldis og hjálpa þeim
að takast á við lífið á ný.
Það er heldur ekki tilviljun að
Ísland verður fyrir valinu að veita
kólumbísku flóttakonunum hæli.
Íslenskt samfélag er vel í stakk
búið að taka á móti mæðrunum og
börnum þeirra þar sem hér ríkja
engir fordómar í garð einstæðra
foreldra og ýmis úrræði eru í boði
sem gerir þeim kleift að fóta sig
í nýju landi og nýju lífi sem gæti
reynst erfitt annars staðar.
Kólumbísku konunum sem komu
með fjölskyldum sínum hingað
til lands árin 2005 og 2007 hefur
tekist vel að laga sig að íslensk-
um aðstæðum og hafa sannarlega
auðgað íslenskt samfélag. Þær
hafa sýnt einstakan kjark og þor
við að segja skilið við heimaland
sitt og ástvini til að hefja nýtt líf í
framandi landi.
Oftar en ekki skilur kynbundið
ofbeldi eftir sig ör sem ekki eru sjá-
anleg. Konur sem verða fyrir slíku
áfalli lifa oft í ævilöngum ótta. Það
er gott að vita til þess að á þessum
erfiðu tímum tökum við sem þjóð
þátt í því að veita tveimur flótta-
fjölskyldum til viðbótar skjól, og
hjálpa þeim að vinna bug á afleið-
ingum ofsókna og ofbeldis. Það er
gott að geta lagt það á vogarskál-
arnar á þessum síðasta degi 16 daga
átaksins gegn kynbundnu ofbeldi.
Flóttafjölskyldur frá Kólumbíu
hefja nýtt líf fjarri ofbeldi og ofsóknum
Kynbundið
ofbeldi
Anna
Stefánsdóttir
formaður Rauða Kross
Íslands
Oftar en ekki skilur kynbundið ofbeldi
eftir sig ör sem ekki eru sjáanleg. Konur
sem verða fyrir slíku áfalli lifa oft í
ævilöngum ótta.
Capacent-Gallup hefur með árs millibili framkvæmt tvær
skoðanakannanir til að meta við-
horf Íslendinga á aldrinum 16-75
ára til vátryggingasvika. Niður-
stöður úr þessum könnunum, sem
eru þær fyrstu sinnar tegund-
ar á Íslandi, sýna að þriðjungur
aðspurðra hafði vitneskju um ein-
hvern sem hafði fengið vátrygg-
ingabætur sem hann átti ekki
rétt á. Þetta eru svipaðar niður-
stöður og sjá má í danskri könn-
un frá árinu 2009 en þar voru þó
40% aðspurðra sem þekktu ein-
hvern sem hafði fengið vátrygg-
ingabætur sem hann átti ekki
rétt á. Sérstaklega áhugavert er
að sjá í íslensku könnununum að
marktækur munur er á svörum
eftir aldri þátttakanda, þar sem
19% aðspurðra á aldrinum 55 ára
og eldri höfðu vitneskju um ein-
hvern sem hafði fengið vátrygg-
ingabætur sem hann átti ekki rétt
á en 47% aðspurðra á aldrinum
16-24 ára.
Skoðanakannanir sem mæla
viðhorf almennings til vátrygg-
ingasvika eru framkvæmdar með
reglulegum hætti á Norðurlöndum
og í öðrum ríkjum Evrópu. Einn-
ig eru framkvæmdar rannsókn-
ir til að mæla hversu hátt hlutfall
af greiddum tryggingabótum er
vegna svika og hvaða hópar eru
líklegastir til að stunda eða vera
þátttakendur í tryggingasvikum.
Flestar niðurstöður sýna að hlut-
fall vátryggingasvika er á bilinu
10-15%. Þetta þýðir að 10-15% af
öllum greiddum vátryggingabót-
um eru vegna svika og því bóta-
greiðslur sem eiga ekki rétt á
sér.
Í könnun Capacent-Gallup
var ánægjulegt að sjá að 93%
aðspurðra voru sammála þeirri
fullyrðingu að vátryggingasvik
eru alvarleg brot. Það breytir því
þó ekki að niðurstöðurnar sýna
að virkilega hátt hlutfall fólks
þekkir einhvern sem hefur feng-
ið tryggingabætur sem hann á
ekki rétt á.
En hvað er átt við með vátrygg-
ingasvikum? Þegar rætt er um
vátryggingasvik koma oftast upp
í hugann fréttir af sviðsetningu
á árekstri, eldi í lúxusbifreiðum
eða jafnvel skipulögð glæpastarf-
semi þar sem markvisst er unnið
að því að svíkja út bætur frá
tryggingafélögum. Það eru hins
vegar litlu svikin, þar sem svikn-
ar eru út lægri fjárhæðir, sem
kosta í raun aðra viðskiptavini
gríðarlegar fjárhæðir á hverju
ári enda safnast þegar saman
kemur. Það samræmist kannski
málvitund okkar betur að kalla
þetta svindl en ekki svik og mun
orðið vátryggingasvindl því notað
hér eftir í þessari grein.
