Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 44
4 föstudagur 10. desember Feikuð fullnæging N ýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferð- ar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæg- ing af hendi læknis eða ljósmóður. Ég lagði sérstaka áherslu á mikilvægi titrarans fyrir fullnægingu kvenna því með tilkomu titrarans færðist athyglin frá innra kynfær- inu, það er leggöngum, að því ytra, skapabörmum og sníp, sem mestu máli skiptir fyrir fullnægingu kvenna. Með þessari tæknivæðingu stytt- ist einnig sá tími töluvert sem það tók að framkalla fullnægingu og læknar gátu tekið á móti fleiri þjáð- um konum. Það voru því í raun læknar sem færðu okkur titrarann. Eftir fyrirlesturinn vatt sér upp að mér ungur karlmaður sem sagðist vera ósammála mér. Það er í sjálfu sér gott og blessað, nema hvað, hann var ósammála því að konur ættu erfitt með að fá full- nægingu í samförum. Hann tjáði mér að hann og hans vinir hefðu oft haft samfarir við fjölda kvenna sem allar hefðu fengið fullnægingu í beinum sam- förum án allrar fingrafimi. Þær konur sem ekki hefðu upplifað slíkt hefðu því ekki kynnst bólfimi þeirra félaga. Ég starði á hann í smástund, bara til að vera viss um að hann væri ekki að grínast, áður en ég datt í tölfræðina og heimildirnar. Freud á sök- ina að þessari tvíhyggju fullnægingarinnar, það er leggöng annars vegar og snípur hins vegar. Hann taldi leggangafullnægingu vera þroskaðri og betri fullnægingu. Í sakleysi mínu taldi ég þessa mýtu vera grafna og gleymda. Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kyn- fræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu. Ég reyndi hvað ég gat að sannfæra hann, án árangurs. Ég dansaði þá í kringum þá staðreynd að stórt hlutfall kvenna (og aðeins færri karl- menn) hefði „feikað“ fullnægingu. Þetta taldi maðurinn vera algera fjar- stæðu því sannur karlmaður vissi hvenær kona væri í raun fullnægð. Ég brosti út í annað, klappaði honum á bakið og hvíslaði „When Harry Met Sally“ í eyra hans er ég gekk í burtu. Hann tjáði mér að hann og hans vinir hefðu oft haft samfarir við fjölda kvenna sem allar hefðu fengið full- nægingu í beinum sam- förum án allrar fingrafimi. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur S íðustu ár hefur skótískan verið einstaklega góð við fæturna okkar, breið og þægileg svo ekki sé talað um fylltu hælana en með þeirri hönnun er næstum því búið að sameina þægindi og fegurð. Nú lítur út fyrir að klossuðu skórnir sem hafa farið vel með fæturna séu að renna sitt skeið og spíssaða táin að koma sterk inn á ný. Tískuheimurinn saup hveljur þegar hönnuðurinn Stella McCartney sýndi haust- og vetrarlínu fyrir þessa önnina og fyrirsæturnar gengu um á skóm með spíssaðri tá sem léttilega hefði getað unnið voðaverk. Ekki bætti úr skák þegar sjálfur Marc Jacobs lét sínar fyrirsætur klæðast flatbotna, támjóum skóm við sína hönnun. Þessi tvö eru engir aukvisar í tískuheiminum og því er hægt að gera ráð fyrir að þessi tíska komi til okkar á næstu misserum. Undanfarið hafa blogg- heimar logað vegna skónna og tískuljón- in sem þora þegar byrjuð að sjást í skóm Stellu McCartney. Hringrás tískunnar tekur engan enda svo ef þú átt gamla támjóa skó með spís- shæl falda niðri í geymslu geturðu farið að gefa þeim pláss í fataskápnum, og taka upp smyrslin og plástrana. - áp TEIKN Á LOFTI TÁMJÓIR SKÓR SNÚA AFTUR Lágbotna Marc Jacobs sýndi þessa lág- botna skó í fatalínu sinni fyrir haustið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sólargulir Fallega gulir með sokk- um frá Marc Jacobs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hættuleg tá Gráir með hæl frá Marc Jacobs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þægindi? Ætli þessir gráu skór séu jafn þægilegir og klossuðu skórnir sem tröllríða skótískunni núna? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Svartir lakkskór Þessir lakkskór úr smiðju Stellu McCartney hafa notið mik- illa vinsælda og eru fallegir á fæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kringlan 8-12 103 Reykjavík s: 588-1705 Hafnarstræti 106 600 Akureyri s: 463-3100 Skyrta 5.900,- Golla 3.950,- Lj ós m yn da ri He ið a. is 4.950,- 4.950,- 4.950,- 4.950,- 5.900,- Skyrta 5.900,- Golla 3.950,- Buxur 7.900,- Sendum í póstkröfu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.