Þeir sem ákveða að svindla
á tryggingafélaginu sínu eru
í raun að svindla á okkur sem
erum heiðar legir viðskipta vinir
og myndum aldrei láta okkur
detta í hug að gera slíkt. Sam-
kvæmt erlendum rannsóknum
þar sem umfang vátrygginga-
svindls hefur verið rannsakað í
meira mæli en þekkist hér á landi
má gera ráð fyrir að stórar fjár-
hæðir séu greiddar út á hverju
ári vegna þess. Ljóst er að trygg-
ingasvindl hefur áhrif á rekstur
og þar með iðgjöld og bitnar
þannig á öllum. Sem dæmi um
áhrif tryggingasvindls á iðgjöld
hins almenna tryggingartaka má
nefna að í Bretlandi er gert ráð
fyrir að iðgjöld allra tryggingar-
taka hækki árlega um 6% vegna
tryggingasvindls. Trygginga-
svindl er því ekki einungis vanda-
mál tryggingafélaganna heldur
er þetta samfélagslegt vandamál
sem við ættum öll að vera vakandi
yfir. Auk þess er tryggingasvindl
brot á almennum hegningarlögum
og því refsivert. Við myndum ekki
brosa yfir því eða láta það óátalið
ef einhver myndi segja okkur að
hann hafi stolið frá okkur pening-
um til að kaupa sér nýja tölvu eða
nýtt sjónvarp. Af hverju ættum
við þá að gera það þegar við frétt-
um af einhverjum sem ýkir kröf-
una sína til tryggingafélagsins til
að fá hærri bætur? Sá hinn sami
er að fá þessa peninga úr okkar
vasa.
Árið 2008 námu bótagreiðslur
íslenskra vátryggingafélaga um
30 milljörðum króna og um 28
milljörðum árið 2009. Ef miðað
er við áætlaða tíðni vátrygginga-
svika í nágrannalöndum okkar
má gera ráð fyrir að 10-15% af
þessum fjárhæðum séu til komin
vegna vátryggingasvindls. Ef við
miðum við neðri mörkin eða 10%
má þá gera ráð fyrir að af öllum
bótagreiðslum sem voru greidd-
ar árið 2009 séu 2,8 milljarðar
vegna vátryggingasvindls. Þetta
þýðir að ef við gerum ráð fyrir að
staðan hér sé sambærileg við það
sem gengur og gerist í nágranna-
löndum okkar þá má gera ráð
fyrir að vátryggingasvindl kosti
hinn almenna vátryggingataka
236 milljónir króna mánaðarlega
eða tæplega 54 milljónir á viku.
Það er því ljóst að það eru hags-
munir allra vátryggingataka að
vera vakandi yfir og berjast gegn
vátryggingasvindli.
Vátryggingasvindl – þú borgar
Tryggingasvik
Vigdís
Halldórsdóttir
lögfræðingur
hjá Samtökum
fjármálafyrirtækja
Þeir sem ákveða
að svindla á
tryggingafélaginu sínu
eru í raun að svindla á
okkur sem erum heiðar-
legir viðskiptavinir.
AF NETINU
Lausn á fituvanda þjóðarinnar
Íslands óhamingju verður margt að vopni. Nýjasta ólán okkar er fitan sem
sest á þjóðarbúkinn í ríkum mæli og hefur komið okkur í hóp feitustu þjóða
heims. Þetta er í raun ekkert skrítið því hin meinta bókaþjóð, eins og við
erum kölluð fyrir jólin, er í raun matreiðslubókaþjóð, ef marka má sölulista
helstu bókaverslana. Við lifum til að borða.
Þar sem ofþyngd miðast við kjörþyngd sem vísir menn hafa reiknað út, er
ljóst að lausnin er að hækka kjörþyngd fólks. Ég sé fyrir mér að metnaðar-
fullur og baráttuglaður þingmaður á vinsældaveiðum, leggi fram frumvarp
um 20% hækkun á kjörþyngd þjóðarinnar. Þar með fækkar í flokki feitra,
þungra, ofþungra og spikfeitra og við verðum aftur létt og hamingjusöm
með matreiðslubækurnar okkar og transfituna.
Jafnvel mætti ganga enn lengra og leggja til þessa skilgreiningu, sem ég
hef lengi stuðst við með góðum árangri: Kjörþyngd er sú þyngd sem maður
hefur kjörið sér að vera í hverju sinni.
malbein.net Gísli Ásgeirsson
Reknir á forsendum spilavítis
Íslensku bankarnir voru reknir á forsendum spilavítis þar sem eigendurnir
tryggðu sér fyrirfram stærstu vinningana. Á milli bankanna þriggja var í gildi
óformlegt samkomulag að komast undan reglum um viðskipti skyldra aðila.
Eigendur Glitnis höfðu aðgang að láns hjá Kaupþingi og eigendur þar á bæ
að lánsfé Glitnis; Landsbankinn var hluti af þessum undanskotum frá lögum
um bankastarfsemi.
Þegar leið að lokum útrásarinnar voru allar fjáruppsprettur tæmdar og þá
var komið að skapandi bókhaldi sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum
vegna skýrslna sem slitastjórnir hafa fengið í hendur um framferði eigenda
bankanna.
Hvernig stendur á því að fyrrum eigendur bankanna fái stuðning frá
ríkisbanka eins og Landsbankanum til að stunda viðskipti hér á landi? Er
Jón Ásgeir Jóhannesson með sína menn enn að störfum hjá endurreistum
Landsbanka að skaf’ann að innan?
pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
23
6
11
/1
0
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
North Face fatnaður
jólatilboð